„Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 16. október 2025 21:28 Frank Aaron Booker var öflugur í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Valur vann í kvöld sinn fyrsta sigur í Bónusdeild karla þetta tímabilið þegar þeir lögðu nýliða Ármann að velli með níu stiga mun 94-83. Frank Aron Booker var að vonum ánægður með sigurinn sem Valsmenn þurftu svo sannarlega að hafa fyrir. „Svona er körfuboltinn stundum. Maður þarf stundum að hafa smá fyrir þessu,“ sagði Frank Aron Booker eftir leikinn í kvöld. „Í endann þá fengum við sigurinn og það er það eina sem skiptir máli. Við þurfum bara að læra af þessu og horfa á video-ið og verða betri. Það er bara október.“ Staðan var jöfn eftir þriðja leikhluta en Valsliðið sigldi svo fram úr í fjórða og hafði á endanum níu stiga sigur. „Það er 100% vörnin. Það er það eina sem kom okkur í gang þarna í endann og þeir náðu ekki að setja eins mikið af auðveldum skotum og við náðum að frákasta vel þarna í endann og ég held að það hafi verið það eina sem kemur úr þessu frá mér.“ Frank Aron Booker átti virkilega góðan leik og var með tvöfalda tvennu í kvöld, 24 stig og 12 fráköst. Hann finnur þó ekki endilega fyrir meiri ábyrgð á sér í sóknarleiknum. „Já kannski, ég er samt bara sami leikmaður og ég er búin að vera en núna þá tek ég bara opin skot og reyni að taka eins mörg fráköst og spila vörn.“ „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur í endann“ Embed: Leik lokið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana - Vísir https://www.visir.is/g/20252790331d/i-beinni-valur-ar-mann-lid-i-leit-ad-fyrsta-sigri Valur tapaði fyrstu tveim leikjum sínum í deildinni og er því kærkomið að ná í sigurinn í kvöld. „Það er mjög gott fyrir sálina. Við erum ekki 0-3 heldur 1-2 og það er allt í lagi, við tökum þetta bara með okkur í bankann og höldum bara áfram að læra frá svona leikjum og harka bara í gegnum þetta“ Valsliðið í ár er aðeins öðruvísi en við höfum séð síðustu ár en hverju má búast við frá Valsliðinu í ár? „Vonandi fleiri sigrar og miklu betri vörn. Hraði þegar við fáum góð stopp. Ég vona að við komum frá þessu hérna, lærum af þessu og höldum áfram. Síðustu leikir voru mjög erfiðir en mjög góðir og við tökum bara allt sem við getum tekið frá þessu og lærum,“ sagði Frank Aron Booker að lokum. Valur Körfuboltakvöld Körfubolti Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Sjá meira
„Svona er körfuboltinn stundum. Maður þarf stundum að hafa smá fyrir þessu,“ sagði Frank Aron Booker eftir leikinn í kvöld. „Í endann þá fengum við sigurinn og það er það eina sem skiptir máli. Við þurfum bara að læra af þessu og horfa á video-ið og verða betri. Það er bara október.“ Staðan var jöfn eftir þriðja leikhluta en Valsliðið sigldi svo fram úr í fjórða og hafði á endanum níu stiga sigur. „Það er 100% vörnin. Það er það eina sem kom okkur í gang þarna í endann og þeir náðu ekki að setja eins mikið af auðveldum skotum og við náðum að frákasta vel þarna í endann og ég held að það hafi verið það eina sem kemur úr þessu frá mér.“ Frank Aron Booker átti virkilega góðan leik og var með tvöfalda tvennu í kvöld, 24 stig og 12 fráköst. Hann finnur þó ekki endilega fyrir meiri ábyrgð á sér í sóknarleiknum. „Já kannski, ég er samt bara sami leikmaður og ég er búin að vera en núna þá tek ég bara opin skot og reyni að taka eins mörg fráköst og spila vörn.“ „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur í endann“ Embed: Leik lokið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana - Vísir https://www.visir.is/g/20252790331d/i-beinni-valur-ar-mann-lid-i-leit-ad-fyrsta-sigri Valur tapaði fyrstu tveim leikjum sínum í deildinni og er því kærkomið að ná í sigurinn í kvöld. „Það er mjög gott fyrir sálina. Við erum ekki 0-3 heldur 1-2 og það er allt í lagi, við tökum þetta bara með okkur í bankann og höldum bara áfram að læra frá svona leikjum og harka bara í gegnum þetta“ Valsliðið í ár er aðeins öðruvísi en við höfum séð síðustu ár en hverju má búast við frá Valsliðinu í ár? „Vonandi fleiri sigrar og miklu betri vörn. Hraði þegar við fáum góð stopp. Ég vona að við komum frá þessu hérna, lærum af þessu og höldum áfram. Síðustu leikir voru mjög erfiðir en mjög góðir og við tökum bara allt sem við getum tekið frá þessu og lærum,“ sagði Frank Aron Booker að lokum.
Valur Körfuboltakvöld Körfubolti Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Sjá meira