VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar 15. október 2025 11:32 Fyrir tæpum tuttugu árum ákvað VR að leggja af sértæka styrki til félagsfólks og setja heldur á laggirnar réttindasjóð sem hlaut nafnið VR varasjóður. Sjóðurinn er fjármagnaður úr orlofssjóði, félagssjóði og sjúkrasjóði félagsins og hugmyndin var að þar gæti fólk átt sjóð til að mæta óvæntum áföllum, eða til að nýta sér aðra orlofskosti en orlofshús félagsins. Upphæðin safnast upp milli ára og ber vexti og innborgun í hann er tekjutengd. Kostir og gallar ólíkra kerfa Varasjóðurinn hefur oft sætt gagnrýni, annars vegar vegna tekjutengingarinnar og hins vegar þar sem önnur stéttarfélög bjóða annars konar styrki sem geta samanlagt reynst hærri en fólk fær úr sínum varasjóði hjá VR. Í slíkum samanburði þarf þó að taka mið af góðum réttindum VR-félaga í sjúkrasjóði, félagsgjaldi í VR sem er lægra en í mörgum öðrum stéttarfélögum og þeirri staðreynd að varasjóðurinn safnast upp á milli ára. Almennt hefur verið nokkuð víðtæk ánægja með varasjóðinn innan VR, en gagnrýniraddirnar hafa líka verið háværar og hafa ýmislegt til síns máls. Þegar ég tók við formennsku í VR í lok síðasta árs einsetti ég mér að fleyta þessari umræðu áfram og stóð fyrir ítarlegri umræðu bæði innan stjórnar og trúnaðarráðs félagsins. Við ræddum ólíkar hugmyndir, til dæmis um að draga úr vægi tekjutengingarinnar eða að taka upp styrkjakerfi sambærilegt öðrum félögum. Á þessum fundum komu fram afar ólík sjónarmið og það var ekki nein ein útfærsla sem öllum þótti ásættanleg. Við slíkar aðstæður er hægt að velja að aðhafast ekkert, eða gera hitt sem kann að vera lýðræðislegra, og það er að bjóða félagsfólki að eiga síðasta orðið. Þau sem kjósa ráða! Að undirlagi stjórnar VR stendur nú yfir atkvæðagreiðsla í félaginu milli núgildandi varasjóðskerfis og styrkjakerfis sem er líkara kerfum annarra stéttarfélaga. Kerfin eru svipuð að fjárhagslegu umfangi fyrir félagið en eru ólík gagnvart félagsfólki. VR hefur tekið saman ítarlegt upplýsingaefni sem má nálgast inni á vefsvæði kosningarinnar. Félagsfólk getur því farið yfir kosti og galla beggja kerfa og myndað sér skoðun. Ég hvet allt félagsfólk til að nýta atkvæðisrétt sinn, enda er það svo að þau sem kjósa ráða niðurstöðunni! Atkvæðagreiðslan er rafræn og því tekur aðeins örstutta stund að greiða atkvæði, það er að segja fyrir þau sem hafa g ert upp hug sinn. Kynntu þér málið á www.vr.is! Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Stéttarfélög Mest lesið Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Fyrir tæpum tuttugu árum ákvað VR að leggja af sértæka styrki til félagsfólks og setja heldur á laggirnar réttindasjóð sem hlaut nafnið VR varasjóður. Sjóðurinn er fjármagnaður úr orlofssjóði, félagssjóði og sjúkrasjóði félagsins og hugmyndin var að þar gæti fólk átt sjóð til að mæta óvæntum áföllum, eða til að nýta sér aðra orlofskosti en orlofshús félagsins. Upphæðin safnast upp milli ára og ber vexti og innborgun í hann er tekjutengd. Kostir og gallar ólíkra kerfa Varasjóðurinn hefur oft sætt gagnrýni, annars vegar vegna tekjutengingarinnar og hins vegar þar sem önnur stéttarfélög bjóða annars konar styrki sem geta samanlagt reynst hærri en fólk fær úr sínum varasjóði hjá VR. Í slíkum samanburði þarf þó að taka mið af góðum réttindum VR-félaga í sjúkrasjóði, félagsgjaldi í VR sem er lægra en í mörgum öðrum stéttarfélögum og þeirri staðreynd að varasjóðurinn safnast upp á milli ára. Almennt hefur verið nokkuð víðtæk ánægja með varasjóðinn innan VR, en gagnrýniraddirnar hafa líka verið háværar og hafa ýmislegt til síns máls. Þegar ég tók við formennsku í VR í lok síðasta árs einsetti ég mér að fleyta þessari umræðu áfram og stóð fyrir ítarlegri umræðu bæði innan stjórnar og trúnaðarráðs félagsins. Við ræddum ólíkar hugmyndir, til dæmis um að draga úr vægi tekjutengingarinnar eða að taka upp styrkjakerfi sambærilegt öðrum félögum. Á þessum fundum komu fram afar ólík sjónarmið og það var ekki nein ein útfærsla sem öllum þótti ásættanleg. Við slíkar aðstæður er hægt að velja að aðhafast ekkert, eða gera hitt sem kann að vera lýðræðislegra, og það er að bjóða félagsfólki að eiga síðasta orðið. Þau sem kjósa ráða! Að undirlagi stjórnar VR stendur nú yfir atkvæðagreiðsla í félaginu milli núgildandi varasjóðskerfis og styrkjakerfis sem er líkara kerfum annarra stéttarfélaga. Kerfin eru svipuð að fjárhagslegu umfangi fyrir félagið en eru ólík gagnvart félagsfólki. VR hefur tekið saman ítarlegt upplýsingaefni sem má nálgast inni á vefsvæði kosningarinnar. Félagsfólk getur því farið yfir kosti og galla beggja kerfa og myndað sér skoðun. Ég hvet allt félagsfólk til að nýta atkvæðisrétt sinn, enda er það svo að þau sem kjósa ráða niðurstöðunni! Atkvæðagreiðslan er rafræn og því tekur aðeins örstutta stund að greiða atkvæði, það er að segja fyrir þau sem hafa g ert upp hug sinn. Kynntu þér málið á www.vr.is! Höfundur er formaður VR.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar