Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Stefán Árni Pálsson skrifar 15. október 2025 08:02 Sylvía Rún er mætt aftur í boltann og nýtur sín i botn Vísir/einar Sylvía Rún Hálfdánardóttir varð að hætta í körfubolta í fimm ár eftir langvarandi andleg veikindi. Hún glímir við þrjáhyggjuröskun en er nú mætt aftur í boltann og spilar með Ármanni í efstu deild. Sylvía var einn allra efnilegasti leikmaður landsins en árið 2020 hætti hún í íþróttinni sem hún elskar vegna veikinda. Í kjölfarið glímdi hún við töluvert þunglyndi og reyndist sjálfsvinnan bæði erfið og nauðsynleg. Sylvía hefur opnað sig um veikindi sín á samfélagsmiðlinum TikTok og vakið þar mikla athygli. @silly_ocd Andleg barátta vs Körfubolti🏀🫠 #ocd #andlegheilsa #ocdísland #íslenskt ♬ Stories 2 - Danilo Stankovic „Eitthvað kom yfir mig og mig langaði að deila,“ segir Sylvía sem trúir í raun ekki viðbrögðunum. „Ég hef fengið jákvæð viðbrögð. Fólk að koma og tala um þetta og svoleiðis. Þetta er bara magnað,“ segir Sylvía en veikindin hennar höfðu mikil áhrif á hana í körfuboltanum. „Ég fæ greiningu þegar ég er sautján ára og ég náði að pína mig áfram í tvö ár. Svo varð ég bara að hætta og snerti ekki körfubolta alveg í fimm ár. Þetta er bara svona stanslaus barátta við sjálfan sig. Eins og ég sem er greind með OCD. Og á þessum tíma fékk ég líka greiningu á að vera með þunglyndi, sem tengist. Ef ég gerði mistök þá náði ég ekkert að tala mig til um það og gat aldrei sagt hluti eins og, þetta kemur bara næst, heldur fór þetta bara yfir í það að ég væri ömurleg og ætti að hætta.“ Gott að geta talað um hlutina En er ekki góð tilfinning að snúa aftur til baka á völlinn? „Jú, það er alveg skemmtilegt að geta það. Og gaman að geta líka komið inn í lið þar sem þetta er allt bara mjög opið. Þau vita öll að ég sé að glíma við andleg veikindi. Eins og ég segi, þessi greining, þetta er röskun sem ég er alltaf með. Og svo ótrúlega skemmtilegt að geta komið í lið þar sem talað er um hlutina.“ Bónus-deild kvenna Ármann Geðheilbrigði Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Sylvía var einn allra efnilegasti leikmaður landsins en árið 2020 hætti hún í íþróttinni sem hún elskar vegna veikinda. Í kjölfarið glímdi hún við töluvert þunglyndi og reyndist sjálfsvinnan bæði erfið og nauðsynleg. Sylvía hefur opnað sig um veikindi sín á samfélagsmiðlinum TikTok og vakið þar mikla athygli. @silly_ocd Andleg barátta vs Körfubolti🏀🫠 #ocd #andlegheilsa #ocdísland #íslenskt ♬ Stories 2 - Danilo Stankovic „Eitthvað kom yfir mig og mig langaði að deila,“ segir Sylvía sem trúir í raun ekki viðbrögðunum. „Ég hef fengið jákvæð viðbrögð. Fólk að koma og tala um þetta og svoleiðis. Þetta er bara magnað,“ segir Sylvía en veikindin hennar höfðu mikil áhrif á hana í körfuboltanum. „Ég fæ greiningu þegar ég er sautján ára og ég náði að pína mig áfram í tvö ár. Svo varð ég bara að hætta og snerti ekki körfubolta alveg í fimm ár. Þetta er bara svona stanslaus barátta við sjálfan sig. Eins og ég sem er greind með OCD. Og á þessum tíma fékk ég líka greiningu á að vera með þunglyndi, sem tengist. Ef ég gerði mistök þá náði ég ekkert að tala mig til um það og gat aldrei sagt hluti eins og, þetta kemur bara næst, heldur fór þetta bara yfir í það að ég væri ömurleg og ætti að hætta.“ Gott að geta talað um hlutina En er ekki góð tilfinning að snúa aftur til baka á völlinn? „Jú, það er alveg skemmtilegt að geta það. Og gaman að geta líka komið inn í lið þar sem þetta er allt bara mjög opið. Þau vita öll að ég sé að glíma við andleg veikindi. Eins og ég segi, þessi greining, þetta er röskun sem ég er alltaf með. Og svo ótrúlega skemmtilegt að geta komið í lið þar sem talað er um hlutina.“
Bónus-deild kvenna Ármann Geðheilbrigði Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira