Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar 16. október 2025 06:03 Samfélagið tapar meira á því að leyfa fátækt að viðgangast en að uppræta hana. Alþjóðlegur dagur fátæktar er föstudaginn 17. október. Í áratugi hefur verið vitað hverjir eru líklegastir til að lenda í fátækt á Íslandi: einhleypir foreldrar, í flestum tilfellum mæður, innflytjendur og öryrkjar. Nýlegar rannsóknir Vörðu sýna að fjárhagsstaða einhleypra foreldra sem lifa á örorkulífeyri, endurhæfingarlífeyri eða örorkustyrk er verst á öllum mælikvörðum. Framfærsla öryrkja er undir lægstu launum sem gerir einhleypum foreldrum illmögulegt að sjá sér og börnum sínum farborða. Níu af hverjum tíu geta ekki mætt 80.000 króna óvæntum útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Rúmlega helmingur býr við efnislegan skort og sex af hverjum tíu einhleypum mæðrum búa við fátækt. Fjórðungur þeirra hefur þurft að leita sér mataraðstoðar. Afleiðingarnar eru víðtækar. Andleg heilsa einhleypra mæðra mælist verri en hjá öðrum hópum og börnin þeirra búa við útilokun frá félagslífi og tómstundum. Þegar fjárhagsstaða heimilis gerir ekki ráð fyrir nauðsynlegum útgjöldum til næringarríks matar, nauðsynlegs klæðnaðar eða þátttöku í menningu og samfélagi, er fólk í reynd útilokað frá jafningjum sínum. Stuðningur stjórnvalda er ekki nægur. Einhleypir foreldrar fá sömu frístundastyrki og heimili þar sem tvær framfærslur koma inn á heimilið, en þurfa að standa undir sama kostnaði fyrir skólagöngu og tómstundir barna sinna á einni framfærslu. Í skýrslu Vörðu kemur fram að stór hluti þeirra geti ekki staðið straum af útgjöldum vegna tómstunda og viðburða sem jafningjar barna þeirra njóta að jafnaði, svo sem íþróttum, tónlistarnámi eða jafnvel afmælis- og fermingarveislum. Sérstaklega er alvarlegt að þegar börnin verða 18 ára lækkar framfærsla foreldrisins verulega, þrátt fyrir að ungmennin búi enn heima og eigi jafnvel eitt til tvö ár eftir í framhaldsskóla. Þetta fjárhagslega bil endurspeglar gamaldags hugmyndir um að börn flytji að heiman um leið og þau verða fullorðin. Fæstir telja börn sín tilbúin til að flytja að heiman 18 ára í dag. Nú á tímum búa flest ungmenni hjá foreldrum fram yfir tvítugt og mörg fram til 25 ára aldurs enda húsnæðismarkaðurinn þeim illfær. Kostnaður við framfærslu þeirra er áfram mikill en stuðningurinn hverfur. Þessi tímamót skipta sköpum því um 18 ára aldur taka ungmenni ákvarðanir sem móta framtíðina: hvort þau mennti sig áfram eða fari á vinnumarkaðinn. Ef fjárhagur heimilisins er þannig að það virðist óframkvæmanlegt að fara menntaveginn, neyðast þau til að fara að vinna. Þá minnka líkur á að þau fái að nýta hæfileika sína til fulls; hvort sem það er á sviði vísinda, lista, iðngreina eða nýsköpunar. Fyrir samfélagið er það mikið tjón. Þeir sem neyðast til að fara snemma út á vinnumarkað í láglaunastörf eiga á hættu að brenna út, missa heilsuna og enda á örorku. Þetta er vítahringur sem við getum rofið. Það felast því frábær tækifæri og fjárfesting í því að styðja einhleypa foreldra og tryggja börnum þeirra jöfn tækifæri. Það felur í sér fjárhagslegar ívilnanir við foreldrið sjálft, að brúa bilið sem myndast þegar börn verða 18 ára, ryðja úr vegi aðgangshindrunum að menntun og tryggja að öll börn geti tekið þátt í tómstundum. Að hækka skráningargjöld í Háskóla Íslands vinnur gegn þessum markmiðum. Í mörg ár hefur verið kallað eftir úrbótum. Það er ekki aðeins réttlætismál að tryggja einhleypum foreldrum mannsæmandi lífskjör, það er líka þjóðhagslega hagkvæmt. Rannsóknir sýna að samfélagslegur kostnaður við að leyfa fátækt að viðgangast er meiri en kostnaðurinn við að uppræta hana. Við vitum að þegar börn alast upp við skort, hefur það varanleg áhrif á menntun, heilsu og framtíðarhorfur þeirra. Snjóboltaáhrifin eru gífurleg: fátækt í æsku leiðir til minni tekna og meiri útgjalda samfélagsins til heilbrigðis, félagsmála og jafnvel dómskerfisins. Það er því pólitískt val hvort við sættum okkur við að tugir þúsunda Íslendinga búi við skort eða hvort við fjárfestum í því að uppræta fátækt. Ef stjórnvöld setja málið í forgang er ljóst að samfélagið allt græðir, ekki bara þau sem búa við skort í dag, heldur næstu kynslóðir.Það er bæði siðferðilega rétt og þjóðhagslega hagkvæmt að uppræta fátækt. Nú er kominn tími til að stjórnvöld velji þann kost; fyrir börnin, foreldrana og framtíð samfélagsins. Höfundur er meistaranemi í fötlunarfræði við HÍ og varaformaður kjarahóps ÖBÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Samfélagið tapar meira á því að leyfa fátækt að viðgangast en að uppræta hana. Alþjóðlegur dagur fátæktar er föstudaginn 17. október. Í áratugi hefur verið vitað hverjir eru líklegastir til að lenda í fátækt á Íslandi: einhleypir foreldrar, í flestum tilfellum mæður, innflytjendur og öryrkjar. Nýlegar rannsóknir Vörðu sýna að fjárhagsstaða einhleypra foreldra sem lifa á örorkulífeyri, endurhæfingarlífeyri eða örorkustyrk er verst á öllum mælikvörðum. Framfærsla öryrkja er undir lægstu launum sem gerir einhleypum foreldrum illmögulegt að sjá sér og börnum sínum farborða. Níu af hverjum tíu geta ekki mætt 80.000 króna óvæntum útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Rúmlega helmingur býr við efnislegan skort og sex af hverjum tíu einhleypum mæðrum búa við fátækt. Fjórðungur þeirra hefur þurft að leita sér mataraðstoðar. Afleiðingarnar eru víðtækar. Andleg heilsa einhleypra mæðra mælist verri en hjá öðrum hópum og börnin þeirra búa við útilokun frá félagslífi og tómstundum. Þegar fjárhagsstaða heimilis gerir ekki ráð fyrir nauðsynlegum útgjöldum til næringarríks matar, nauðsynlegs klæðnaðar eða þátttöku í menningu og samfélagi, er fólk í reynd útilokað frá jafningjum sínum. Stuðningur stjórnvalda er ekki nægur. Einhleypir foreldrar fá sömu frístundastyrki og heimili þar sem tvær framfærslur koma inn á heimilið, en þurfa að standa undir sama kostnaði fyrir skólagöngu og tómstundir barna sinna á einni framfærslu. Í skýrslu Vörðu kemur fram að stór hluti þeirra geti ekki staðið straum af útgjöldum vegna tómstunda og viðburða sem jafningjar barna þeirra njóta að jafnaði, svo sem íþróttum, tónlistarnámi eða jafnvel afmælis- og fermingarveislum. Sérstaklega er alvarlegt að þegar börnin verða 18 ára lækkar framfærsla foreldrisins verulega, þrátt fyrir að ungmennin búi enn heima og eigi jafnvel eitt til tvö ár eftir í framhaldsskóla. Þetta fjárhagslega bil endurspeglar gamaldags hugmyndir um að börn flytji að heiman um leið og þau verða fullorðin. Fæstir telja börn sín tilbúin til að flytja að heiman 18 ára í dag. Nú á tímum búa flest ungmenni hjá foreldrum fram yfir tvítugt og mörg fram til 25 ára aldurs enda húsnæðismarkaðurinn þeim illfær. Kostnaður við framfærslu þeirra er áfram mikill en stuðningurinn hverfur. Þessi tímamót skipta sköpum því um 18 ára aldur taka ungmenni ákvarðanir sem móta framtíðina: hvort þau mennti sig áfram eða fari á vinnumarkaðinn. Ef fjárhagur heimilisins er þannig að það virðist óframkvæmanlegt að fara menntaveginn, neyðast þau til að fara að vinna. Þá minnka líkur á að þau fái að nýta hæfileika sína til fulls; hvort sem það er á sviði vísinda, lista, iðngreina eða nýsköpunar. Fyrir samfélagið er það mikið tjón. Þeir sem neyðast til að fara snemma út á vinnumarkað í láglaunastörf eiga á hættu að brenna út, missa heilsuna og enda á örorku. Þetta er vítahringur sem við getum rofið. Það felast því frábær tækifæri og fjárfesting í því að styðja einhleypa foreldra og tryggja börnum þeirra jöfn tækifæri. Það felur í sér fjárhagslegar ívilnanir við foreldrið sjálft, að brúa bilið sem myndast þegar börn verða 18 ára, ryðja úr vegi aðgangshindrunum að menntun og tryggja að öll börn geti tekið þátt í tómstundum. Að hækka skráningargjöld í Háskóla Íslands vinnur gegn þessum markmiðum. Í mörg ár hefur verið kallað eftir úrbótum. Það er ekki aðeins réttlætismál að tryggja einhleypum foreldrum mannsæmandi lífskjör, það er líka þjóðhagslega hagkvæmt. Rannsóknir sýna að samfélagslegur kostnaður við að leyfa fátækt að viðgangast er meiri en kostnaðurinn við að uppræta hana. Við vitum að þegar börn alast upp við skort, hefur það varanleg áhrif á menntun, heilsu og framtíðarhorfur þeirra. Snjóboltaáhrifin eru gífurleg: fátækt í æsku leiðir til minni tekna og meiri útgjalda samfélagsins til heilbrigðis, félagsmála og jafnvel dómskerfisins. Það er því pólitískt val hvort við sættum okkur við að tugir þúsunda Íslendinga búi við skort eða hvort við fjárfestum í því að uppræta fátækt. Ef stjórnvöld setja málið í forgang er ljóst að samfélagið allt græðir, ekki bara þau sem búa við skort í dag, heldur næstu kynslóðir.Það er bæði siðferðilega rétt og þjóðhagslega hagkvæmt að uppræta fátækt. Nú er kominn tími til að stjórnvöld velji þann kost; fyrir börnin, foreldrana og framtíð samfélagsins. Höfundur er meistaranemi í fötlunarfræði við HÍ og varaformaður kjarahóps ÖBÍ.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun