Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Eiður Þór Árnason skrifar 15. október 2025 20:25 Atvikið átti sér stað á Litla-Hrauni en aðbúnaður þar hefur lengi verið gagnrýndur. Vísir/Vilhelm Fangi á Litla-Hrauni réðst á samfanga sinn með hnífi í dag eftir að átök brutust út milli þeirra. Annar þeirra fékk skurð á hendi en fangaverðir slösuðust ekki. Lögregla rannsakar nú málið og verður atvikið tekið til skoðunar hjá stjórn fangelsisins, að sögn Kristínar Evu Sveinsdóttur, forstöðumanns Litla-Hrauns. Ekki hafi verið um að ræða alvarlega áverka. RÚV greindi fyrst frá málinu. Hún segir erfitt að koma alveg í veg fyrir að fangar beri vopn innan fangelsisins og yfirfull fangelsi auki bæði hættuna á átökum og geri fangavörðum erfiðara að bregðast við. „Þetta fór sem betur fer vel í þetta sinn eins og maður segir. Þetta tengist því sem við höfum verið að tala um að það er erfitt að aðskilja fanga innan fangelsiskerfisins í dag sem er yfirfullt. Það eru alls konar menn og konur sem virka illa saman og það koma þá oft upp einhver átök á milli hópa. Þetta er því miður það sem við búum svolítið við í dag og getum átt von á,“ segir Kristín Eva í samtali við fréttastofu. Hún þekki ekki til tölfræði um tíðni hnífaárása í fangelsinu en þær hafi ekki verið algengar í hennar stjórnartíð. Fangarnir sem um ræðir hafi verið aðskildir og settir tímabundið í sérstakt einangrunarúrræði. „Fangaverðir brugðust skjótt og vel við og sem betur varð enginn alvarleg atburðarás út frá þessu.“ RÚV hefur eftir ónafngreindum heimildum að árásarmaðurinn hafi verið einn þeirra sem réðust á fangaverði í sumar. Kristín Eva segist ekki geta staðfest það eða veitt upplýsingar um fangana. Ekki liggi fyrir hvers vegna átökin brutust út. Það sé lögreglunnar að kanna það og ræða við umrædda fanga og vitni. Kallaði eftir aðgerðum Kristín Eva, Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður Fangelsisins á Hólmsheiði, Rannveig Brynja Sverrisdóttir, öryggisstjóri Fangelsismálastofnunar, Fangavarðafélag Íslands og Afstaða, félag fanga og áhugamanna skoruðu nýverið á stjórnvöld að bregðast við „langvinnri kerfislægri krísu“ í fangelsismálum hér á landi. Þau sögðu ástand málaflokksins vera óásættanlegt. „Ástand fullnustukerfisins einkennist af langvarandi vanfjármögnun, ófullnægjandi innviðum og aukinni öryggisáhættu gagnvart bæði föngum og starfsfólki. Þrátt fyrir viðvaranir frá bæði eftirlitsaðilum og stofnuninni sjálfri í áratugi hefur nauðsynleg uppbygging setið á hakanum,“ sagði jafnframt í yfirlýsingu hópsins. Fréttin hefur verið uppfærð.. Fangelsismál Lögreglumál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Lögregla rannsakar nú málið og verður atvikið tekið til skoðunar hjá stjórn fangelsisins, að sögn Kristínar Evu Sveinsdóttur, forstöðumanns Litla-Hrauns. Ekki hafi verið um að ræða alvarlega áverka. RÚV greindi fyrst frá málinu. Hún segir erfitt að koma alveg í veg fyrir að fangar beri vopn innan fangelsisins og yfirfull fangelsi auki bæði hættuna á átökum og geri fangavörðum erfiðara að bregðast við. „Þetta fór sem betur fer vel í þetta sinn eins og maður segir. Þetta tengist því sem við höfum verið að tala um að það er erfitt að aðskilja fanga innan fangelsiskerfisins í dag sem er yfirfullt. Það eru alls konar menn og konur sem virka illa saman og það koma þá oft upp einhver átök á milli hópa. Þetta er því miður það sem við búum svolítið við í dag og getum átt von á,“ segir Kristín Eva í samtali við fréttastofu. Hún þekki ekki til tölfræði um tíðni hnífaárása í fangelsinu en þær hafi ekki verið algengar í hennar stjórnartíð. Fangarnir sem um ræðir hafi verið aðskildir og settir tímabundið í sérstakt einangrunarúrræði. „Fangaverðir brugðust skjótt og vel við og sem betur varð enginn alvarleg atburðarás út frá þessu.“ RÚV hefur eftir ónafngreindum heimildum að árásarmaðurinn hafi verið einn þeirra sem réðust á fangaverði í sumar. Kristín Eva segist ekki geta staðfest það eða veitt upplýsingar um fangana. Ekki liggi fyrir hvers vegna átökin brutust út. Það sé lögreglunnar að kanna það og ræða við umrædda fanga og vitni. Kallaði eftir aðgerðum Kristín Eva, Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður Fangelsisins á Hólmsheiði, Rannveig Brynja Sverrisdóttir, öryggisstjóri Fangelsismálastofnunar, Fangavarðafélag Íslands og Afstaða, félag fanga og áhugamanna skoruðu nýverið á stjórnvöld að bregðast við „langvinnri kerfislægri krísu“ í fangelsismálum hér á landi. Þau sögðu ástand málaflokksins vera óásættanlegt. „Ástand fullnustukerfisins einkennist af langvarandi vanfjármögnun, ófullnægjandi innviðum og aukinni öryggisáhættu gagnvart bæði föngum og starfsfólki. Þrátt fyrir viðvaranir frá bæði eftirlitsaðilum og stofnuninni sjálfri í áratugi hefur nauðsynleg uppbygging setið á hakanum,“ sagði jafnframt í yfirlýsingu hópsins. Fréttin hefur verið uppfærð..
Fangelsismál Lögreglumál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira