Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. október 2025 06:50 Mikill eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði á Siglufirði fyrr í vikunni. Slökkvilið Fjallabyggðar Slökkvistarf tók í allt um þrettán klukkustundir eftir að eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði á Siglufirði síðastliðið mánudagskvöld. Þá tók við bruna- og öryggisvakt og hefur slökkviliðið í Fjallabyggð nokkrum sinnum þurft að fara og slökkva í glóð og eldhreiðrum eftir brunann. Þetta kemur fram í færslu frá Slökkviliðinu í Fjallabyggð á Facebook seint í gærkvöldi. Mikill eldur kom upp í húsnæði fyrirtækisins Primex á Siglufirði á mánudagskvöldið og stóð slökkvistarf yfir alla nóttina og áfram á þriðjudaginn. Sjá einnig: „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Ljóst varð strax í upphafi að slökkvilið ætti umfangsmikið og erfitt verk fyrir höndum. „Mikill eldur var í húsinu þegar að var komið og sjáanlegur á þriðju hæð hússins. Ákveðið var strax í upphafi að kalla eftir aðstoð frá Slökkviliði Dalvíkurbyggðar og Slökkviliði Akureyrar. Slökkvilið fékk upplýsingar strax í upphafi að enginn væri í húsinu. Umrætt húsnæði er stórt og flókið og var ákveðið að allt slökkvistarf færi fram utandyra og var enginn reykkafari sendur inn í húsnæðið,“ segir í færslu slökkviliðsins. Slökkviliðsmenn hvíla lúin bein á vettvangi.Slökkvilið Fjallabyggðar „Til allrar mildi var hagstæð vindátt og hlýtt þegar eldurinn kom upp. Mikinn reyk lagði frá eldsvoðanum og fór hann allur á haf út en ekki inn í þéttbýlið á Siglufirði. Svona verkefni verða aldrei leyst nema með góðri samvinnu allra aðila,“ segir ennfremur. Sérstakar þakkir færir Slökkviliðið í Fjallabyggð Slökkvili Dalvíkur, Slökkvili Akureyrar, Brunavörnum Skagafjarðar, Lögreglunni á Norðurlandi eystra, Björgunarsveitinni Strákum, Björgunarskipinu Sigurvin, Slysavarnadeildinni Vörn á Siglufirði, sjúkraflutningamönnum HSN á Siglufirði, Þjónustumiðstöð Fjallabyggðar, BÁS og Rarik fyrir veitta aðstoð við slökkvistörf. „Þá vill slökkviliðsstjóri færa starfsmönnum, eigendum og aðstandendum þess fyrirtækis sem var með starfsemi í húsinu kærar þakkir fyrir mikilvæga aðstoð á vettvangi á erfiðum tíma,“ segir loks í færslunni. Þak húsnæðisins þar sem fyrirtækið Primex er með starfsemi stóð í ljósum logum.Slökkvilið Fjallabyggðar Fjallabyggð Slökkvilið Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu frá Slökkviliðinu í Fjallabyggð á Facebook seint í gærkvöldi. Mikill eldur kom upp í húsnæði fyrirtækisins Primex á Siglufirði á mánudagskvöldið og stóð slökkvistarf yfir alla nóttina og áfram á þriðjudaginn. Sjá einnig: „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Ljóst varð strax í upphafi að slökkvilið ætti umfangsmikið og erfitt verk fyrir höndum. „Mikill eldur var í húsinu þegar að var komið og sjáanlegur á þriðju hæð hússins. Ákveðið var strax í upphafi að kalla eftir aðstoð frá Slökkviliði Dalvíkurbyggðar og Slökkviliði Akureyrar. Slökkvilið fékk upplýsingar strax í upphafi að enginn væri í húsinu. Umrætt húsnæði er stórt og flókið og var ákveðið að allt slökkvistarf færi fram utandyra og var enginn reykkafari sendur inn í húsnæðið,“ segir í færslu slökkviliðsins. Slökkviliðsmenn hvíla lúin bein á vettvangi.Slökkvilið Fjallabyggðar „Til allrar mildi var hagstæð vindátt og hlýtt þegar eldurinn kom upp. Mikinn reyk lagði frá eldsvoðanum og fór hann allur á haf út en ekki inn í þéttbýlið á Siglufirði. Svona verkefni verða aldrei leyst nema með góðri samvinnu allra aðila,“ segir ennfremur. Sérstakar þakkir færir Slökkviliðið í Fjallabyggð Slökkvili Dalvíkur, Slökkvili Akureyrar, Brunavörnum Skagafjarðar, Lögreglunni á Norðurlandi eystra, Björgunarsveitinni Strákum, Björgunarskipinu Sigurvin, Slysavarnadeildinni Vörn á Siglufirði, sjúkraflutningamönnum HSN á Siglufirði, Þjónustumiðstöð Fjallabyggðar, BÁS og Rarik fyrir veitta aðstoð við slökkvistörf. „Þá vill slökkviliðsstjóri færa starfsmönnum, eigendum og aðstandendum þess fyrirtækis sem var með starfsemi í húsinu kærar þakkir fyrir mikilvæga aðstoð á vettvangi á erfiðum tíma,“ segir loks í færslunni. Þak húsnæðisins þar sem fyrirtækið Primex er með starfsemi stóð í ljósum logum.Slökkvilið Fjallabyggðar
Fjallabyggð Slökkvilið Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira