Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar 16. október 2025 18:31 Íslenski þjóðfáninn er eitt helsta sameiningartákn okkar Íslendinga. Fáninn er fallegt tákn frelsis, fullveldis og sjálfstæðis okkar þjóðar. Fáninn ber sögu okkar, menningu og gildum fagurt vitni og sameinar þjóðina. Margir hafa verið á þeirri skoðun að við ættum að nota fánann mun meira en gert er. Ekki að hann blakti aðeins á hátíðisdögum og á opinberum fánadögum heldur sé notaður sem merki sem víðast og mest. Að mínu mati var það til dæmis síður en svo til bóta þegar þjóðfáninn var tekinn úr endurnýjuðu og breyttu merki Alþingis. Núverandi fánalög eru nokkuð hamlandi. Einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir veigra sér við að flagga vegna þeirra takmarkana sem lögin setja um notkun fánans. Umræður um fánalögin koma upp annað slagið hér á landi og hvort gera skuli breytingar á þeim. Í kjölfar þess að þingmenn fengu opinbera hvatningu í gær, frá Steinþóri Jónssyni einstaklingi í ferðaþjónustu tók ég málið upp á Alþingi. Þar tók ég undir það að gera þurfi breytingar á þessum lögum, einfalda þau eða ryðja úr vegi hindrunum við notkun fánans. Tillaga Steinþórs er um að því verði komið inn í lögin að heimilt verði að flagga allan sólarhringinn á björtum sumardögum, eða frá 15. maí – 15. september. Það er góð tillaga, einföld breyting í framkvæmd og gæti verið eitt af skrefunum í átt að aukinni notkun fánans okkar. Við eigum að gera íslenska fánanum hærra undir höfði. Sýna honum og íslenskri menningararfleifð þá virðingu og sóma sem honum ber með meiri og almennari notkun. Við getum tekið frændur okkar á Norðurlöndunum til fyrirmyndar, en þjóðfánar þeirra eru mun meira áberandi hjá þeim en hjá okkur. Við sjálfstæðismenn styðjum það að fánalögin verði tekin til endurskoðunar í því skyni að einfalda notkun á okkar fallega sameiningartákni. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenski fáninn Rósa Guðbjartsdóttir Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Íslenski þjóðfáninn er eitt helsta sameiningartákn okkar Íslendinga. Fáninn er fallegt tákn frelsis, fullveldis og sjálfstæðis okkar þjóðar. Fáninn ber sögu okkar, menningu og gildum fagurt vitni og sameinar þjóðina. Margir hafa verið á þeirri skoðun að við ættum að nota fánann mun meira en gert er. Ekki að hann blakti aðeins á hátíðisdögum og á opinberum fánadögum heldur sé notaður sem merki sem víðast og mest. Að mínu mati var það til dæmis síður en svo til bóta þegar þjóðfáninn var tekinn úr endurnýjuðu og breyttu merki Alþingis. Núverandi fánalög eru nokkuð hamlandi. Einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir veigra sér við að flagga vegna þeirra takmarkana sem lögin setja um notkun fánans. Umræður um fánalögin koma upp annað slagið hér á landi og hvort gera skuli breytingar á þeim. Í kjölfar þess að þingmenn fengu opinbera hvatningu í gær, frá Steinþóri Jónssyni einstaklingi í ferðaþjónustu tók ég málið upp á Alþingi. Þar tók ég undir það að gera þurfi breytingar á þessum lögum, einfalda þau eða ryðja úr vegi hindrunum við notkun fánans. Tillaga Steinþórs er um að því verði komið inn í lögin að heimilt verði að flagga allan sólarhringinn á björtum sumardögum, eða frá 15. maí – 15. september. Það er góð tillaga, einföld breyting í framkvæmd og gæti verið eitt af skrefunum í átt að aukinni notkun fánans okkar. Við eigum að gera íslenska fánanum hærra undir höfði. Sýna honum og íslenskri menningararfleifð þá virðingu og sóma sem honum ber með meiri og almennari notkun. Við getum tekið frændur okkar á Norðurlöndunum til fyrirmyndar, en þjóðfánar þeirra eru mun meira áberandi hjá þeim en hjá okkur. Við sjálfstæðismenn styðjum það að fánalögin verði tekin til endurskoðunar í því skyni að einfalda notkun á okkar fallega sameiningartákni. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar