Sport

Tryggvi frákastahæstur í öruggum sigri

Árni Jóhannsson skrifar
Tryggvi treður.
Tryggvi treður. vísir / hulda margrét

Tryggvi Hlinason skilaði góðu framlagi í dag þegar lið hans Bilbao Basket lagði lið Jóns Axels Guðmundssonar 95-85 í ACB deildinni í  á Spáni. Sigurinn var öruggari en lokatölur gefa til en Bilbao leiddi með 15 stigum þegar um fjórar mínútur voru eftir af leiknum.

Tryggvi skoraði sex stig og tók átta fráköst á 19 mínútum og var frákastahæstur á vellinum. Jón Axel var ekki í hóp hjá San Pablo í dag en hann hafði skorað 13 stig í fyrsta leik liðsins í ACB deildinni spænsku í fyrsta leik.

Tryggvi er að byrja þetta tímabil með fínum hætti en hefur skilað átta stigum og 7,5 fráköstum í tveimur leikjum tímabilsins. Bilbao er búið að vinna einn leik og tapa einum eins og San Pablo Burgos og bæði lið eru um miðja deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×