FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2025 21:48 Vinirnir Gianni Infantino og Donald Trump á úrslitaleik HM félagsliða í sumar. Getty/Eva Marie Uzcategu Donald Trump hótaði borgarstjórum í Bandaríkjunum að hann gæti tekið HM-leiki af þeim. Í fyrstu neitaði FIFA að Bandaríkjaforseti hefði slík völd en nú er komið annað hljóð í FIFA-fólk. FIFA hefur nú viðurkennt að bandarísk stjórnvöld hafi lokaorðið um að ákvarða öryggi gestgjafaborga á heimsmeistaramótinu í fótbolta næsta sumar. ESPN segir frá. Trump forseti Bandaríkjanna sagði á sínum tíma að vinur sinn Gianni Infantino, forseti FIFA, myndi „mjög auðveldlega“ færa leiki á HM 2026 frá tilnefndum gestgjafaborgum ef Trump bæði hann um það. Trump gaf einnig í skyn að hann myndi reyna að færa Ólympíuleikana 2028 frá Los Angeles ef honum fyndist borgin ekki örugg. Bandaríkjaforseti hefur áður talað um að færa leiki á heimsmeistaramótinu frá borgum sem hann taldi „hættulegar“, og nefndi áður Seattle og San Francisco. FIFA says Donald Trump has the right to determine which cities are safe for the World Cup Per Sky News pic.twitter.com/3oDywqbAPk— OSZ (@OpenSourceZone) October 15, 2025 FIFA hefur sagt að ákvarðanir um öryggi gestgjafaborga á heimsmeistaramótinu séu á hendi bandarískra stjórnvalda. „Öryggi og öryggisgæsla eru í forgangi á öllum viðburðum FIFA um allan heim,“ sagði talsmaður FIFA. „Öryggi og öryggisgæsla eru augljóslega á ábyrgð stjórnvalda og þau ákveða hvað er best fyrir almannaöryggi. Við vonum að allar sextán gestgjafaborgir okkar verði tilbúnar til að halda mótið með góðum árangri og uppfylla allar nauðsynlegar kröfur.“ Á fimmtudag sagði Trump að „götuvaldatökur“ hefðu átt sér stað í Boston og fullyrti að FIFA myndi færa leiki fyrir úrslitakeppnina næsta sumar ef hann bæði um það. „Ef einhver stendur sig illa og ef mér finnst aðstæður óöruggar myndi ég hringja í Gianni, yfirmann FIFA, sem er stórkostlegur, og ég myndi segja:,Færum þetta á annan stað‘,“ sagði hann við fréttamenn í Bandaríkjunum á þriðjudag. „Og hann myndi gera það. Hann væri ekki hrifinn af því en hann myndi gera það mjög auðveldlega. Hann myndi gera það og þetta er rétti tíminn til að gera það. Ég gæti sagt það sama um Ólympíuleikana. „Ef ég héldi að L.A. yrðu ekki undirbúnar almennilega myndi ég færa þá á annan stað. Ef ég þyrfti að gera það í því tilfelli þyrfti ég líklega að fá annars konar leyfi, en við myndum gera það,“ sagði Donald Trump. Donald Trump has a longstanding bromance with Gianni Infantino 👬But does that explain why the FIFA president attended the Gaza peace summit in Egypt? pic.twitter.com/mtrUJ9SjDb— DW Sports (@dw_sports) October 15, 2025 FIFA HM 2026 í fótbolta Donald Trump Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira
FIFA hefur nú viðurkennt að bandarísk stjórnvöld hafi lokaorðið um að ákvarða öryggi gestgjafaborga á heimsmeistaramótinu í fótbolta næsta sumar. ESPN segir frá. Trump forseti Bandaríkjanna sagði á sínum tíma að vinur sinn Gianni Infantino, forseti FIFA, myndi „mjög auðveldlega“ færa leiki á HM 2026 frá tilnefndum gestgjafaborgum ef Trump bæði hann um það. Trump gaf einnig í skyn að hann myndi reyna að færa Ólympíuleikana 2028 frá Los Angeles ef honum fyndist borgin ekki örugg. Bandaríkjaforseti hefur áður talað um að færa leiki á heimsmeistaramótinu frá borgum sem hann taldi „hættulegar“, og nefndi áður Seattle og San Francisco. FIFA says Donald Trump has the right to determine which cities are safe for the World Cup Per Sky News pic.twitter.com/3oDywqbAPk— OSZ (@OpenSourceZone) October 15, 2025 FIFA hefur sagt að ákvarðanir um öryggi gestgjafaborga á heimsmeistaramótinu séu á hendi bandarískra stjórnvalda. „Öryggi og öryggisgæsla eru í forgangi á öllum viðburðum FIFA um allan heim,“ sagði talsmaður FIFA. „Öryggi og öryggisgæsla eru augljóslega á ábyrgð stjórnvalda og þau ákveða hvað er best fyrir almannaöryggi. Við vonum að allar sextán gestgjafaborgir okkar verði tilbúnar til að halda mótið með góðum árangri og uppfylla allar nauðsynlegar kröfur.“ Á fimmtudag sagði Trump að „götuvaldatökur“ hefðu átt sér stað í Boston og fullyrti að FIFA myndi færa leiki fyrir úrslitakeppnina næsta sumar ef hann bæði um það. „Ef einhver stendur sig illa og ef mér finnst aðstæður óöruggar myndi ég hringja í Gianni, yfirmann FIFA, sem er stórkostlegur, og ég myndi segja:,Færum þetta á annan stað‘,“ sagði hann við fréttamenn í Bandaríkjunum á þriðjudag. „Og hann myndi gera það. Hann væri ekki hrifinn af því en hann myndi gera það mjög auðveldlega. Hann myndi gera það og þetta er rétti tíminn til að gera það. Ég gæti sagt það sama um Ólympíuleikana. „Ef ég héldi að L.A. yrðu ekki undirbúnar almennilega myndi ég færa þá á annan stað. Ef ég þyrfti að gera það í því tilfelli þyrfti ég líklega að fá annars konar leyfi, en við myndum gera það,“ sagði Donald Trump. Donald Trump has a longstanding bromance with Gianni Infantino 👬But does that explain why the FIFA president attended the Gaza peace summit in Egypt? pic.twitter.com/mtrUJ9SjDb— DW Sports (@dw_sports) October 15, 2025
FIFA HM 2026 í fótbolta Donald Trump Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira