Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar 12. október 2025 16:30 Á síðustu mánuðum hafa ítrekað borist fréttir um þann mikla vanda sem ríkir í málefnum barna. Um nokkurn tíma hefur ríkt neyðarástand í barnaverndarmálum, barnaverndartilkynningum fjölgar, og líkt og komið hefur fram í fréttum undanfarið hafa foreldrar í einhverjum tilvikum farið með börn sín til útlanda til að nálgast sérhæfða meðferð. Bið fyrir þau börn sem þurfa sérhæfða þjónustu heldur áfram að lengjast, eins og kemur fram í síðustu samantekt embættisins, og dæmi eru um að heildarbiðtími barns eftir ADHD greiningu séu fjögur ár. Það hefur óumflýjanlega mikil áhrif á þroska barna ef þau þurfa að bíða stóran hluta af sinni grunnskólagöngu eftir greiningu eða heilbrigðisþjónustu. Þetta eru mikilvæg mótunarár þar sem félagsþroski, námsgeta og sjálfsmynd barnsins er að mótast. Ljóst er að staðan er grafalvarleg og mikilvægt að stjórnvöld setji þennan málflokk í algjöran forgang. Fjölgun barnaverndartilkynninga Nýverið birti Barna- og fjölskyldustofa nýjar tölur um fjölda barnaverndartilkynninga. Þar kemur fram að tilkynningum hefur fjölgað umtalsvert á síðustu misserum. Ekki fylgdi með hversu mörg börn eru að baki þessum fjölda tilkynninga, og þá ekki hvort fjölgun tilkynninga varði fámennan hóp barna og sé þar af leiðandi birtingarmynd af úrræðaleysi innan kerfisins, eða hvort börnum í vanda hafi fjölgað til muna. Til að fá betri mynd af stöðunni óskaði embætti umboðsmanns barna eftir upplýsingum frá Barna- og fjölskyldustofu um fjölda barnaverndarmála síðustu fimm ára, en skv. þeim svörum sem bárust liggja þær upplýsingar aðeins fyrir fram til ársins 2022. Ljóst er að skortur á tölfræðilegum upplýsingum gerir stjórnvöldum erfitt fyrir að leggja raunhæft mat á stöðuna og bregðast við með viðeigandi hætti. Neyðarástand vegna úrræðaleysis Á íslenska ríkinu hvílir sú skylda að veita börnum sérhæfða meðferð til að tryggja öryggi þeirra vegna meintra afbrota, alvarlegra hegðunarerfiðleika eða vímuefnaneyslu. Í nóvember 2024 sendi embætti umboðsmanns barna bréf til mennta- og barnamálaráðherra vegna þess neyðarástands sem hafði skapast í málaflokknum. Síðan þá hefur embættið ítrekað lýst yfir áhyggjum af stöðunni og þeim afleiðingum sem úrræðaleysið hefur óhjákvæmilega á þennan hóp barna og fjölskyldur þeirra. Þrátt fyrir það og ákall frá barnaverndarþjónustum og foreldrum hafa litlar sem engar umbætur átt sér stað. Ekkert langtíma meðferðarúrræði hefur verið í boði fyrir drengi í 18 mánuði, eða frá því meðferðarheimilinu Lækjarbakka var lokað í mars 2024. Vistunartími barna á Stuðlum hefur verið styttur úr 14 dögum í 7 vegna plássleysis og aukinnar aðsóknar. Þá berast ítrekað fréttir af stroki barna og viðvarandi fíkniefnaneyslu á Stuðlum og Blönduhlíð á Vogi. Vegna þessarar stöðu hafa foreldrar séð sig knúna til þess að leita út fyrir landsteinana til þess að koma börnum sínum í meðferð. Komið hefur fram í viðtölum við foreldra að þeir beri ekki lengur traust til kerfisins og þeirrar meðferðar sem hér er veitt. Þá hafa foreldrar stigið fram á síðustu vikum og lýst með átakanlegum hætti hvernig vandi barna þeirra, sem eru í lífshættulegum aðstæðum, hefur vaxið hratt og því miður í sumum tilvikum endað á versta veg. Afdrif barna Embætti umboðsmanns barna hefur sent forsætisráðherra erindi þess efnis að nauðsynlegt sé að rannsaka afdrif barna sem vistuð hafa verið í meðferðarúrræðum frá því að ríkið tók við rekstri þeirra samhliða því að Barnaverndarstofa var sett á fót árið 1996. Mikilvægt er að lagt verði sérstakt mat á það hvort meðferðarkerfið skili tilætluðum árangri og gagnist þeim börnum sem þurfa á slíkri þjónustu að halda. Í því samhengi er brýnt að meta hvernig þessum börnum reiðir af og vegnar á lífsleiðinni, en bent hefur verið á að óæskileg blöndun barna í meðferð hafi haft skaðlegar afleiðingar fyrir líf og heilsu þeirra. Einnig eru margvíslegar vísbendingar til staðar um að þessi hópur standi höllum fæti á ýmsum sviðum samfélagsins eftir 18 ára aldur. Að mati embættisins er rík ástæða til að rannsaka sérstaklega dánartíðni, atvinnuþátttöku, menntun, húsnæðisstöðu, örorku, afplánun dóma og geðheilbrigði. Barnvænt Ísland? Þrátt fyrir aukna áherslu stjórnvalda á málefni barna á umliðnum árum hefur staða barna versnað á mörgum sviðum, einkum vegna langvarandi biðar eftir þjónustu og úrræðaleysis. Stjórnvöldum ber að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til lífs og þroska í samræmi við 6. gr. Barnasáttmálans. Embættið telur ljóst að Ísland standi ekki að fullu við skuldbindingar sínar gagnvart þessum hópi barna eins og málum er háttað. Það er brýnt að stjórnvöld sem bera ábyrgð á málefnum barna horfist í augu við þá alvaralegu stöðu sem ríkir og grípi tafarlaust til aðgerða. Það ástand sem blasir við í málaflokknum vekur upp áleitnar spurningar um hvort við getum í raun og veru talið samfélagið okkar barnvænt þar sem réttindi barna og hagsmunir eru í forgangi. Börnin okkar verðskulda að við virðum réttindi þeirra, það er mikið í húfi fyrir líf þeirra og þroska, en ekki síður fyrir samfélag okkar til framtíðar. Höfundur er umboðsmaður barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salvör Nordal Börn og uppeldi Barnavernd Geðheilbrigði Fíkn Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu mánuðum hafa ítrekað borist fréttir um þann mikla vanda sem ríkir í málefnum barna. Um nokkurn tíma hefur ríkt neyðarástand í barnaverndarmálum, barnaverndartilkynningum fjölgar, og líkt og komið hefur fram í fréttum undanfarið hafa foreldrar í einhverjum tilvikum farið með börn sín til útlanda til að nálgast sérhæfða meðferð. Bið fyrir þau börn sem þurfa sérhæfða þjónustu heldur áfram að lengjast, eins og kemur fram í síðustu samantekt embættisins, og dæmi eru um að heildarbiðtími barns eftir ADHD greiningu séu fjögur ár. Það hefur óumflýjanlega mikil áhrif á þroska barna ef þau þurfa að bíða stóran hluta af sinni grunnskólagöngu eftir greiningu eða heilbrigðisþjónustu. Þetta eru mikilvæg mótunarár þar sem félagsþroski, námsgeta og sjálfsmynd barnsins er að mótast. Ljóst er að staðan er grafalvarleg og mikilvægt að stjórnvöld setji þennan málflokk í algjöran forgang. Fjölgun barnaverndartilkynninga Nýverið birti Barna- og fjölskyldustofa nýjar tölur um fjölda barnaverndartilkynninga. Þar kemur fram að tilkynningum hefur fjölgað umtalsvert á síðustu misserum. Ekki fylgdi með hversu mörg börn eru að baki þessum fjölda tilkynninga, og þá ekki hvort fjölgun tilkynninga varði fámennan hóp barna og sé þar af leiðandi birtingarmynd af úrræðaleysi innan kerfisins, eða hvort börnum í vanda hafi fjölgað til muna. Til að fá betri mynd af stöðunni óskaði embætti umboðsmanns barna eftir upplýsingum frá Barna- og fjölskyldustofu um fjölda barnaverndarmála síðustu fimm ára, en skv. þeim svörum sem bárust liggja þær upplýsingar aðeins fyrir fram til ársins 2022. Ljóst er að skortur á tölfræðilegum upplýsingum gerir stjórnvöldum erfitt fyrir að leggja raunhæft mat á stöðuna og bregðast við með viðeigandi hætti. Neyðarástand vegna úrræðaleysis Á íslenska ríkinu hvílir sú skylda að veita börnum sérhæfða meðferð til að tryggja öryggi þeirra vegna meintra afbrota, alvarlegra hegðunarerfiðleika eða vímuefnaneyslu. Í nóvember 2024 sendi embætti umboðsmanns barna bréf til mennta- og barnamálaráðherra vegna þess neyðarástands sem hafði skapast í málaflokknum. Síðan þá hefur embættið ítrekað lýst yfir áhyggjum af stöðunni og þeim afleiðingum sem úrræðaleysið hefur óhjákvæmilega á þennan hóp barna og fjölskyldur þeirra. Þrátt fyrir það og ákall frá barnaverndarþjónustum og foreldrum hafa litlar sem engar umbætur átt sér stað. Ekkert langtíma meðferðarúrræði hefur verið í boði fyrir drengi í 18 mánuði, eða frá því meðferðarheimilinu Lækjarbakka var lokað í mars 2024. Vistunartími barna á Stuðlum hefur verið styttur úr 14 dögum í 7 vegna plássleysis og aukinnar aðsóknar. Þá berast ítrekað fréttir af stroki barna og viðvarandi fíkniefnaneyslu á Stuðlum og Blönduhlíð á Vogi. Vegna þessarar stöðu hafa foreldrar séð sig knúna til þess að leita út fyrir landsteinana til þess að koma börnum sínum í meðferð. Komið hefur fram í viðtölum við foreldra að þeir beri ekki lengur traust til kerfisins og þeirrar meðferðar sem hér er veitt. Þá hafa foreldrar stigið fram á síðustu vikum og lýst með átakanlegum hætti hvernig vandi barna þeirra, sem eru í lífshættulegum aðstæðum, hefur vaxið hratt og því miður í sumum tilvikum endað á versta veg. Afdrif barna Embætti umboðsmanns barna hefur sent forsætisráðherra erindi þess efnis að nauðsynlegt sé að rannsaka afdrif barna sem vistuð hafa verið í meðferðarúrræðum frá því að ríkið tók við rekstri þeirra samhliða því að Barnaverndarstofa var sett á fót árið 1996. Mikilvægt er að lagt verði sérstakt mat á það hvort meðferðarkerfið skili tilætluðum árangri og gagnist þeim börnum sem þurfa á slíkri þjónustu að halda. Í því samhengi er brýnt að meta hvernig þessum börnum reiðir af og vegnar á lífsleiðinni, en bent hefur verið á að óæskileg blöndun barna í meðferð hafi haft skaðlegar afleiðingar fyrir líf og heilsu þeirra. Einnig eru margvíslegar vísbendingar til staðar um að þessi hópur standi höllum fæti á ýmsum sviðum samfélagsins eftir 18 ára aldur. Að mati embættisins er rík ástæða til að rannsaka sérstaklega dánartíðni, atvinnuþátttöku, menntun, húsnæðisstöðu, örorku, afplánun dóma og geðheilbrigði. Barnvænt Ísland? Þrátt fyrir aukna áherslu stjórnvalda á málefni barna á umliðnum árum hefur staða barna versnað á mörgum sviðum, einkum vegna langvarandi biðar eftir þjónustu og úrræðaleysis. Stjórnvöldum ber að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til lífs og þroska í samræmi við 6. gr. Barnasáttmálans. Embættið telur ljóst að Ísland standi ekki að fullu við skuldbindingar sínar gagnvart þessum hópi barna eins og málum er háttað. Það er brýnt að stjórnvöld sem bera ábyrgð á málefnum barna horfist í augu við þá alvaralegu stöðu sem ríkir og grípi tafarlaust til aðgerða. Það ástand sem blasir við í málaflokknum vekur upp áleitnar spurningar um hvort við getum í raun og veru talið samfélagið okkar barnvænt þar sem réttindi barna og hagsmunir eru í forgangi. Börnin okkar verðskulda að við virðum réttindi þeirra, það er mikið í húfi fyrir líf þeirra og þroska, en ekki síður fyrir samfélag okkar til framtíðar. Höfundur er umboðsmaður barna.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar