Íslenskur Pútínismi Diana Burkot og Nadya Tolokonnikova skrifa 13. október 2025 20:00 Hér hefur verið framið ólýsanlegt hermdarverk, svo ómannúðlegt að það á sér enga málsvörn. Ekki einhvers staðar langt í burtu, ekki í Rússlandi, heldur hér á Íslandi. Vestrænir miðlar spyrja okkur gjarnan sömu spurningarinnar: „Af hverju tala svo fáir Rússar gegn Pútín?” Þetta er ástæðan — vegna þess að um leið og þeir gera það, eru þeir skildir eftir einir og yfirgefnir, sviptir allri von um að geta átt sér líf sem einkennist af öryggi og mannlegri reisn. Þeir lifa í stöðugum ótta við að vera sendir aftur heim — til að vera dæmdir fyrir landráð, til að vera fangelsaðir það sem eftir er ævinnar. Af þessu leiðir að svo margir kjósa frekar þögnina. Ekki vegna þess að þeir eru samþykkir, heldur vegna þess að þeir þekkja ógnarstjórnina af eigin raun.. Í heimi sem hefur verið tættur í sundur af hömlulausum einræðisherrum og ótta er samstaða síðasta vopnið sem er nógu öflugt til að stuðla að endurreisn hans. Gadzhi Gadzhiev og eiginkona hans Mariiam Taimova flúðu þá sömu ógnarstjórn og hér er lýst, ásamt syni sínum og leituðu skjóls hér á Íslandi. Eftir áhættumeðgöngu og alvarlega heilsufarskvilla eignaðist hún hér á landi tvíbura með erfiðum keisaraskurði. Aðeins tveimur vikum síðar voru þessir tvíburar og tveggja ára bróðir þeirra sendir til Króatíu ásamt foreldrum sínum. Nánasta fjölskylda Gadzhi – móðir, systir og bróðir – hefur fengið varanlegt dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli einmitt þeirra sömu pólitísku ofsókna og hann sætir sjálfur. Þrátt fyrir það ákváðu íslensk yfirvöld að vísa honum úr landi og skilja fjölskylduna og bakland þeirra að. Það eina sem þau þráðu var að sameinast fjölskyldu sinni og lifa við öryggi. Gadzhi fæddist inn í fjölskyldu sem þorði að segja sannleikann — móðir hans gagnrýndi opinberlega stjórn Pútíns, kallaði hana því sem hún er: hryðjuverkastjórn byggða á lygum og ótta.Vegna þessa urðu þau öll skotmörk. Þau flúðu til Íslands — með ekkert annað í farteskinu en vonina um öryggi. Í Rússlandi var Gadzhi rænt, pyntaður og dæmdur í fimm ára fangelsi. Eini „glæpurinn“ sem hann hafði framið var sá að vera sonur konu sem þorði að tala gegn einræði — og fyrir að hafa sjálfur þorað að gera hið sama. Það er erfitt fyrir okkur að ímynda sér hvað fjölskylda Gadzhi gekk í gegnum, þó við vitum vel hvað sé að gerast í Rússlandi. Við getum rétt ímyndað okkur það — því þrátt fyrir að aðeins önnur okkar hafi setið í rússnesku fangelsi þá höfum við báðar næga reynslu af lögreglustöðvum, yfirheyrslum og pólitískum ofsóknum. Við erum pólitískar flóttakonur og eigum yfir höfði okkar langan fangelsisdóm í Rússlandi, fyrir það eitt að yrkja lag. Og við getum ekki með neinu móti komið orðum að því hversu mikill ótti og örvænting fylgir því að vera eltur af ríki Pútíns. En gott og vel, við þekkjum öll martraðarkennda harðstjórn Pútíns. En hvað með Ísland? Lýðræðisríki sem segist standa vörð um frelsi fólks — kannski ekki alls fólks, heldur aðeins þess sem er hentugast að vernda? Það er með öllu óskiljanlegt að Útlendingastofnun skuli vísa úr landi fólki sem stendur frammi fyrir því einu að sæta pyntingum og fangelsun. Hvernig getur þetta gerst hér? Hvernig getur Ísland — land sem státar sig af verndun mannréttinda, samstöðu og samkennd — tekið þátt í þessari grimmd Pútíns? Þessari fjölskyldu verður að koma aftur heim til Íslands. Því þegar lýðræðisríki sendir fólk á flótta aftur í harðstjórnina, þá verður það sjálft hluti af þeirri harðstjórn. Hvenær ákváðum við að samkennd, að það eitt að vera manneskja, væri háð landamærum? Þegar ríkisvaldið snýr sér undan, þegar stofnanir meðhöndla pólitíska flóttamenn á þennan hátt, verður það hluti af þeirri ofbeldismaskínu sem fólkið er að flýja frá. Það auðveldasta er að loka augunum og ímynda sér að þetta sé ekki til — að lifa sínu eigin lífi, í sínum eigin heimi, og kjósa að hunsa óréttlætið sem kostar fólk lífið. Við krefjumst þess að íslensk stjórnvöld komi þessari fjölskyldu aftur hingað — og endurskoði stefnu sína gagnvart flóttafólki og pólitískum útlögum. Við biðlum til almennings að láta orðið berast og segja fjölskyldum ykkar, vinum, samstarfsfólki og öllum sem þið þekkið frá því siðrofi sem hefur átt sér stað í máli þessarar fjölskyldu. Notið raddir ykkar og með samtakamáttinn að leiðarljósi, þá komum við fjölskyldunni aftur til Íslands. Höfundar eru pólitískar flóttakonur frá Rússlandi og liðskonur Pussy Riot. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Rússland Vladimír Pútín Hælisleitendur Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Hér hefur verið framið ólýsanlegt hermdarverk, svo ómannúðlegt að það á sér enga málsvörn. Ekki einhvers staðar langt í burtu, ekki í Rússlandi, heldur hér á Íslandi. Vestrænir miðlar spyrja okkur gjarnan sömu spurningarinnar: „Af hverju tala svo fáir Rússar gegn Pútín?” Þetta er ástæðan — vegna þess að um leið og þeir gera það, eru þeir skildir eftir einir og yfirgefnir, sviptir allri von um að geta átt sér líf sem einkennist af öryggi og mannlegri reisn. Þeir lifa í stöðugum ótta við að vera sendir aftur heim — til að vera dæmdir fyrir landráð, til að vera fangelsaðir það sem eftir er ævinnar. Af þessu leiðir að svo margir kjósa frekar þögnina. Ekki vegna þess að þeir eru samþykkir, heldur vegna þess að þeir þekkja ógnarstjórnina af eigin raun.. Í heimi sem hefur verið tættur í sundur af hömlulausum einræðisherrum og ótta er samstaða síðasta vopnið sem er nógu öflugt til að stuðla að endurreisn hans. Gadzhi Gadzhiev og eiginkona hans Mariiam Taimova flúðu þá sömu ógnarstjórn og hér er lýst, ásamt syni sínum og leituðu skjóls hér á Íslandi. Eftir áhættumeðgöngu og alvarlega heilsufarskvilla eignaðist hún hér á landi tvíbura með erfiðum keisaraskurði. Aðeins tveimur vikum síðar voru þessir tvíburar og tveggja ára bróðir þeirra sendir til Króatíu ásamt foreldrum sínum. Nánasta fjölskylda Gadzhi – móðir, systir og bróðir – hefur fengið varanlegt dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli einmitt þeirra sömu pólitísku ofsókna og hann sætir sjálfur. Þrátt fyrir það ákváðu íslensk yfirvöld að vísa honum úr landi og skilja fjölskylduna og bakland þeirra að. Það eina sem þau þráðu var að sameinast fjölskyldu sinni og lifa við öryggi. Gadzhi fæddist inn í fjölskyldu sem þorði að segja sannleikann — móðir hans gagnrýndi opinberlega stjórn Pútíns, kallaði hana því sem hún er: hryðjuverkastjórn byggða á lygum og ótta.Vegna þessa urðu þau öll skotmörk. Þau flúðu til Íslands — með ekkert annað í farteskinu en vonina um öryggi. Í Rússlandi var Gadzhi rænt, pyntaður og dæmdur í fimm ára fangelsi. Eini „glæpurinn“ sem hann hafði framið var sá að vera sonur konu sem þorði að tala gegn einræði — og fyrir að hafa sjálfur þorað að gera hið sama. Það er erfitt fyrir okkur að ímynda sér hvað fjölskylda Gadzhi gekk í gegnum, þó við vitum vel hvað sé að gerast í Rússlandi. Við getum rétt ímyndað okkur það — því þrátt fyrir að aðeins önnur okkar hafi setið í rússnesku fangelsi þá höfum við báðar næga reynslu af lögreglustöðvum, yfirheyrslum og pólitískum ofsóknum. Við erum pólitískar flóttakonur og eigum yfir höfði okkar langan fangelsisdóm í Rússlandi, fyrir það eitt að yrkja lag. Og við getum ekki með neinu móti komið orðum að því hversu mikill ótti og örvænting fylgir því að vera eltur af ríki Pútíns. En gott og vel, við þekkjum öll martraðarkennda harðstjórn Pútíns. En hvað með Ísland? Lýðræðisríki sem segist standa vörð um frelsi fólks — kannski ekki alls fólks, heldur aðeins þess sem er hentugast að vernda? Það er með öllu óskiljanlegt að Útlendingastofnun skuli vísa úr landi fólki sem stendur frammi fyrir því einu að sæta pyntingum og fangelsun. Hvernig getur þetta gerst hér? Hvernig getur Ísland — land sem státar sig af verndun mannréttinda, samstöðu og samkennd — tekið þátt í þessari grimmd Pútíns? Þessari fjölskyldu verður að koma aftur heim til Íslands. Því þegar lýðræðisríki sendir fólk á flótta aftur í harðstjórnina, þá verður það sjálft hluti af þeirri harðstjórn. Hvenær ákváðum við að samkennd, að það eitt að vera manneskja, væri háð landamærum? Þegar ríkisvaldið snýr sér undan, þegar stofnanir meðhöndla pólitíska flóttamenn á þennan hátt, verður það hluti af þeirri ofbeldismaskínu sem fólkið er að flýja frá. Það auðveldasta er að loka augunum og ímynda sér að þetta sé ekki til — að lifa sínu eigin lífi, í sínum eigin heimi, og kjósa að hunsa óréttlætið sem kostar fólk lífið. Við krefjumst þess að íslensk stjórnvöld komi þessari fjölskyldu aftur hingað — og endurskoði stefnu sína gagnvart flóttafólki og pólitískum útlögum. Við biðlum til almennings að láta orðið berast og segja fjölskyldum ykkar, vinum, samstarfsfólki og öllum sem þið þekkið frá því siðrofi sem hefur átt sér stað í máli þessarar fjölskyldu. Notið raddir ykkar og með samtakamáttinn að leiðarljósi, þá komum við fjölskyldunni aftur til Íslands. Höfundar eru pólitískar flóttakonur frá Rússlandi og liðskonur Pussy Riot.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun