Fótbolti

Svona var blaða­manna­fundur Þor­steins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þorsteinn Halldórsson svarar spurningum um nýjasta landsliðshóp sinn.
Þorsteinn Halldórsson svarar spurningum um nýjasta landsliðshóp sinn. vísir/vilhelm

Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem hópur kvennalandsliðsins í fótbolta fyrir næstu leiki þess var tilkynntur.

Fundurinn hófst klukkan 13:15 og var sýndur beint á Vísi. Upptaka af fundinum er hér að neðan.

Klippa: Blaðamannafundur Þorsteins Halldórssonar

Ísland mætir Norður-Írlandi í tveimur leikjum, 24. og 28. október, en þeir skera úr um það hvort íslenska liðið haldi sér í A-deild Þjóðadeildarinnar.

Þetta eru jafnframt fyrstu leikir íslenska liðsins síðan á EM í Sviss í sumar. Þar tapaði Ísland öllum þremur leikjum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×