Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. október 2025 12:48 Ariarne Titmus vann til fernra verðlauna á Ólympíuleikunum í París á síðasta ári. getty/Christian Liewig Ástralski Ólympíumeistarinn Ariarne Titmus er hætt að keppa í sundi, aðeins 25 ára. Hún greindi frá ákvörðun sinni í tilfinningaríkri færslu á Instagram. Titmus varði titil sinn í fjögur hundruð metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í fyrra. Hún vann alls fern gullverðlaun á Ólympíuleikum, tvö í Tókýó 2021 og tvö í París í fyrra. Titmus vinnur þó ekki fleiri Ólympíugull því hún hefur sett punktinn aftan við sundferilinn. „Í dag hættir þú í keppnissundi. Þú eyddir átján árum í lauginni að keppa. Í tíu af þeim varstu fulltrúi lands þíns. Þú tókst þátt í tvennum Ólympíuleikum, og það sem meira er, þú vannst!!! Draumarnir sem þig dreymdi, þeir rættust allir. Þú afrekaðir meira en þú hélst nokkurn tíma að þú gætir og þú ættir að vera svo stolt,“ skrifaði Titmus á Instagram en þar birti hún bréf til sjálfs síns sem sjö ára barns. View this post on Instagram A post shared by Ariarne Titmus OAM (@ariarnetitmus_) „Þú ert nýorðin 25 ára og finnst rétti tíminn til að hætta í sundi. Eftirför var linnulaus og þú gafst allt sem þú áttir í hana. Þú gengur í burtu vitandi að þú snerir við hverjum steini, engin eftirsjá. Þú ert sátt og hamingjusöm. Það sem framundan er spennandi. Ný markmið, meiri tími með fólkinu sem þú elskar mest og tækifæri til að setja sjálfa þig í fyrsta sætið af heilum hug, ekki íþróttina þína.“ Fyrir tveimur árum gekkst Titmus undir aðgerð þar sem tvö góðkynja æxli voru fjarlægð úr eggjastokkum hennar. Titmus á heimsmetið í tvö hundruð metra skriðsundi, 1:52,23, en hún setti það sumarið 2024. Sund Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira
Titmus varði titil sinn í fjögur hundruð metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í fyrra. Hún vann alls fern gullverðlaun á Ólympíuleikum, tvö í Tókýó 2021 og tvö í París í fyrra. Titmus vinnur þó ekki fleiri Ólympíugull því hún hefur sett punktinn aftan við sundferilinn. „Í dag hættir þú í keppnissundi. Þú eyddir átján árum í lauginni að keppa. Í tíu af þeim varstu fulltrúi lands þíns. Þú tókst þátt í tvennum Ólympíuleikum, og það sem meira er, þú vannst!!! Draumarnir sem þig dreymdi, þeir rættust allir. Þú afrekaðir meira en þú hélst nokkurn tíma að þú gætir og þú ættir að vera svo stolt,“ skrifaði Titmus á Instagram en þar birti hún bréf til sjálfs síns sem sjö ára barns. View this post on Instagram A post shared by Ariarne Titmus OAM (@ariarnetitmus_) „Þú ert nýorðin 25 ára og finnst rétti tíminn til að hætta í sundi. Eftirför var linnulaus og þú gafst allt sem þú áttir í hana. Þú gengur í burtu vitandi að þú snerir við hverjum steini, engin eftirsjá. Þú ert sátt og hamingjusöm. Það sem framundan er spennandi. Ný markmið, meiri tími með fólkinu sem þú elskar mest og tækifæri til að setja sjálfa þig í fyrsta sætið af heilum hug, ekki íþróttina þína.“ Fyrir tveimur árum gekkst Titmus undir aðgerð þar sem tvö góðkynja æxli voru fjarlægð úr eggjastokkum hennar. Titmus á heimsmetið í tvö hundruð metra skriðsundi, 1:52,23, en hún setti það sumarið 2024.
Sund Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira