Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar 12. október 2025 16:30 Á tímum margmiðlunar rennur fjölmiðlaumhverfið, hið pólitíska landslag og afþreyingariðnaðurinn saman í eitt. Hitamálin, hagsmunaágreiningarnir og hugtakaslagirnir spretta æ sjaldnar upp úr tilfinnanlegum veruleika og oftar upp úr hreinræktuðum smellibeitubisness, þar sem vettvangur manna stækkar eftir því sem viðrögðin sem þeir vekja ýkjast. Ný tegund af pólitíkusum koma fram á sjónarsviðið; þeir sem eru ekki bara stjórnmálamenn heldur hugmyndafræðilegir viðskiptamenn í hagkerfi athyglinnar. Þeir sjá tækifærin í einfaldaðri og fjöldaframleiddri heimsmynd, og nýta sér straumlínulögun veruleikans til að selja einfalda útskýringu á flóknum vandamálum heimsins. Í heimi pólitískrar upplausnar þar sem stríð í Evrópu og uppsiglandi borgarastyrjöld í Bandaríkjunum smitast inn í okkar daglega líf, er skiljanlegt að vilja sannfærast um slíka einföldun á heiminum; hún veitir falska öryggistilfinningu og lætur fólki líða eins og það tilheyri hópi fólks sem sameinast um að útiloka þá sem deila ekki sömu heimsmynd. Þessi popúlismi einskorðast hvorki við hægrið né vinstrið, þetta er ein af birtingarmyndum yfirstandandi tæknibyltingar sem einkennist af gagnkvæmum samruna manns og vélar - tölvur verða skapandi og mannleg hegðun verður vélræn; fyrirsjáanleg og afleidd. Þeir sem upplifa málstað sinn heilagan sjá enga ástæðu til að rökstyðja hann á óhliðhollum vettvangi. Þetta bergmálshellaheilkenni hefur átt ríkan þátt í að grafa gjánna milli ólíkra sjónarmiða, og nú getum við varla minnst á þjóðfélagsumræðuna án þess að tala um „menningarstríð.“ Þegar málsvarar ólíkra þjóðfélagshópa finnast þeir yfir það hafnir að þýða málstað sinn yfir á tungumál sem aðrir þjóðfélagshópar skilja hrekkur þjóðfélagsumræðan í tilgangslaust skilgreingarstríð, þar sem andverðir pólar skiptast á einræðum, skoðanaskipti víkja fyrir viðhorfsyfirlýsingum, algóriþmískar netleiðir breyta þjóðfélagshópum í markhópa og markhópameðvitund stjórnmálamanna lamar umræðuna. Móralskt yfirlæti dyggðaskreyttra vinstrimanna er álíka algóryþmískt og sjálfsvorkunarrant hægrimanna um þöggunartilburði woke-sins. Báðar hliðar telja heimsmynd sinni ógnað af óæðri hugmyndafræði, báðar álíta sig kyndilbera hins siðmenntaða samfélags og rétthafar framtíðarinnar. Flokkun landsmanna í hægri og vinstri er auðvitað hluti vandans, slík tvíhyggja er í eðli sínu popúlísk því hún gefur sér að pólitík sér álíka einföld og íþróttakeppni, þar sem tvö lið berjast til sigurs þar til annað sigrar. En pólitík er ekki leikur, pólitík er vettvangur þar sem skipulagning samfélagsins á sér stað. Lýðræðislegt velferðarsamfélag grundvallast á hæfni okkar til að vega og meta ólíka hagsmuni ólíkra þjóðfélagshópa til að stuðla að einhverskonar jafnvægi - en hvað verður um þessa hæfni þegar lögmál athyglishagkerfisins gerir okkur þröngsýnni og afdráttarlausari? Kannski er þessi svartsýni enn ein aukaverkunin af algóriþmískum veruleika, en á meðan önnur vestræn lýðræðisríki þróast í átt að hernaðardrifnum alræðisríkjum er ekki nema von að maður spyrji hvort þetta sé hápunktur sundrungarinnar, eða hvort hún sé rétt að byrja. Höfundur er listmálari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Mist Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Á tímum margmiðlunar rennur fjölmiðlaumhverfið, hið pólitíska landslag og afþreyingariðnaðurinn saman í eitt. Hitamálin, hagsmunaágreiningarnir og hugtakaslagirnir spretta æ sjaldnar upp úr tilfinnanlegum veruleika og oftar upp úr hreinræktuðum smellibeitubisness, þar sem vettvangur manna stækkar eftir því sem viðrögðin sem þeir vekja ýkjast. Ný tegund af pólitíkusum koma fram á sjónarsviðið; þeir sem eru ekki bara stjórnmálamenn heldur hugmyndafræðilegir viðskiptamenn í hagkerfi athyglinnar. Þeir sjá tækifærin í einfaldaðri og fjöldaframleiddri heimsmynd, og nýta sér straumlínulögun veruleikans til að selja einfalda útskýringu á flóknum vandamálum heimsins. Í heimi pólitískrar upplausnar þar sem stríð í Evrópu og uppsiglandi borgarastyrjöld í Bandaríkjunum smitast inn í okkar daglega líf, er skiljanlegt að vilja sannfærast um slíka einföldun á heiminum; hún veitir falska öryggistilfinningu og lætur fólki líða eins og það tilheyri hópi fólks sem sameinast um að útiloka þá sem deila ekki sömu heimsmynd. Þessi popúlismi einskorðast hvorki við hægrið né vinstrið, þetta er ein af birtingarmyndum yfirstandandi tæknibyltingar sem einkennist af gagnkvæmum samruna manns og vélar - tölvur verða skapandi og mannleg hegðun verður vélræn; fyrirsjáanleg og afleidd. Þeir sem upplifa málstað sinn heilagan sjá enga ástæðu til að rökstyðja hann á óhliðhollum vettvangi. Þetta bergmálshellaheilkenni hefur átt ríkan þátt í að grafa gjánna milli ólíkra sjónarmiða, og nú getum við varla minnst á þjóðfélagsumræðuna án þess að tala um „menningarstríð.“ Þegar málsvarar ólíkra þjóðfélagshópa finnast þeir yfir það hafnir að þýða málstað sinn yfir á tungumál sem aðrir þjóðfélagshópar skilja hrekkur þjóðfélagsumræðan í tilgangslaust skilgreingarstríð, þar sem andverðir pólar skiptast á einræðum, skoðanaskipti víkja fyrir viðhorfsyfirlýsingum, algóriþmískar netleiðir breyta þjóðfélagshópum í markhópa og markhópameðvitund stjórnmálamanna lamar umræðuna. Móralskt yfirlæti dyggðaskreyttra vinstrimanna er álíka algóryþmískt og sjálfsvorkunarrant hægrimanna um þöggunartilburði woke-sins. Báðar hliðar telja heimsmynd sinni ógnað af óæðri hugmyndafræði, báðar álíta sig kyndilbera hins siðmenntaða samfélags og rétthafar framtíðarinnar. Flokkun landsmanna í hægri og vinstri er auðvitað hluti vandans, slík tvíhyggja er í eðli sínu popúlísk því hún gefur sér að pólitík sér álíka einföld og íþróttakeppni, þar sem tvö lið berjast til sigurs þar til annað sigrar. En pólitík er ekki leikur, pólitík er vettvangur þar sem skipulagning samfélagsins á sér stað. Lýðræðislegt velferðarsamfélag grundvallast á hæfni okkar til að vega og meta ólíka hagsmuni ólíkra þjóðfélagshópa til að stuðla að einhverskonar jafnvægi - en hvað verður um þessa hæfni þegar lögmál athyglishagkerfisins gerir okkur þröngsýnni og afdráttarlausari? Kannski er þessi svartsýni enn ein aukaverkunin af algóriþmískum veruleika, en á meðan önnur vestræn lýðræðisríki þróast í átt að hernaðardrifnum alræðisríkjum er ekki nema von að maður spyrji hvort þetta sé hápunktur sundrungarinnar, eða hvort hún sé rétt að byrja. Höfundur er listmálari
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun