Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 13. október 2025 07:03 Fróðlegt var að lesa grein Andrésar Péturssonar, fyrrverandi formanns Evrópusamtakanna, á Vísi fyrir helgi þar sem hann kvartaði sáran yfir því að „erlendir aðilar“ fengju að „vaða hér upp í fjölmiðlum gagnrýnislaust“ og fara með staðlausa stafi eins og hann orðaði það. Tilefnið var heimsókn Daniels Hannan, sem situr í lávarðadeild brezka þingsins, til landsins. Þá ekki sízt í ljósi þess að Andrés hefur verið eindreginn talsmaður þess að erlendir aðilar gætu ekki aðeins komið til landsins og rætt við hérlenda fjölmiðla heldur yrði hreinlega falin stjórn íslenzkra mála með inngöngu í Evrópusambandið. Með öðrum orðum er ljóslega ekki sama hverjir erlendu aðilarnir eru. Mér vitanlega gerði Andrés enga athugasemd við það þegar Guy Verhofstadt, forseti European Movement International, heimsótti landið á dögunum sem heiðursgestur landsþings Viðreisnar sem Andrés hefur ekki ólíklega setið sem stjórnarmaður í Viðreisnarfélaginu í Kópavogi. Þar flutti Verhofstadt ræðu þar sem hann hvatti til inngöngu Íslands í Evrópusambandið sem aftur þyrfti að verða að heimsveldi en hann hefur lengi verið mikill talsmaður þess að til yrði evrópskt sambandsríki. Var ræðunni fagnað með standandi lófataki. Hvað European Movement International varðar hafa samtökin allt frá stofnun árið 1947 beitt sér fyrir því að til yrði evrópskt sambandsríki. Evrópuhreyfingin, sem heitir European Movement Iceland á ensku, eru aðili að evrópsku regnhlífarsamtökunum og það sama átti við um Evrópusamtökin þegar þau voru og hétu og Andrés fór fyrir þeim. Fyrir vikið verður vart dregin önnur ályktun af veru Evrópuhreyfingarinnar í European Movement International og boði Verhofstadts á landsþing Viðreisnar en að þessi helztu samtök hérlendra Evrópusambandssinna vilji sjá Ísland sem hluta evrópsks sambandsríkis. Varðandi gagnrýni Andrésar á þau orð Hannans að við Íslendingar værum ekki að fara að fá einhvern sérdíl sem öðrum stæði ekki til boða ef við gengjum í Evrópusambandið talaði Hannan þar fyrst og fremst um varanlegar undanþágur sem fela í sér að tiltekin mál séu undanþegin yfirstjórn sambandsins. Andrés tók hins vegar aðeins dæmi um svokallaðar sérlausnir sem breyta engu um það að yfirstjórnin er eftir sem áður í höndum þess. Eins og heimskautalandbúnað Finna og Svía, háfjallalandbúnað Austurríkismanna og smábátaútgerð Möltubúa. Endurgreiðslan til Breta var heldur ekki undanþága. Hvað sjávarútveginn varðar fullyrðir Andrés að við inngöngu í Evrópusambandið myndi svonefnd regla þess um hlutfallslega stöðugar veiðar tryggja rétt okkar Íslendinga til þess að stjórna veiðum við landið. Ekkert væri „fjarri sannleikanum“ að hans sögn en að sú stjórn færi til Brussel. Veruleikinn er hins vegar sá að fullt vald Evrópusambandsins yfir sjávarútvegsmálum er niður neglt í Lissabon-sáttmála sambandsins, grundvallarlöggjöf þess. Umrædd regla á sér enga stoð í sáttmálanum og er í raun aðeins vinnuregla ráðherraráðs Evrópusambandsins þegar kemur að úthlutun aflaheimilda til ríkja þess. Með öðrum orðum breytir reglan engu um það að yfirstjórn sjávarútvegsmála hér á landi yrði í höndum Evrópusambandsins ef til þess kæmi að Ísland færi þar inn. Hægt væri enn fremur að breyta eða afnema regluna í ráðherraráðinu án aðkomu Íslands þó við værum innan sambandsins. Til þess þyrfti ekki einróma samþykki heldur einungis aukinn meirihluta þar sem íbúafjöldi ríkja Evrópusambandsins ræður mestu um vægi þeirra. Vægi Íslands við þær aðstæður væri einungis um 0,08% eða aðeins á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Nákvæmlega engin trygging fyrir einu eða neinu felst þannig í reglunni. Hvað síðan varðar lokaorð Andrésar um að hefja þurfi viðræður við Evrópusambandið til þess að komast að því hvort hægt sé að ná ásættanlegum samningi um inngöngu í sambandið hefur hver forystumaðurinn innan þess talað á hliðstæðum nótum og Hannan. Þar á meðal og ekki sízt fulltrúar Evrópusambandsins sjálfs. Það sem samið yrði um yrði að rúmast innan sáttmála og regluverks sambandsins, varanlegar undanþágur væru ekki á boðstólum og að við vissum nákvæmlega hvað væri í boði af hálfu þess. Væntanlega allt lygi líka að mati Andrésar. Eru það meðmæli með inngöngu í Evrópusambandið? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Fróðlegt var að lesa grein Andrésar Péturssonar, fyrrverandi formanns Evrópusamtakanna, á Vísi fyrir helgi þar sem hann kvartaði sáran yfir því að „erlendir aðilar“ fengju að „vaða hér upp í fjölmiðlum gagnrýnislaust“ og fara með staðlausa stafi eins og hann orðaði það. Tilefnið var heimsókn Daniels Hannan, sem situr í lávarðadeild brezka þingsins, til landsins. Þá ekki sízt í ljósi þess að Andrés hefur verið eindreginn talsmaður þess að erlendir aðilar gætu ekki aðeins komið til landsins og rætt við hérlenda fjölmiðla heldur yrði hreinlega falin stjórn íslenzkra mála með inngöngu í Evrópusambandið. Með öðrum orðum er ljóslega ekki sama hverjir erlendu aðilarnir eru. Mér vitanlega gerði Andrés enga athugasemd við það þegar Guy Verhofstadt, forseti European Movement International, heimsótti landið á dögunum sem heiðursgestur landsþings Viðreisnar sem Andrés hefur ekki ólíklega setið sem stjórnarmaður í Viðreisnarfélaginu í Kópavogi. Þar flutti Verhofstadt ræðu þar sem hann hvatti til inngöngu Íslands í Evrópusambandið sem aftur þyrfti að verða að heimsveldi en hann hefur lengi verið mikill talsmaður þess að til yrði evrópskt sambandsríki. Var ræðunni fagnað með standandi lófataki. Hvað European Movement International varðar hafa samtökin allt frá stofnun árið 1947 beitt sér fyrir því að til yrði evrópskt sambandsríki. Evrópuhreyfingin, sem heitir European Movement Iceland á ensku, eru aðili að evrópsku regnhlífarsamtökunum og það sama átti við um Evrópusamtökin þegar þau voru og hétu og Andrés fór fyrir þeim. Fyrir vikið verður vart dregin önnur ályktun af veru Evrópuhreyfingarinnar í European Movement International og boði Verhofstadts á landsþing Viðreisnar en að þessi helztu samtök hérlendra Evrópusambandssinna vilji sjá Ísland sem hluta evrópsks sambandsríkis. Varðandi gagnrýni Andrésar á þau orð Hannans að við Íslendingar værum ekki að fara að fá einhvern sérdíl sem öðrum stæði ekki til boða ef við gengjum í Evrópusambandið talaði Hannan þar fyrst og fremst um varanlegar undanþágur sem fela í sér að tiltekin mál séu undanþegin yfirstjórn sambandsins. Andrés tók hins vegar aðeins dæmi um svokallaðar sérlausnir sem breyta engu um það að yfirstjórnin er eftir sem áður í höndum þess. Eins og heimskautalandbúnað Finna og Svía, háfjallalandbúnað Austurríkismanna og smábátaútgerð Möltubúa. Endurgreiðslan til Breta var heldur ekki undanþága. Hvað sjávarútveginn varðar fullyrðir Andrés að við inngöngu í Evrópusambandið myndi svonefnd regla þess um hlutfallslega stöðugar veiðar tryggja rétt okkar Íslendinga til þess að stjórna veiðum við landið. Ekkert væri „fjarri sannleikanum“ að hans sögn en að sú stjórn færi til Brussel. Veruleikinn er hins vegar sá að fullt vald Evrópusambandsins yfir sjávarútvegsmálum er niður neglt í Lissabon-sáttmála sambandsins, grundvallarlöggjöf þess. Umrædd regla á sér enga stoð í sáttmálanum og er í raun aðeins vinnuregla ráðherraráðs Evrópusambandsins þegar kemur að úthlutun aflaheimilda til ríkja þess. Með öðrum orðum breytir reglan engu um það að yfirstjórn sjávarútvegsmála hér á landi yrði í höndum Evrópusambandsins ef til þess kæmi að Ísland færi þar inn. Hægt væri enn fremur að breyta eða afnema regluna í ráðherraráðinu án aðkomu Íslands þó við værum innan sambandsins. Til þess þyrfti ekki einróma samþykki heldur einungis aukinn meirihluta þar sem íbúafjöldi ríkja Evrópusambandsins ræður mestu um vægi þeirra. Vægi Íslands við þær aðstæður væri einungis um 0,08% eða aðeins á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Nákvæmlega engin trygging fyrir einu eða neinu felst þannig í reglunni. Hvað síðan varðar lokaorð Andrésar um að hefja þurfi viðræður við Evrópusambandið til þess að komast að því hvort hægt sé að ná ásættanlegum samningi um inngöngu í sambandið hefur hver forystumaðurinn innan þess talað á hliðstæðum nótum og Hannan. Þar á meðal og ekki sízt fulltrúar Evrópusambandsins sjálfs. Það sem samið yrði um yrði að rúmast innan sáttmála og regluverks sambandsins, varanlegar undanþágur væru ekki á boðstólum og að við vissum nákvæmlega hvað væri í boði af hálfu þess. Væntanlega allt lygi líka að mati Andrésar. Eru það meðmæli með inngöngu í Evrópusambandið? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun