Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2025 23:31 Angel Reese stillti sér upp fyrir ljósmyndara þegar hún mætti til vinnu á tískusýningu Victoria's Secret. Getty/ Arturo Holmes Stjörnur WNBA-deildarinnar í körfubolta nota margar hverjar frítíma sinn eftir tímabilið til að spila í Evrópu til að auka tekjurnar en ein sú öflugasta er aftur á móti upptekin við fyrirsætustörf. Angel Reese varð í vikunni fyrsta atvinnuíþróttakonan til að ganga tískupallinn á Victoria's Secret-tískusýningunni. Hún færði sig af körfuboltavellinum yfir á tískupallinn og skrifaði söguna í leiðinni. Framherji Chicago Sky bætist þar með í hóp þekktra fyrirsæta í „Wings Reveal“-hluta sýningarinnar í New York. Hin 23 ára gamla Reese bar hina einkennandi englavængi sem hafa verið áberandi á sýningunni í áratugi. Þetta er nýr vettvangur fyrir íþróttakonu sem er þekkt fyrir sjálfstraust sitt, persónutöfra og víðtæka skírskotun. Hún er fyrrverandi meistari með Louisiana State University og var valin mikilvægasti leikmaður NCAA-úrslitakeppninnar árið 2023. Reese hefur líka verið frákastadrottning deildarinnar á fyrstu tveimur tímabilum sínum í WNBA enda með 12,9 fráköst að meðaltali í 64 leikjum í WNBA. Reese er um leið orðin ein af sýnilegustu persónum íþróttaheims kvenna. Stíll hennar, hreinskilni og áhrif á samfélagsmiðlum hafa hjálpað til við að brúa bilið milli íþrótta, tísku og poppmenningar sem forráðamenn Victoria Secret vildu nýta sér. Undirfatasýningin hófst árið 2001 og fór fram árlega í næstum tvo áratugi. Victoria's Secret aflýsti sýningunni árið 2019 en endurvakti hana á síðasta ári, en þá var Reese meðal gesta. Nú er hún ein af fyrirsætunum. „Ég er að stíga inn í sannkallaðan draum: Frá því að vera engill í það að vera Victoria's Secret-engill,“ skrifaði hin 23 ára Reese á Instagram. „Ég fæ loksins vængina mína. Ég mun ganga tískupallinn á Victoria's Secret-tískusýningunni 2025 í fyrsta sinn og það er eins og örlögin hafi ráðið því. Vængirnir eru komnir á, hælarnir tilbúnir. Finnið mig á tískupallinum,“ skrifaði Reese á samfélagsmiðla. Hér fyrir neðan má sjá myndbrot með henni í fullum Victoria's Secret-skrúða. Smella þarf á myndina til að sjá myndbandið. View this post on Instagram A post shared by Victoria's Secret (@victoriassecret) WNBA Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Sport Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Angel Reese varð í vikunni fyrsta atvinnuíþróttakonan til að ganga tískupallinn á Victoria's Secret-tískusýningunni. Hún færði sig af körfuboltavellinum yfir á tískupallinn og skrifaði söguna í leiðinni. Framherji Chicago Sky bætist þar með í hóp þekktra fyrirsæta í „Wings Reveal“-hluta sýningarinnar í New York. Hin 23 ára gamla Reese bar hina einkennandi englavængi sem hafa verið áberandi á sýningunni í áratugi. Þetta er nýr vettvangur fyrir íþróttakonu sem er þekkt fyrir sjálfstraust sitt, persónutöfra og víðtæka skírskotun. Hún er fyrrverandi meistari með Louisiana State University og var valin mikilvægasti leikmaður NCAA-úrslitakeppninnar árið 2023. Reese hefur líka verið frákastadrottning deildarinnar á fyrstu tveimur tímabilum sínum í WNBA enda með 12,9 fráköst að meðaltali í 64 leikjum í WNBA. Reese er um leið orðin ein af sýnilegustu persónum íþróttaheims kvenna. Stíll hennar, hreinskilni og áhrif á samfélagsmiðlum hafa hjálpað til við að brúa bilið milli íþrótta, tísku og poppmenningar sem forráðamenn Victoria Secret vildu nýta sér. Undirfatasýningin hófst árið 2001 og fór fram árlega í næstum tvo áratugi. Victoria's Secret aflýsti sýningunni árið 2019 en endurvakti hana á síðasta ári, en þá var Reese meðal gesta. Nú er hún ein af fyrirsætunum. „Ég er að stíga inn í sannkallaðan draum: Frá því að vera engill í það að vera Victoria's Secret-engill,“ skrifaði hin 23 ára Reese á Instagram. „Ég fæ loksins vængina mína. Ég mun ganga tískupallinn á Victoria's Secret-tískusýningunni 2025 í fyrsta sinn og það er eins og örlögin hafi ráðið því. Vængirnir eru komnir á, hælarnir tilbúnir. Finnið mig á tískupallinum,“ skrifaði Reese á samfélagsmiðla. Hér fyrir neðan má sjá myndbrot með henni í fullum Victoria's Secret-skrúða. Smella þarf á myndina til að sjá myndbandið. View this post on Instagram A post shared by Victoria's Secret (@victoriassecret)
WNBA Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Sport Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum