Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar 16. október 2025 09:02 Í ár eru 50 ár frá því að konur gengu út og sögðu hingað og ekki lengra, við krefjumst jafnréttis og það strax. Þetta var dagurinn sem hjól íslensks atvinnulífs stöðvuðust því konur lögðu niður störf. Formæður okkar sýndu hversu mikilvægar þær væru á vinnumarkaði og í íslensku samfélagi. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá en samt er jafnrétti ekki náð og nú eru hreinlega blikur á lofti. Eitt dæmi eru leiðir sveitarfélaga til að leysa leikskólavandann með því að stytta vistunartíma barna, loka í fleiri daga á ári og gera foreldrum erfiðara fyrir að láta púslið sem barnauppeldi getur verið ganga upp. Hvernig á dæmið að ganga upp? Tökum dæmi úr Reykjavíkurleiðinni. Leikskólar loka í 20 virka daga á sumrin. Ofan á það bætast 6 starfsdagar. Hvert foreldri þarf því að eiga frí í 26 daga á ári svo það þurfi ekki að taka launalaust leyfi. Ofan á það leggjast, samkvæmt Reykjavíkurleiðinni, 10 dagar sem þú annað hvort sleppur við að barnið fari í leikskólann og færð þá afslátt af leikskólagjöldum eða borgar sérstaklega fyrir og miklu hærra gjald en venjulega. Þá er heildarfjöldi daga sem ætlast er til að foreldrar taki frí frá vinnu til að minnka vistun í leiksskóla kominn í 36 virka dagar á ári. Orlof starfsmanna á vinnumarkaði er á bilinu 24-30 dagar, mér sýnist enginn fá meira en það. Því spyr ég, hvernig á einstætt foreldri að brúa það? Svo er það hin spurningin, á hverjum mun þetta lenda? Við vitum að í gagnkynja samböndum er yfirgnæfandi meirihluti kvenna sem tekur á sig þriðju vaktina, konur taka lengra fæðingarorlof og allar líkur eru á að margar konur muni sitja uppi með að finna leiðina til að láta styttri vistunartíma og láta fleiri frídaga í leikskóla ganga upp. Ekkert má út af bregða Reykjavíkurleiðin leggur líka til styttri föstudaga og gengur út frá því að öll á vinnumarkaði séu með styttingu vinnuvikunnar. Tökum dæmi af foreldri sem er í stéttarfélaginu VR, þar er samningsbundinn vinnutími er 35,5 tímar á viku (það er ef manneskjan tekur ekki kaffitíma) sem gerir rúma 7 tíma á dag. Nú vinnur foreldrið í miðbæ Reykjavíkur en býr í Grafarholti. Það tekur um 25 mínútur að aka til vinnu og annað eins til baka. Sem sagt 8 tímar á dag. Það má ekkert út af bregða til að ná þessu frá mánudegi til fimmtudags en á föstudegi getur foreldrið lítið gert, nema annað hvort borgað meira fyrir vistun og vera stimplað af siðapostulum sem lélegt foreldri sem vill ekki vera með barninu sínu eða minnka við sig í vinnu, fá lægri tekjur og á endanum minni lífeyrisréttindi. Leið meirihlutans í Reykjavík, sem minnir sorglega mikið á leið Kópavogs, er að minnka vistunartíma barna, hækka leikskólagjöld og auka álag á foreldra. Það eina sem þessar leiðir gera er að leysa styttingu vinnuvikunnar á leikskólum án nokkurs samtals við aðila vinnumarkaðarins um fyrirkomulagið. Þessar leiðir tryggja ekki betri laun eða betri mönnun á leikskóla. Kröfur kvennaárs Það er áhugavert að skoða þessa leið Reykjavíkurborgar í samhengi við kröfur kvennaárs. Í kröfum kvennaárs segir: „Konur þurfa oftar að minnka við sig launaða vinnu til að sinna ólaunaðri vinnu innan veggja heimilisins. Yfir helmingur barna fær ekki leikskólapláss fyrr en eftir 18 mánaða aldur. Umönnunarbilið bitnar verr á tekjum, tækifærum og lífeyrisréttindum mæðra en feðra. Tekjur mæðra lækka um 30-50% við fæðingu barns og á þriðja ári barnsins eru þær enn umtalsvert lægri en áður. Tekjur feðra lækka hins vegar um 3-5% við fæðingu barns en eftir ár eru þær orðnar þær sömu og áður. Einstæðar mæður eiga mjög erfitt með að ná endum saman.“ Og jafnframt kemur fram að helsta ástæða launamunar kynjanna er kynjaskiptur vinnumarkaður og vanmat á hefðbundnum kvennastörfum. Þess er krafist að lögfesta skuli leiksskólavist frá því að fæðingarorlofi lýkur og leiðrétta kerfisbundið mat á kvennastörfum. Á meðan ríkisstjórnin vinnur tillögur um að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leiksskóla og vinnur að endurmati á virði kvennastarfa þá ákveða sveitarfélög eins og Reykjavík að fara í þveröfuga átt. Það eru kaldar kveðjur á kvennaári. Höfundur er móðir leikskólabarns, Viðreisnarkona og femínisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefanía Sigurðardóttir Reykjavík Leikskólar Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í ár eru 50 ár frá því að konur gengu út og sögðu hingað og ekki lengra, við krefjumst jafnréttis og það strax. Þetta var dagurinn sem hjól íslensks atvinnulífs stöðvuðust því konur lögðu niður störf. Formæður okkar sýndu hversu mikilvægar þær væru á vinnumarkaði og í íslensku samfélagi. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá en samt er jafnrétti ekki náð og nú eru hreinlega blikur á lofti. Eitt dæmi eru leiðir sveitarfélaga til að leysa leikskólavandann með því að stytta vistunartíma barna, loka í fleiri daga á ári og gera foreldrum erfiðara fyrir að láta púslið sem barnauppeldi getur verið ganga upp. Hvernig á dæmið að ganga upp? Tökum dæmi úr Reykjavíkurleiðinni. Leikskólar loka í 20 virka daga á sumrin. Ofan á það bætast 6 starfsdagar. Hvert foreldri þarf því að eiga frí í 26 daga á ári svo það þurfi ekki að taka launalaust leyfi. Ofan á það leggjast, samkvæmt Reykjavíkurleiðinni, 10 dagar sem þú annað hvort sleppur við að barnið fari í leikskólann og færð þá afslátt af leikskólagjöldum eða borgar sérstaklega fyrir og miklu hærra gjald en venjulega. Þá er heildarfjöldi daga sem ætlast er til að foreldrar taki frí frá vinnu til að minnka vistun í leiksskóla kominn í 36 virka dagar á ári. Orlof starfsmanna á vinnumarkaði er á bilinu 24-30 dagar, mér sýnist enginn fá meira en það. Því spyr ég, hvernig á einstætt foreldri að brúa það? Svo er það hin spurningin, á hverjum mun þetta lenda? Við vitum að í gagnkynja samböndum er yfirgnæfandi meirihluti kvenna sem tekur á sig þriðju vaktina, konur taka lengra fæðingarorlof og allar líkur eru á að margar konur muni sitja uppi með að finna leiðina til að láta styttri vistunartíma og láta fleiri frídaga í leikskóla ganga upp. Ekkert má út af bregða Reykjavíkurleiðin leggur líka til styttri föstudaga og gengur út frá því að öll á vinnumarkaði séu með styttingu vinnuvikunnar. Tökum dæmi af foreldri sem er í stéttarfélaginu VR, þar er samningsbundinn vinnutími er 35,5 tímar á viku (það er ef manneskjan tekur ekki kaffitíma) sem gerir rúma 7 tíma á dag. Nú vinnur foreldrið í miðbæ Reykjavíkur en býr í Grafarholti. Það tekur um 25 mínútur að aka til vinnu og annað eins til baka. Sem sagt 8 tímar á dag. Það má ekkert út af bregða til að ná þessu frá mánudegi til fimmtudags en á föstudegi getur foreldrið lítið gert, nema annað hvort borgað meira fyrir vistun og vera stimplað af siðapostulum sem lélegt foreldri sem vill ekki vera með barninu sínu eða minnka við sig í vinnu, fá lægri tekjur og á endanum minni lífeyrisréttindi. Leið meirihlutans í Reykjavík, sem minnir sorglega mikið á leið Kópavogs, er að minnka vistunartíma barna, hækka leikskólagjöld og auka álag á foreldra. Það eina sem þessar leiðir gera er að leysa styttingu vinnuvikunnar á leikskólum án nokkurs samtals við aðila vinnumarkaðarins um fyrirkomulagið. Þessar leiðir tryggja ekki betri laun eða betri mönnun á leikskóla. Kröfur kvennaárs Það er áhugavert að skoða þessa leið Reykjavíkurborgar í samhengi við kröfur kvennaárs. Í kröfum kvennaárs segir: „Konur þurfa oftar að minnka við sig launaða vinnu til að sinna ólaunaðri vinnu innan veggja heimilisins. Yfir helmingur barna fær ekki leikskólapláss fyrr en eftir 18 mánaða aldur. Umönnunarbilið bitnar verr á tekjum, tækifærum og lífeyrisréttindum mæðra en feðra. Tekjur mæðra lækka um 30-50% við fæðingu barns og á þriðja ári barnsins eru þær enn umtalsvert lægri en áður. Tekjur feðra lækka hins vegar um 3-5% við fæðingu barns en eftir ár eru þær orðnar þær sömu og áður. Einstæðar mæður eiga mjög erfitt með að ná endum saman.“ Og jafnframt kemur fram að helsta ástæða launamunar kynjanna er kynjaskiptur vinnumarkaður og vanmat á hefðbundnum kvennastörfum. Þess er krafist að lögfesta skuli leiksskólavist frá því að fæðingarorlofi lýkur og leiðrétta kerfisbundið mat á kvennastörfum. Á meðan ríkisstjórnin vinnur tillögur um að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leiksskóla og vinnur að endurmati á virði kvennastarfa þá ákveða sveitarfélög eins og Reykjavík að fara í þveröfuga átt. Það eru kaldar kveðjur á kvennaári. Höfundur er móðir leikskólabarns, Viðreisnarkona og femínisti.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar