Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar 15. október 2025 11:00 Eins og þjóð veit eru svo gott sem engar samræmdar árangursmælingar í íslenskum grunnskólum. Á þriggja ára fresti berast þó PISA niðurstöðurnar og yfirvöldum kemur alltaf á óvart að þær versni. Ekki dettur þeim í hug að fara upp úr hjólfarinu. Í staðinn er sömu stefnu og sömu sýn haldið og vonast eftir betri útkomu næst, á kostnað barnanna okkar. Árin 2012 og 2015 fengu skólar ,,sínar“ PISA niðurstöður frá Menntamálastofnun (núverandi MMS). Niðurstöður skóla þar sem yfir 70% þátttaka er og yfir 40 nemendur í árgangi gefa ágætis vísbendingar um stöðu skólans í PISA enda notast Ísland ekki við úrtak heldur er allt þýðið undir, allir 15 ára nemendur taka prófið vegna fámennis. Því meiri þátttaka og því fleiri nemendur því sterkari vísbendingar um stöðu skólanna. Þess má geta að bæði Finnar og Eistar afhenta hverjum skóla niðurstöður sínar enda metnaður hjá menntayfirvöldum þar að nýta þær til þess að taka rétt og markviss skref áfram í þágu nemenda. Samtöl undirritaðs við Francesco Avvisati yfirmann PISA hjá OECD og Sheilu Krawchuk og Keith Rust hjá Westat sem halda utan um töl- og aðferðafræði PISA fyrir OECD staðfesta það að lítil lönd eins og Ísland séu í kjörstöðu að nýta niðurstöður PISA fyrir skólana sína. Enda fékk OECD hugmyndina að ,,PISA for schools“ þannig að stærri ríki gætu gert það sama og við Íslendingar fengum ,,frítt“ upp í hendurnar með hefðbundna PISA prófinu, það er stundum gott að vera fámenn. Margir skólar nýttu sér niðurstöðurnar 2012 og 2015 nemendum til hagsbóta en PISA prófið er vandað og áreiðanlegt og í raun ómetanleg viðbót inn í skólastarfið þannig að hægt sé að taka markviss skref áfram og bæta árangur nemenda. Frá árinu 2018 hefur verið sett í lás og engir skólar fá ,,sínar“ niðurstöðu og liggja niðurstöður skóla og sveitarfélaga og rykfalla engum til gagns, niðurstöður sem stærri ríki borga hundruðir milljóna til að fá. Hvers vegna fengu skólar niðurstöður sínar 2012 og 2015? Hvað hefur breyst síðan? Skortur á áreiðanlegum og réttmætum mælingu er mikill og leyndarhyggjan óþolandi fyrir skólamenn sem vilja bæta námsárangur nemenda sinna með því að nýta allar þær upplýsingar sem við eigum um skólana okkar. Munum það að það er val þeirra sem stjórna að staðan er eins og hún er í menntakerfinu. Það er ekki óviðráðanlegt verkefni að snúa vörn í sigur, dæmin sanna það. Á meðan nemendum, foreldrum og skólum er haldið í myrkrinu geta valdhafar hjakkað í sama farinu enda vandanum haldið leyndum, fólk veit ekki hvar mesta blæðingin er. Ekrt að sjá allt í góðu hér, hér er mantran. Ef við vissum hvar skórinn kreppir mest þyrftu stjórnvöld að grípa í taumana en það er einmitt það sem þau hræðast því þau hvorki geta né kunna það. Munum að Ísland ,,tapaði“ 2 heilum skólaárum skv. PISA á milli 2018 og 2022 þrátt fyrir að Íslenskir skólar væru mest opnir allra skóla í Covid 19 faraldrinum. Fáviska er sæla. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál PISA-könnun Sjálfstæðisflokkurinn Jón Pétur Zimsen Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og þjóð veit eru svo gott sem engar samræmdar árangursmælingar í íslenskum grunnskólum. Á þriggja ára fresti berast þó PISA niðurstöðurnar og yfirvöldum kemur alltaf á óvart að þær versni. Ekki dettur þeim í hug að fara upp úr hjólfarinu. Í staðinn er sömu stefnu og sömu sýn haldið og vonast eftir betri útkomu næst, á kostnað barnanna okkar. Árin 2012 og 2015 fengu skólar ,,sínar“ PISA niðurstöður frá Menntamálastofnun (núverandi MMS). Niðurstöður skóla þar sem yfir 70% þátttaka er og yfir 40 nemendur í árgangi gefa ágætis vísbendingar um stöðu skólans í PISA enda notast Ísland ekki við úrtak heldur er allt þýðið undir, allir 15 ára nemendur taka prófið vegna fámennis. Því meiri þátttaka og því fleiri nemendur því sterkari vísbendingar um stöðu skólanna. Þess má geta að bæði Finnar og Eistar afhenta hverjum skóla niðurstöður sínar enda metnaður hjá menntayfirvöldum þar að nýta þær til þess að taka rétt og markviss skref áfram í þágu nemenda. Samtöl undirritaðs við Francesco Avvisati yfirmann PISA hjá OECD og Sheilu Krawchuk og Keith Rust hjá Westat sem halda utan um töl- og aðferðafræði PISA fyrir OECD staðfesta það að lítil lönd eins og Ísland séu í kjörstöðu að nýta niðurstöður PISA fyrir skólana sína. Enda fékk OECD hugmyndina að ,,PISA for schools“ þannig að stærri ríki gætu gert það sama og við Íslendingar fengum ,,frítt“ upp í hendurnar með hefðbundna PISA prófinu, það er stundum gott að vera fámenn. Margir skólar nýttu sér niðurstöðurnar 2012 og 2015 nemendum til hagsbóta en PISA prófið er vandað og áreiðanlegt og í raun ómetanleg viðbót inn í skólastarfið þannig að hægt sé að taka markviss skref áfram og bæta árangur nemenda. Frá árinu 2018 hefur verið sett í lás og engir skólar fá ,,sínar“ niðurstöðu og liggja niðurstöður skóla og sveitarfélaga og rykfalla engum til gagns, niðurstöður sem stærri ríki borga hundruðir milljóna til að fá. Hvers vegna fengu skólar niðurstöður sínar 2012 og 2015? Hvað hefur breyst síðan? Skortur á áreiðanlegum og réttmætum mælingu er mikill og leyndarhyggjan óþolandi fyrir skólamenn sem vilja bæta námsárangur nemenda sinna með því að nýta allar þær upplýsingar sem við eigum um skólana okkar. Munum það að það er val þeirra sem stjórna að staðan er eins og hún er í menntakerfinu. Það er ekki óviðráðanlegt verkefni að snúa vörn í sigur, dæmin sanna það. Á meðan nemendum, foreldrum og skólum er haldið í myrkrinu geta valdhafar hjakkað í sama farinu enda vandanum haldið leyndum, fólk veit ekki hvar mesta blæðingin er. Ekrt að sjá allt í góðu hér, hér er mantran. Ef við vissum hvar skórinn kreppir mest þyrftu stjórnvöld að grípa í taumana en það er einmitt það sem þau hræðast því þau hvorki geta né kunna það. Munum að Ísland ,,tapaði“ 2 heilum skólaárum skv. PISA á milli 2018 og 2022 þrátt fyrir að Íslenskir skólar væru mest opnir allra skóla í Covid 19 faraldrinum. Fáviska er sæla. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar