Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar 12. október 2025 08:01 Í Bændablaðinu þann 9. október 2025 er grein eftir Innviðaráðherra undir fyrirsögninni “Stærri og öflugri sveitarfélög”. Þar segir Innviðaráðherra orðrétt í inngangi greinarinnar: “Við viljum öll búa í samfélagi þar sem grunnstoðirnar eru sterkar, þar sem börnin okkar ganga í góða skóla, samgöngur eru greiðar og stjórnsýsla skilvirk og þjónustar íbúum sínum. Þetta er forsenda fyrir jöfnum búsetuskilyrðum og jákvæðri byggðaþróun um land allt. Til að tryggja góða þjónustu um land allt þurfa sveitarfélögin að geta tekist á við stór og flókin verkefni. Nýlegar rannsóknir sýna að stærri og fjölmennari sveitarfélög eru betur í stakk búin til að sinna verkefnum sínum. Þau veita betri og hagkvæmari þjónustu, laða að sé hæfara starfsfólk og hafa meiri slagkraft til að byggja upp innviði.” Síðar í greininni er reynt að rökstyðja að eina rétta sé að svipta íbúa fámennustu sveitarfélaga landsins réttinum til að taka ákvörðun um tilvist sveitarfélags síns með því að fyrirskipa sameiningar. Með þessu er helgasti réttur sveitarstjórnarstigsins, íbúalýðræðið, afnumið og valtað yfir ákvörðunarvald sveitarfélaga, ekki aðeins hinna fámennustu, heldur einnig þeirra sveitarfélaga sem þeim verður uppálagt að sameinast. Verði ráðherra veitt vald til þess að hlutast til um sameiningu sveitarfélaga með þessum hætti er gerður að engu sá réttur íbúa til þess að kjósa sér fulltrúa til þess að fara með umboð og málefni viðkomandi sveitarfélags. Um er að ræða skref sem grefur undan lýðræði og hlutverki kjörinna fulltrúa. En skoðum staðreyndir málsins nánar og hvort fullyrðingar ráðherranns standist skoðun. Ráðherrann segir að við viljum öll búa í samfélagi þar sem samgöngur eru greiðar. Þá verður að benda ráðherranum á að uppbygging, rekstur og viðhald samgöngukerfisins á Íslandi er á ábyrgð Innviðaráðherra og eins og allir íbúar á landsbyggðinni vita, þá eru vegir landsins víða að hruni komnir og er það á ábyrgð ráðherranns að hafa samgöngur greiðar en ekki minni sveitarfélaga. Einnig ber ráðherrann ábyrgð á snjómokstri á landsbyggðinni, en allir vita að á veturna er ekki tryggð viðunandi vetrarþjónusta sem tryggir greiðar samgöngur á landsbyggðinni, allt í boði of lítilla fjárveitinga frá Alþingi. Sum minni sveitarfélög veita verulegum fjármunum í snjómokstur á vegum sem ætti að koma frá ríkinu, en þar eru það einmitt íbúarnir í nærumhverfinu sem hafa áhrif á slíkar ákvarðanir í gegnum sitt sveitarfélag. Kannski er bara markmið ráðherrans að leggja af byggð í minni sveitarfélögum til þess að þurfa ekki að viðhalda samgöngum og vetrarþjónustu í dreifbýlinu! Ráðherrann segir að stærri sveitarfélög veiti betri og hagkvæmari þjónustu. Slík fullyrðing þarfnast frekari útskýringar frá ráðherranum. Á nýlegum ársfundi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem Innviðaráðuneytið hélt var sérstök umfjöllun um málefni fatlaðra sem sveitarfélögin bera ábyrgð á. Þar kom fram að mikill halli væri enn á málaflokknum þrátt fyrir verulega aukningu af fjármagni frá ríki til sveitarfélaga síðustu ár til að standa undir rekstri málaflokks fatlaðra. Í gögnum sem kynnt voru á fundinum, þá kom fram að margra milljarða halli væri á málaflokki fatlaðra í Reykjavík og að kostnaður á hvern þjónustuþega væri 39 milljónir á ári í Reykjavík. Þrettán sveitarfélög á Suðurlandi, það fámennasta með rúmlega 300 íbúa og það fjölmennasta með um 12.000 íbúa, reka saman byggðasamlagið Bergrisann sem sér um málaflokk fatlaðra á Suðurlandi. Eins og fram kom í gögnunum á fundinum, þá var kostnaður á hvern þjónustuþega á Suðurlandi 21 milljón á ári og málaflokkurinn í heild rekinn með um 500 milljóna afgangi. Slíkar tölfræðilega staðreyndir sýna skýrt að minni sveitarfélög virðast halda betur um reksturinn heldur en stærsta sveitarfélag landsins. En skoðum nánar rekstur sveitarfélaga á Íslandi. Sex stóru sveitarfélögin sem mynda höfuðborgarsvæðið eru með þeim sveitarfélögum á Íslandi sem eru mest skuldsett. Skuldahlutfall A-hluta sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu er á bilinu 95 – 141 % og veltufé frá rekstri er á bilinu 3-7 %. Bæði er skuldsetningin verulega há og veltufé frá rekstri langt frá því að vera nægjanlegt til að geta staðið að fullu undir nauðsynlegum fjárfestingum. T.d. er ekkert sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu sem tekur á móti öllum börnum á leikskóla frá 12 mánaða aldri. Ef við tökum til samanburðar sveitarfélögin í Uppsveitum Árnessýslu, þ.e.a.s. Skeiða- og Gnúpverjahrepp, Grímsnes- og Grafningshrepp, Bláskógabyggð og Hrunamannahrepp. Íbúafjöldi hvers sveitarfélags frá 650 – 1.500. Skuldahlutfall A-hluta sveitarfélaganna er á bilinu 36 – 103 % og veltufjárhlutfall 6 – 16 %. Öll þessi sveitarfélög reka grunnskóla og flest þeirra taka inn börn á leikskóla frá 12 mánaða aldri. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu – Skuldahlutfall og veltufé frá rekstri Sveitarfélögin í Uppsveitum Árnessýslu – Skuldahlutfall og veltufé frá rekstri Það er mitt mat að fyrst og fremst viljum við öll búa við lýðræði, þar sem lýðræðislegur réttur íbúanna er virtur. Alþingi má ekki falla í þá gryfju að veita einum ráðherra slíkt alræðisvald að þvinga fram sameiningar í samfélögum úti á landi. Samfélögum sem ráðherrann hefur engin tengsl við og jafnvel aldrei komið til. Ég vil hvetja Innviðaráðherra til þess að draga til baka áform um þvingaðar sameiningar sveitarfélaga með færri en 250 íbúa áður en frumvarpið verður lagt fram á Alþingi. Einungis 0,15% íbúa landsins búa í þessum sveitarfélögum, sem öll eru verulega landstór og í dreifbýli. Þar skiptir máli að hlusta á vilja íbúanna. Stöndum vörð um lýðræðið og tryggjum fjölbreytta búsetu um land allt, bæði fyrir fjölmenn og fámenn samfélög. Höfundur er oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Þór Jónsson Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Í Bændablaðinu þann 9. október 2025 er grein eftir Innviðaráðherra undir fyrirsögninni “Stærri og öflugri sveitarfélög”. Þar segir Innviðaráðherra orðrétt í inngangi greinarinnar: “Við viljum öll búa í samfélagi þar sem grunnstoðirnar eru sterkar, þar sem börnin okkar ganga í góða skóla, samgöngur eru greiðar og stjórnsýsla skilvirk og þjónustar íbúum sínum. Þetta er forsenda fyrir jöfnum búsetuskilyrðum og jákvæðri byggðaþróun um land allt. Til að tryggja góða þjónustu um land allt þurfa sveitarfélögin að geta tekist á við stór og flókin verkefni. Nýlegar rannsóknir sýna að stærri og fjölmennari sveitarfélög eru betur í stakk búin til að sinna verkefnum sínum. Þau veita betri og hagkvæmari þjónustu, laða að sé hæfara starfsfólk og hafa meiri slagkraft til að byggja upp innviði.” Síðar í greininni er reynt að rökstyðja að eina rétta sé að svipta íbúa fámennustu sveitarfélaga landsins réttinum til að taka ákvörðun um tilvist sveitarfélags síns með því að fyrirskipa sameiningar. Með þessu er helgasti réttur sveitarstjórnarstigsins, íbúalýðræðið, afnumið og valtað yfir ákvörðunarvald sveitarfélaga, ekki aðeins hinna fámennustu, heldur einnig þeirra sveitarfélaga sem þeim verður uppálagt að sameinast. Verði ráðherra veitt vald til þess að hlutast til um sameiningu sveitarfélaga með þessum hætti er gerður að engu sá réttur íbúa til þess að kjósa sér fulltrúa til þess að fara með umboð og málefni viðkomandi sveitarfélags. Um er að ræða skref sem grefur undan lýðræði og hlutverki kjörinna fulltrúa. En skoðum staðreyndir málsins nánar og hvort fullyrðingar ráðherranns standist skoðun. Ráðherrann segir að við viljum öll búa í samfélagi þar sem samgöngur eru greiðar. Þá verður að benda ráðherranum á að uppbygging, rekstur og viðhald samgöngukerfisins á Íslandi er á ábyrgð Innviðaráðherra og eins og allir íbúar á landsbyggðinni vita, þá eru vegir landsins víða að hruni komnir og er það á ábyrgð ráðherranns að hafa samgöngur greiðar en ekki minni sveitarfélaga. Einnig ber ráðherrann ábyrgð á snjómokstri á landsbyggðinni, en allir vita að á veturna er ekki tryggð viðunandi vetrarþjónusta sem tryggir greiðar samgöngur á landsbyggðinni, allt í boði of lítilla fjárveitinga frá Alþingi. Sum minni sveitarfélög veita verulegum fjármunum í snjómokstur á vegum sem ætti að koma frá ríkinu, en þar eru það einmitt íbúarnir í nærumhverfinu sem hafa áhrif á slíkar ákvarðanir í gegnum sitt sveitarfélag. Kannski er bara markmið ráðherrans að leggja af byggð í minni sveitarfélögum til þess að þurfa ekki að viðhalda samgöngum og vetrarþjónustu í dreifbýlinu! Ráðherrann segir að stærri sveitarfélög veiti betri og hagkvæmari þjónustu. Slík fullyrðing þarfnast frekari útskýringar frá ráðherranum. Á nýlegum ársfundi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem Innviðaráðuneytið hélt var sérstök umfjöllun um málefni fatlaðra sem sveitarfélögin bera ábyrgð á. Þar kom fram að mikill halli væri enn á málaflokknum þrátt fyrir verulega aukningu af fjármagni frá ríki til sveitarfélaga síðustu ár til að standa undir rekstri málaflokks fatlaðra. Í gögnum sem kynnt voru á fundinum, þá kom fram að margra milljarða halli væri á málaflokki fatlaðra í Reykjavík og að kostnaður á hvern þjónustuþega væri 39 milljónir á ári í Reykjavík. Þrettán sveitarfélög á Suðurlandi, það fámennasta með rúmlega 300 íbúa og það fjölmennasta með um 12.000 íbúa, reka saman byggðasamlagið Bergrisann sem sér um málaflokk fatlaðra á Suðurlandi. Eins og fram kom í gögnunum á fundinum, þá var kostnaður á hvern þjónustuþega á Suðurlandi 21 milljón á ári og málaflokkurinn í heild rekinn með um 500 milljóna afgangi. Slíkar tölfræðilega staðreyndir sýna skýrt að minni sveitarfélög virðast halda betur um reksturinn heldur en stærsta sveitarfélag landsins. En skoðum nánar rekstur sveitarfélaga á Íslandi. Sex stóru sveitarfélögin sem mynda höfuðborgarsvæðið eru með þeim sveitarfélögum á Íslandi sem eru mest skuldsett. Skuldahlutfall A-hluta sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu er á bilinu 95 – 141 % og veltufé frá rekstri er á bilinu 3-7 %. Bæði er skuldsetningin verulega há og veltufé frá rekstri langt frá því að vera nægjanlegt til að geta staðið að fullu undir nauðsynlegum fjárfestingum. T.d. er ekkert sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu sem tekur á móti öllum börnum á leikskóla frá 12 mánaða aldri. Ef við tökum til samanburðar sveitarfélögin í Uppsveitum Árnessýslu, þ.e.a.s. Skeiða- og Gnúpverjahrepp, Grímsnes- og Grafningshrepp, Bláskógabyggð og Hrunamannahrepp. Íbúafjöldi hvers sveitarfélags frá 650 – 1.500. Skuldahlutfall A-hluta sveitarfélaganna er á bilinu 36 – 103 % og veltufjárhlutfall 6 – 16 %. Öll þessi sveitarfélög reka grunnskóla og flest þeirra taka inn börn á leikskóla frá 12 mánaða aldri. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu – Skuldahlutfall og veltufé frá rekstri Sveitarfélögin í Uppsveitum Árnessýslu – Skuldahlutfall og veltufé frá rekstri Það er mitt mat að fyrst og fremst viljum við öll búa við lýðræði, þar sem lýðræðislegur réttur íbúanna er virtur. Alþingi má ekki falla í þá gryfju að veita einum ráðherra slíkt alræðisvald að þvinga fram sameiningar í samfélögum úti á landi. Samfélögum sem ráðherrann hefur engin tengsl við og jafnvel aldrei komið til. Ég vil hvetja Innviðaráðherra til þess að draga til baka áform um þvingaðar sameiningar sveitarfélaga með færri en 250 íbúa áður en frumvarpið verður lagt fram á Alþingi. Einungis 0,15% íbúa landsins búa í þessum sveitarfélögum, sem öll eru verulega landstór og í dreifbýli. Þar skiptir máli að hlusta á vilja íbúanna. Stöndum vörð um lýðræðið og tryggjum fjölbreytta búsetu um land allt, bæði fyrir fjölmenn og fámenn samfélög. Höfundur er oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar