Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2025 11:00 Marko Arnautovic var tárvotur eftir að hann sló metið en Toni Polster er ekki búinn að gefast upp þótt að hann sé löngu hættur að spila. Getty/ Guenther Iby/Tobias Heyer Marko Arnautovic varð á föstudagskvöldið markahæsti leikmaður austurríska fótboltalandsliðsins frá upphafi en sá sem átti markametið áður var ekki alltof hrifinn og ætlar að leita réttar síns fyrir dómstólum. Arnautovic náði metinu með því að skora fjögur mörk í 10-0 sigri Austurríkis á San Marínó í undankeppni HM. Arnautovic er þar með kominn með 45 mörk í 128 landsleikjum fyrir Austurríki. Metið var áður í eigu Toni Polster sem hefur átt metið í næstum því þrjá áratugi. Polster skoraði 44 mörk í 95 landsleikjum frá 1982 til 2000. Goðsögnin óskaði vissulega arftaka sínum til hamingju en gagnrýndi andstæðinginn San Marínó harðlega eftir fernuna hans Arnautovic. Kicker fjallar um þetta óvenjulega mál. Hinn 61 árs gamli Polster sagðist í viðtali við ORF vera ánægður fyrir hönd arftaka síns: „Hjartanlega til hamingju. Ég óska honum alls hins besta og vona að mörg fleiri mörk fylgi,“ en Polster reyndi strax að setja hlutina í samhengi: „Marko hefur spilað mun fleiri landsleiki,“ sagði Polster sem er rétt. Arnautovic hefur spilað 33 fleiri landsleiki. Frammistaða andstæðinga Austurríkis í þessum leik sem metið féll virtist heldur ekki hafa fallið Polster sérstaklega vel í geð. „Þetta er ekki landslið, þetta er úrval pítsabakara. Ég held að svona slæmt landslið hafi ekki verið til á mínum tíma,“ sagði Polster um San Marínó. Polster er samt ekki búinn að gefast upp og ætlar að reyna að endurheimta metið sitt í réttarsalnum. Þrátt fyrir að Polster hafi misst langtímamet sitt ætlar hann að halda áfram að berjast fyrir þremur af landsliðsmörkum sínum sem ekki eru opinberlega viðurkennd. Hann skoraði þessi þrjú mörk í leikjum árið 1984 en leikirnir voru ekki skráðir sem óopinberir landsleikir. Polster er ekki sáttur við það og vill fá þessi mörk tekin gild. Þá væri hann kominn með 47 mörk og ætti aftur markametið. View this post on Instagram A post shared by The Other Bundesliga Podcast (@theotherbundesliga) Austurríki HM 2026 í fótbolta Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Sjá meira
Arnautovic náði metinu með því að skora fjögur mörk í 10-0 sigri Austurríkis á San Marínó í undankeppni HM. Arnautovic er þar með kominn með 45 mörk í 128 landsleikjum fyrir Austurríki. Metið var áður í eigu Toni Polster sem hefur átt metið í næstum því þrjá áratugi. Polster skoraði 44 mörk í 95 landsleikjum frá 1982 til 2000. Goðsögnin óskaði vissulega arftaka sínum til hamingju en gagnrýndi andstæðinginn San Marínó harðlega eftir fernuna hans Arnautovic. Kicker fjallar um þetta óvenjulega mál. Hinn 61 árs gamli Polster sagðist í viðtali við ORF vera ánægður fyrir hönd arftaka síns: „Hjartanlega til hamingju. Ég óska honum alls hins besta og vona að mörg fleiri mörk fylgi,“ en Polster reyndi strax að setja hlutina í samhengi: „Marko hefur spilað mun fleiri landsleiki,“ sagði Polster sem er rétt. Arnautovic hefur spilað 33 fleiri landsleiki. Frammistaða andstæðinga Austurríkis í þessum leik sem metið féll virtist heldur ekki hafa fallið Polster sérstaklega vel í geð. „Þetta er ekki landslið, þetta er úrval pítsabakara. Ég held að svona slæmt landslið hafi ekki verið til á mínum tíma,“ sagði Polster um San Marínó. Polster er samt ekki búinn að gefast upp og ætlar að reyna að endurheimta metið sitt í réttarsalnum. Þrátt fyrir að Polster hafi misst langtímamet sitt ætlar hann að halda áfram að berjast fyrir þremur af landsliðsmörkum sínum sem ekki eru opinberlega viðurkennd. Hann skoraði þessi þrjú mörk í leikjum árið 1984 en leikirnir voru ekki skráðir sem óopinberir landsleikir. Polster er ekki sáttur við það og vill fá þessi mörk tekin gild. Þá væri hann kominn með 47 mörk og ætti aftur markametið. View this post on Instagram A post shared by The Other Bundesliga Podcast (@theotherbundesliga)
Austurríki HM 2026 í fótbolta Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Sjá meira