Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. október 2025 10:58 Rakel Guðfinnsdóttir, eigandi Okkar talþjálfun. Bylgjan Yfir þúsund börn bíða í þrjú til fjögur ár eftir því að komast til talmeinafræðings. Eigandi Okkar talþjálfun segir nýjan veruleika blasa við þeim með aukinni kunnáttu barna í ensku á kostnað íslenskunnar. Rakel Guðfinnsdóttir, einn eigandi Okkar talþjálfun, hefur starfað í geiranum í næstum áratug. Hún upplifir að miklar breytingar hafi átt sér stað á þeim tíma en á milli þúsund og fimmtán hundruð börn eru á biðlista til að komast til talmeinafræðings. Rakel segir börnin almennt þurfa að bíða í þrjú til fjögur ár eftir tíma. „Okkar tilfinning er algjörlega sú að landslagið er að breytast. Enskan er að bætast mikið inn í,“ segir Rakel sem ræddi málin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þau börn sem koma til okkar eru þau börn sem eru hvað verst stödd af því við erum að vinna með málþroskavanda. Við erum ekki að sjá alla heildina en þegar við erum að leggja fyrir próf sem eiga að taka á íslenskunni og þegar talað er um málskilning er orðaforði grunnþáttur þar. Því fleiri orð sem við þekkjum því betur skiljum við umhverfið okkar og getum tjáð okkur,“ segir hún. Niðurstöður prófsins geti verið sláandi þar sem börn þekki ekki algeng orð á íslensku heldur einungis á ensku. „Þegar við erum að taka próf og börnin vita ekki algeng orð í íslensku en þau vita þau á ensku þá stöndum við frammi fyrir nýjum veruleika.“ Foreldrar þurfi að tala við börnin sín Rakel kallar eftir átaki í þágu barnanna vegna stöðu mála. Einhver vitundavarkning hefur farið af stað og nefnir Rakel að talmeinafræðingar reyni að heimsækja skóla í fræðsluskyni. Hins vegar séu afar fáir starfandi talmeinafræðingar. „Bæði vegna tungumálsins sjálfs en svo líka barnanna vegna. Við erum að horfa á að það er aukin vanlíðan hjá börnunum okkar. Ef þú skilur ekki tungumálið getur vanlíðan eykst,“ segir hún. Lausnin sé að tala meira við börnin sín og leiðrétta. Hins vegar þurfi að fara rétt að og ekki leiðrétta þau á neikvæðan hátt heldur uppbyggilega. „Í staðinn fyrir að leiðbeina þeim rétt getur það orðið til þess að þau hætti að tala við okkur. Við þurfum að vera meðvituð sjálf að búa til gæðastundir,“ segir hún. „Það er alveg hrikalega og ofboðslega erfitt að horfa upp á þetta.“ Hún bendir á að foreldrar geti fundið leiðbeiningar fyrir börnin sín á Heilsuveru. Bítið Bylgjan Íslensk tunga Börn og uppeldi Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Rakel Guðfinnsdóttir, einn eigandi Okkar talþjálfun, hefur starfað í geiranum í næstum áratug. Hún upplifir að miklar breytingar hafi átt sér stað á þeim tíma en á milli þúsund og fimmtán hundruð börn eru á biðlista til að komast til talmeinafræðings. Rakel segir börnin almennt þurfa að bíða í þrjú til fjögur ár eftir tíma. „Okkar tilfinning er algjörlega sú að landslagið er að breytast. Enskan er að bætast mikið inn í,“ segir Rakel sem ræddi málin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þau börn sem koma til okkar eru þau börn sem eru hvað verst stödd af því við erum að vinna með málþroskavanda. Við erum ekki að sjá alla heildina en þegar við erum að leggja fyrir próf sem eiga að taka á íslenskunni og þegar talað er um málskilning er orðaforði grunnþáttur þar. Því fleiri orð sem við þekkjum því betur skiljum við umhverfið okkar og getum tjáð okkur,“ segir hún. Niðurstöður prófsins geti verið sláandi þar sem börn þekki ekki algeng orð á íslensku heldur einungis á ensku. „Þegar við erum að taka próf og börnin vita ekki algeng orð í íslensku en þau vita þau á ensku þá stöndum við frammi fyrir nýjum veruleika.“ Foreldrar þurfi að tala við börnin sín Rakel kallar eftir átaki í þágu barnanna vegna stöðu mála. Einhver vitundavarkning hefur farið af stað og nefnir Rakel að talmeinafræðingar reyni að heimsækja skóla í fræðsluskyni. Hins vegar séu afar fáir starfandi talmeinafræðingar. „Bæði vegna tungumálsins sjálfs en svo líka barnanna vegna. Við erum að horfa á að það er aukin vanlíðan hjá börnunum okkar. Ef þú skilur ekki tungumálið getur vanlíðan eykst,“ segir hún. Lausnin sé að tala meira við börnin sín og leiðrétta. Hins vegar þurfi að fara rétt að og ekki leiðrétta þau á neikvæðan hátt heldur uppbyggilega. „Í staðinn fyrir að leiðbeina þeim rétt getur það orðið til þess að þau hætti að tala við okkur. Við þurfum að vera meðvituð sjálf að búa til gæðastundir,“ segir hún. „Það er alveg hrikalega og ofboðslega erfitt að horfa upp á þetta.“ Hún bendir á að foreldrar geti fundið leiðbeiningar fyrir börnin sín á Heilsuveru.
Bítið Bylgjan Íslensk tunga Börn og uppeldi Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira