Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 16. október 2025 07:31 Við eigum það til að kalla fólk Íslandsvini af minnsta tilefni. Frægt fólk þarf varla að gera mikið meira en að millilenda á Keflavíkurflugvelli til þess að öðlast þá nafnbót. Á dögunum kom hins vegar hingað til lands einstaklingur sem á hana svo sannarlega á skilið. Daniel Hannan sem sæti á í lávarðadeild brezka þingsins. Ekki er nóg með að hann hafi komið margoft til landsins á liðnum árum og áratugum og eigi hér marga vini heldur var hann einn af örfáum erlendum stjórnmálamönnum sem komu Íslandi til varnar á ögurstundu í Icesave-deilunni og það gegn eigin stjórnvöldum. Til að mynda ritaði Hannan þannig greinar í brezk dagblöð þar sem hann tók upp hanzkann fyrir okkur Íslendinga. Strax þann 15. október 2008, fyrir réttum 17 árum síðan og aðeins fáeinum dögum eftir að stóru viðskiptabankarnir þrír höfðu fallið og brezk stjórnvöld höfðu beitt lögum um hryðjuverkavarnir gegn Íslandi, ritaði Hannan til dæmis grein í stórblaðið Times þar sem hann sagði meðal annars þá aðgerð gegn vinsamlegu ríki ógeðfellda. Nógu slæmt hefði verið að frysta eignir landsins. Hið sama gerði hann til að mynda í grein í annað stórblað, Daily Telegraph, þann 5 marz 2010. Deilan snerist um kröfur stjórnvalda í Bretlandi og Hollandi, með stuðningi Evrópusambandsins, þess efnis að íslenzka ríkið samþykkti að bera ábyrgð á skuldbindingum Landsbanka Íslands vegna innistæðna í netbankanum Icesave sem hann hafði rekið í löndunum. Hljóðuðu kröfurnar upp á mörg hundruð milljarða íslenzkra króna í erlendum gjaldeyri. Íslenzk stjórnvöld lýstu því strax yfir að þau vildu standa við lagalegar skuldbindingar sínar, eins og Hannan kemur inn á í greinaskrifum sínum, en fyrst þyrfti að liggja fyrir hverjar þær væru. Vildu þau að dómstólar skæru úr um það. Hins vegar vildu brezkir og hollenzkir ráðamenn ásamt forystumönnum Evrópusambandsins ekki að málið færi fyrir dómstóla. Þess í stað vildu þeir leysa það pólitískt með samningum. Einungis það að fá þurfti samþykki íslenzkra stjórnvalda fyrir því að bera ábyrgð á skuldbindingum Landsbanka Íslands var næg sönnun þess að Ísland bæri hana ekki. Kröfurnar fóru enda þvert gegn tilskipun sambandsins um innistæðutryggingar sem innleidd hafði verið hér á landi vegna aðildar landsins að EES-samningnum en þar var kveðið á um bann við ríkisábyrgð á innistæðutryggingasjóðum. Tvær tilraunir til þess að semja um málið pólitískt, þar sem ábyrgðin og áhættan af því var öll lögð á íslenzka skattgreiðendur, voru stöðvaðar í þjóðaratkvæðagreiðslum í óþökk ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna sem þá var við völd eftir að biðlað hafði verið til þáverandi forseta landsins, Ólafs Ragnars Grímssonar, um að vísa samningunum til þjóðarinnar. Fyrsta tilraunin til þess að koma ábyrgðinni á Ísland var hins vegar stöðvuð af stjórnarandstöðunni. Var í kjölfarið ákveðið að verjast fyrir EFTA-dómstólnum sem staðfesti í byrjun árs 2013 að ábyrgðin væri ekki Íslands. Hitt er svo annað mál að vegna svonefndra neyðarlaga, sem íslenzk stjórnvöld undir forystu Sjálfstæðisflokksins settu í kjölfar bankahrunsins og gerðu innistæður að forgangskröfum, voru Icesave-innistæðurnar í Bretlandi og Hollandi að lokum bættar með eignum Landsbanka Íslands lagt umfram lágmarkstrygginguna samkvæmt tilskipuninni. Með sigrinum í deilunni var tryggt að ábyrgðinni og áhættunni af málinu yrði ekki að ósekju varpað á Ísland og efnahagur landsins ekki settur í frekara uppnám á sama tíma og hagsmunir vegna brezkra og hollenzkra innistæðueigenda voru tryggðir. Forystumenn hérlendra Evrópusambandsinna brugðust ókvæða við komu Hannans til landsins og fundu honum flest ef ekki allt til foráttu. Þar á meðal kusu þeir að gera lítið úr því að skírskotað væri til hans sem Íslandsvinar. Sömu aðilar voru hins vegar í röðum þeirra sem tóku undir kröfur ráðamanna Evrópusambandsins, Bretland og Hollands á sínum tíma á hendur Íslandi og kölluðu eftir því að við Íslendingar tækjum á okkur ábyrgð og áhættu sem var ekki okkar og kostað hefði þjóðina gríðarlegar fjárhæðir í erlendum gjaldeyri. Fólkið sem nú er að reyna að koma okkur inn í sambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Við eigum það til að kalla fólk Íslandsvini af minnsta tilefni. Frægt fólk þarf varla að gera mikið meira en að millilenda á Keflavíkurflugvelli til þess að öðlast þá nafnbót. Á dögunum kom hins vegar hingað til lands einstaklingur sem á hana svo sannarlega á skilið. Daniel Hannan sem sæti á í lávarðadeild brezka þingsins. Ekki er nóg með að hann hafi komið margoft til landsins á liðnum árum og áratugum og eigi hér marga vini heldur var hann einn af örfáum erlendum stjórnmálamönnum sem komu Íslandi til varnar á ögurstundu í Icesave-deilunni og það gegn eigin stjórnvöldum. Til að mynda ritaði Hannan þannig greinar í brezk dagblöð þar sem hann tók upp hanzkann fyrir okkur Íslendinga. Strax þann 15. október 2008, fyrir réttum 17 árum síðan og aðeins fáeinum dögum eftir að stóru viðskiptabankarnir þrír höfðu fallið og brezk stjórnvöld höfðu beitt lögum um hryðjuverkavarnir gegn Íslandi, ritaði Hannan til dæmis grein í stórblaðið Times þar sem hann sagði meðal annars þá aðgerð gegn vinsamlegu ríki ógeðfellda. Nógu slæmt hefði verið að frysta eignir landsins. Hið sama gerði hann til að mynda í grein í annað stórblað, Daily Telegraph, þann 5 marz 2010. Deilan snerist um kröfur stjórnvalda í Bretlandi og Hollandi, með stuðningi Evrópusambandsins, þess efnis að íslenzka ríkið samþykkti að bera ábyrgð á skuldbindingum Landsbanka Íslands vegna innistæðna í netbankanum Icesave sem hann hafði rekið í löndunum. Hljóðuðu kröfurnar upp á mörg hundruð milljarða íslenzkra króna í erlendum gjaldeyri. Íslenzk stjórnvöld lýstu því strax yfir að þau vildu standa við lagalegar skuldbindingar sínar, eins og Hannan kemur inn á í greinaskrifum sínum, en fyrst þyrfti að liggja fyrir hverjar þær væru. Vildu þau að dómstólar skæru úr um það. Hins vegar vildu brezkir og hollenzkir ráðamenn ásamt forystumönnum Evrópusambandsins ekki að málið færi fyrir dómstóla. Þess í stað vildu þeir leysa það pólitískt með samningum. Einungis það að fá þurfti samþykki íslenzkra stjórnvalda fyrir því að bera ábyrgð á skuldbindingum Landsbanka Íslands var næg sönnun þess að Ísland bæri hana ekki. Kröfurnar fóru enda þvert gegn tilskipun sambandsins um innistæðutryggingar sem innleidd hafði verið hér á landi vegna aðildar landsins að EES-samningnum en þar var kveðið á um bann við ríkisábyrgð á innistæðutryggingasjóðum. Tvær tilraunir til þess að semja um málið pólitískt, þar sem ábyrgðin og áhættan af því var öll lögð á íslenzka skattgreiðendur, voru stöðvaðar í þjóðaratkvæðagreiðslum í óþökk ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna sem þá var við völd eftir að biðlað hafði verið til þáverandi forseta landsins, Ólafs Ragnars Grímssonar, um að vísa samningunum til þjóðarinnar. Fyrsta tilraunin til þess að koma ábyrgðinni á Ísland var hins vegar stöðvuð af stjórnarandstöðunni. Var í kjölfarið ákveðið að verjast fyrir EFTA-dómstólnum sem staðfesti í byrjun árs 2013 að ábyrgðin væri ekki Íslands. Hitt er svo annað mál að vegna svonefndra neyðarlaga, sem íslenzk stjórnvöld undir forystu Sjálfstæðisflokksins settu í kjölfar bankahrunsins og gerðu innistæður að forgangskröfum, voru Icesave-innistæðurnar í Bretlandi og Hollandi að lokum bættar með eignum Landsbanka Íslands lagt umfram lágmarkstrygginguna samkvæmt tilskipuninni. Með sigrinum í deilunni var tryggt að ábyrgðinni og áhættunni af málinu yrði ekki að ósekju varpað á Ísland og efnahagur landsins ekki settur í frekara uppnám á sama tíma og hagsmunir vegna brezkra og hollenzkra innistæðueigenda voru tryggðir. Forystumenn hérlendra Evrópusambandsinna brugðust ókvæða við komu Hannans til landsins og fundu honum flest ef ekki allt til foráttu. Þar á meðal kusu þeir að gera lítið úr því að skírskotað væri til hans sem Íslandsvinar. Sömu aðilar voru hins vegar í röðum þeirra sem tóku undir kröfur ráðamanna Evrópusambandsins, Bretland og Hollands á sínum tíma á hendur Íslandi og kölluðu eftir því að við Íslendingar tækjum á okkur ábyrgð og áhættu sem var ekki okkar og kostað hefði þjóðina gríðarlegar fjárhæðir í erlendum gjaldeyri. Fólkið sem nú er að reyna að koma okkur inn í sambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar