Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar 14. október 2025 11:00 Um árabil hefur Hafnarfjarðarbær rekið HHH - Hinsegin hitting í Hafnarfirði, fyrir ungmenni á mið- og unglingastigi grunnskóla. Um félagsmiðstöð er að ræða með opnunartíma eitt kvöld í viku og er hún sérstaklega sniðin að þörfum hinsegin ungmenna. Starf HHH hefst yfirleitt samhliða öðrum félagsmiðstöðvum í bænum, strax í kjölfar skólabyrjunar á haustin. Nú er hins vegar kominn 14. október og enn hefur ekkert spurst til hinsegin félagsmiðstöðvarinnar. Þessa dagana tekur Hafnarfjarðarbær þátt í viku félagsmiðstöðva og ungmennahúsa með opnum húsum og kynningu á dagskrá félagsmiðstöðva bæjarins. Því er við hæfi að nýta tækifærið til að spyrja hversu lengi í viðbót hinsegin ungmenni í Hafnarfirði þurfa að bíða eftir að félagsmiðstöðin þeirra opni. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi þess að bjóða hinsegin ungmennum upp á öruggt rými til að njóta tómstunda. Sjálfur hef ég starfað í HHH og séð hversu góð áhrif það hefur á hinsegin ungmenni að eiga samastað þar sem þau fá tækifæri til að rjúfa félagslega einangrun og kynnast jafningjum með svipaða lífsreynslu og þau sjálf. Í ljósi hatrammrar fjölmiðlaumræðu undanfarinna vikna um hinsegin fólk, sem hefur vafalaust haft áhrif á líðan hinsegin ungmenna í samfélaginu, er sérstaklega vont að ekki sé hægt að taka utan um þennan viðkvæma hóp. Vandræði á vandræði ofan HHH er ekki eina dæmið um vandræðagang Hafnarfjarðarbæjar í tengslum við tómstundir ungmenna. Frægt er þegar meirihluti bæjarstjórnar tók óvænta og illa undirbúna ákvörðun í maí í fyrra um að loka ungmennahúsinu Hamrinum. Þá átti eitthvað nýtt og betra að taka við strax um haustið, en það liðu heilir 15 mánuðir þar til nýtt ungmennahús opnaði dyr sínar í Nýsköpunarsetrinu nú í haust. Með lokun Hamarsins var ýmsum tækifærum fyrir hafnfirsk ungmenni fórnað, m.a. 14 milljóna króna styrk frá ríkinu til sértæks tómstundastarfs fyrir ungmenni af erlendum uppruna. Í Hamrinum var einnig starfrækt hópastarf fyrir hinsegin ungmenni á aldrinum 16 til 25 ára, en síðastliðina 15 mánuði hefur ekkert slíkt starf staðið þessum ungmennum til boða. Ákvörðun um lokun Hamarsins virðist hafa verið tekin með allt annað en velferð ungmenna í huga. Forgangsröðum í þágu ungmenna Nokrrir fyrrum starfsmenn HHH tóku sig til og sendu á dögunum bréf til bæjarstjóra, embættismanna og fulltrúa fræðsluráðs þar sem þeir lýstu yfir áhyggjum og óánægju með stöðu mála. „Við teljum það bæði óásættanlegt og óvirðingu við ungmennin og starfið sem hefur verið byggt upp í gegnum árin, að láta málið dragast áfram án sýnilegra aðgerða,“ segir í bréfinu. „HHH hefur verið mikilvægur vettvangur fyrir hinsegin ungmenni og fjölskyldur þeirra í Hafnarfirði og skiptir verulegu máli fyrir velferð þeirra og öryggi.“ Nauðsynlegt er að efla fjárfestingu í velferð ungmenna í Hafnarfirði og vanda betur til verka þegar kemur að tómstundastarfi í bænum. Illa rökstuddar ákvarðanir um lokanir tómstundaúrræða og vandræðagangur í rekstri annarra eru því miður til marks um metnaðar- og áhugaleysi meirihluta bæjarstjórnar á málaflokknum. Það er óásættanlegt að komið sé svona fram við einhvern viðkvæmasta hóp ungmenna í bæjarfélaginu. Í kosningunum næsta vor gefst okkur tækifæri til að skipta um kúrs og forgangsraða betur í þágu ungmennanna okkar. Höfundur er fyrrum starfsmaður HHH og varafulltrúi í fjölskylduráði Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Um árabil hefur Hafnarfjarðarbær rekið HHH - Hinsegin hitting í Hafnarfirði, fyrir ungmenni á mið- og unglingastigi grunnskóla. Um félagsmiðstöð er að ræða með opnunartíma eitt kvöld í viku og er hún sérstaklega sniðin að þörfum hinsegin ungmenna. Starf HHH hefst yfirleitt samhliða öðrum félagsmiðstöðvum í bænum, strax í kjölfar skólabyrjunar á haustin. Nú er hins vegar kominn 14. október og enn hefur ekkert spurst til hinsegin félagsmiðstöðvarinnar. Þessa dagana tekur Hafnarfjarðarbær þátt í viku félagsmiðstöðva og ungmennahúsa með opnum húsum og kynningu á dagskrá félagsmiðstöðva bæjarins. Því er við hæfi að nýta tækifærið til að spyrja hversu lengi í viðbót hinsegin ungmenni í Hafnarfirði þurfa að bíða eftir að félagsmiðstöðin þeirra opni. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi þess að bjóða hinsegin ungmennum upp á öruggt rými til að njóta tómstunda. Sjálfur hef ég starfað í HHH og séð hversu góð áhrif það hefur á hinsegin ungmenni að eiga samastað þar sem þau fá tækifæri til að rjúfa félagslega einangrun og kynnast jafningjum með svipaða lífsreynslu og þau sjálf. Í ljósi hatrammrar fjölmiðlaumræðu undanfarinna vikna um hinsegin fólk, sem hefur vafalaust haft áhrif á líðan hinsegin ungmenna í samfélaginu, er sérstaklega vont að ekki sé hægt að taka utan um þennan viðkvæma hóp. Vandræði á vandræði ofan HHH er ekki eina dæmið um vandræðagang Hafnarfjarðarbæjar í tengslum við tómstundir ungmenna. Frægt er þegar meirihluti bæjarstjórnar tók óvænta og illa undirbúna ákvörðun í maí í fyrra um að loka ungmennahúsinu Hamrinum. Þá átti eitthvað nýtt og betra að taka við strax um haustið, en það liðu heilir 15 mánuðir þar til nýtt ungmennahús opnaði dyr sínar í Nýsköpunarsetrinu nú í haust. Með lokun Hamarsins var ýmsum tækifærum fyrir hafnfirsk ungmenni fórnað, m.a. 14 milljóna króna styrk frá ríkinu til sértæks tómstundastarfs fyrir ungmenni af erlendum uppruna. Í Hamrinum var einnig starfrækt hópastarf fyrir hinsegin ungmenni á aldrinum 16 til 25 ára, en síðastliðina 15 mánuði hefur ekkert slíkt starf staðið þessum ungmennum til boða. Ákvörðun um lokun Hamarsins virðist hafa verið tekin með allt annað en velferð ungmenna í huga. Forgangsröðum í þágu ungmenna Nokrrir fyrrum starfsmenn HHH tóku sig til og sendu á dögunum bréf til bæjarstjóra, embættismanna og fulltrúa fræðsluráðs þar sem þeir lýstu yfir áhyggjum og óánægju með stöðu mála. „Við teljum það bæði óásættanlegt og óvirðingu við ungmennin og starfið sem hefur verið byggt upp í gegnum árin, að láta málið dragast áfram án sýnilegra aðgerða,“ segir í bréfinu. „HHH hefur verið mikilvægur vettvangur fyrir hinsegin ungmenni og fjölskyldur þeirra í Hafnarfirði og skiptir verulegu máli fyrir velferð þeirra og öryggi.“ Nauðsynlegt er að efla fjárfestingu í velferð ungmenna í Hafnarfirði og vanda betur til verka þegar kemur að tómstundastarfi í bænum. Illa rökstuddar ákvarðanir um lokanir tómstundaúrræða og vandræðagangur í rekstri annarra eru því miður til marks um metnaðar- og áhugaleysi meirihluta bæjarstjórnar á málaflokknum. Það er óásættanlegt að komið sé svona fram við einhvern viðkvæmasta hóp ungmenna í bæjarfélaginu. Í kosningunum næsta vor gefst okkur tækifæri til að skipta um kúrs og forgangsraða betur í þágu ungmennanna okkar. Höfundur er fyrrum starfsmaður HHH og varafulltrúi í fjölskylduráði Hafnarfjarðar.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun