Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. október 2025 16:32 Ivan Hasek furðar sig ekki á ákvörðun tékkneska knattspyrnusambandsins. Sebastian Widmann - UEFA/UEFA via Getty Images Eftir óvænt tap gegn Færeyjum hafa báðir landsliðsþjálfarar Tékklands verið reknir úr starfi. Aðalþjálfarinn axlar fulla ábyrgð og segist skilja ákvörðunina. Tékkland er ellefu milljóna manna þjóð sem á sér ríka fótboltasögu og situr í 39. sæti heimslista FIFA. Tap gegn Færeyjum, rúmlega fimmtíu þúsund manna þjóð sem situr í 136. sæti heimslistans, var því afar óvænt. Tékkar brugðust mjög illa við tapinu og á fundi knattspyrnusambandsins í dag var ákveðið að reka aðalþjálfarann David Trunda og aðstoðarmann hans, Ivan Hasek, þrátt fyrir að Tékkland sé á leið í umspil um sæti á HM. Í tilkynningu sambandsins segir að framkvæmdastjórinn hafi tekið ákvörðunina með tapið gegn Færeyjum í huga. Tékkland er þó, þrátt fyrir tapið, á leið í umspil um sæti á HM. Tékkarnir eru enn fyrir ofan Færeyjar í riðlinum og þurfa bara að vinna lokaleikinn gegn Gíbraltar, sem hefur tapað öllum sex leikjunum hingað til og fengið á sig tuttugu mörk. Ef það bregst þá fer Tékkland samt í umspil, vegna þess að liðið vann B-Þjóðadeildina, undir stjórn Hasek. The Executive Committee of the Football Association of the Czech Republic today accepted the proposal of the association's chairman, David Trunda, to dismiss the national team's head coach Ivan Hašek and his assistant Jaroslav Veselý. The chairman of the association did so… pic.twitter.com/IRKe1hSLin— Czech Football National Team (@ceskarepre_eng) October 15, 2025 Óvíst er hver tekur við starfi aðalþjálfara en Hasek skilur ákvörðunina vel og óskar þeim sem tekur við góðs gengis. „Tapið í Færeyjum er algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð. Landsliðið er nógu gott til að komast á HM. Ég óska þeim og eftirmanni mínum alls hins besta“ sagði fyrrum landsliðsþjálfarinn. Hann þakkaði einnig stuðningsmönnum og bað þá afsökunar á tapinu, í viðtali við Sport í Tékklandi. HM 2026 í fótbolta Færeyski boltinn Tékkland Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Sjá meira
Tékkland er ellefu milljóna manna þjóð sem á sér ríka fótboltasögu og situr í 39. sæti heimslista FIFA. Tap gegn Færeyjum, rúmlega fimmtíu þúsund manna þjóð sem situr í 136. sæti heimslistans, var því afar óvænt. Tékkar brugðust mjög illa við tapinu og á fundi knattspyrnusambandsins í dag var ákveðið að reka aðalþjálfarann David Trunda og aðstoðarmann hans, Ivan Hasek, þrátt fyrir að Tékkland sé á leið í umspil um sæti á HM. Í tilkynningu sambandsins segir að framkvæmdastjórinn hafi tekið ákvörðunina með tapið gegn Færeyjum í huga. Tékkland er þó, þrátt fyrir tapið, á leið í umspil um sæti á HM. Tékkarnir eru enn fyrir ofan Færeyjar í riðlinum og þurfa bara að vinna lokaleikinn gegn Gíbraltar, sem hefur tapað öllum sex leikjunum hingað til og fengið á sig tuttugu mörk. Ef það bregst þá fer Tékkland samt í umspil, vegna þess að liðið vann B-Þjóðadeildina, undir stjórn Hasek. The Executive Committee of the Football Association of the Czech Republic today accepted the proposal of the association's chairman, David Trunda, to dismiss the national team's head coach Ivan Hašek and his assistant Jaroslav Veselý. The chairman of the association did so… pic.twitter.com/IRKe1hSLin— Czech Football National Team (@ceskarepre_eng) October 15, 2025 Óvíst er hver tekur við starfi aðalþjálfara en Hasek skilur ákvörðunina vel og óskar þeim sem tekur við góðs gengis. „Tapið í Færeyjum er algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð. Landsliðið er nógu gott til að komast á HM. Ég óska þeim og eftirmanni mínum alls hins besta“ sagði fyrrum landsliðsþjálfarinn. Hann þakkaði einnig stuðningsmönnum og bað þá afsökunar á tapinu, í viðtali við Sport í Tékklandi.
HM 2026 í fótbolta Færeyski boltinn Tékkland Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Sjá meira