Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Kjartan Kjartansson skrifar 17. október 2025 15:38 Vörugjald á nýja rafbíla eins og Teslur fellur niður nái tillaga fjármálaráðherra fram að ganga. Vísir/EPA Fjármálaráðherra leggur til að vörugjald á nýjum bílum sem ganga fyrir hreinni íslenskri orku verði fellt niður á næsta ári. Niðurfellingin nær þá til raf-, metan- og vetnisbíla. Samhliða á að hækka vörugjald sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Tillaga ráðherrans tengist breytingum á ýmsum lögum vegna fjárlaga næsta árs. Markmið breytinganna er sagt að skapa varanlega hvata til að velja ökutæki sem nota hreina innlenda orkugjafa í stað þeirra sem ganga fyrir innfluttri orku. Með þeim yrði fimm prósent vörugjald á rafbíla fellt niður. Breytingarnar hafa ekki áhrif á beina styrki sem Orkusjóður veitir til rafbílakaupa. Sá styrkur hefur numið að hámarki 900.000 krónum en lækkar í 500.000 á næsta ári. Vörugjald á almennar fólksbifreiðar hækkar úr fimm prósentum í fimmtán með breytingunum. Auk þess á að herða losunarviðmið útblástur ökutækja sem losa koltvísýring. Metanbílar falla ekki undir það þótt þeir losi koltvísýring. Fyrir bifreiðar sem ganga að öllu leyti eða að hluta fyrir jarðefnaeldsneyti og báru áður þrettán prósent vörugjald hækkar það upp í tuttugu prósent samkvæmt tillögu fjármálaráðherra. Í þessum flokki eru einkum vinnuvélar og ökutæki til sérhæfðra nota, að því er segir í tilkynningu ráðuneytis hans. Vörugjald af ökutækjum sem bera nú þrjátíu prósent gjald á að hækka í fjörutíu prósent. Þar undir eru minni hópferðabifreiðar, bifhjól og fjórhjól. Færri ívilnanir og undanþágur Breytingarnar á vörugjaldi á bifreiðar eiga að skila ríkissjóði 7,5 milljarða króna í auknar tekjur á næsta ári. Náist markmiði þeirra um að vistvænni ökutækjum fjölgi á kostnað jarðefnaeldsneytisökutækja ættu tekjurnar að lækka á næstu árum. Engu að síður eiga breytingarnar ekki að hafa mikil áhrif á almenning og verðbólgu í ljósi þess að aðeins um fimmtungur nýskráðra bíla hafi verið dísil- eða bensínbílar á undanförnum árum. Meiri en helmingur nýskráðra bíla einstaklinga hafi verið rafbílar. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra vill einfalda hvata til orkuskipta. Breytingar sem hann leggur til hygla bifreiðum sem ganga fyrir rafmagni, metani eða vetni sem er framleitt á Íslandi.Vísir/Einar Þá er markmið breytinganna sagt að einfalda stjórnsýslu og auka skilvirkni hennar með því að fækka sértækum ívilnunum og undanþágum. Í stað upptalningar á tilteknum tegundum ökutækja í lögunum er lagt til að undanþága frá vörugjöldum taki til allra vélknúinna ökutækja, eins og þau eru skilgreind í umferðarlögum, sem ganga fyrir metani, rafmagni eða vetni. Með því að setja eina meginreglu þar sem að ökutæki sem ganga fyrir rafmagni greiði ekki vörugjöld eru lögin einfölduð og ýmis sérákvæði felld brott. Önnur breytingin á jafnmörgum árum Töluvert hringl hefur verið með ívilnanir til rafbílakaupa á Íslandi undanfarin ár. Þeir voru til nokkurra ára undanþegnir virðisaukaskatti en sú undanþága var felld niður í fyrra. Þá voru í staðinn veittir beinir styrkir til rafbílakaupa sem kaupendur þurftu að sækja um í Orkusjóð. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, gagnrýndi að ívilanir til rafbílakaupa hefðu fyrst og fremst runnið til tekjuhærri einstaklinga til þessa og boðaði breytingar á stuðningi stjórnvalda við orkuskipti í samgöngum fyrr á þessu ári. Leigubílar, ferðamannarútur og fornbílar fá gjald Sérstök undanþága fyrir sérsmíðaðar keppnisbifreiðar og keppnisbifhjól er felld brott með breytingunum sem fjármálaráðherra leggur til. Slík ökutæki eru því felld undir almennu regluna um vörugjöld. Sérákvæði varðandi leigubíla, ökukennslu og sérútbúnar bifreiðar til fólksflutninga ferðamanna eiga einnig að falla út. Þannig taki vörugjöld mið af bifreiðinni sjálfri en ekki notanda hennar. Ökutæki eldri en fjörutíu ára, þ.e. fornbílar sem fluttir eru til landsins til nýskráningar, greiða nú 13% vörugjald en munu með breytingunni falla undir almennu regluna óháð aldri. Fréttin hefur verið uppfærð. Vistvænir bílar Bílar Orkuskipti Fjárlagafrumvarp 2026 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Loftslagsmál Skattar og tollar Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Tillaga ráðherrans tengist breytingum á ýmsum lögum vegna fjárlaga næsta árs. Markmið breytinganna er sagt að skapa varanlega hvata til að velja ökutæki sem nota hreina innlenda orkugjafa í stað þeirra sem ganga fyrir innfluttri orku. Með þeim yrði fimm prósent vörugjald á rafbíla fellt niður. Breytingarnar hafa ekki áhrif á beina styrki sem Orkusjóður veitir til rafbílakaupa. Sá styrkur hefur numið að hámarki 900.000 krónum en lækkar í 500.000 á næsta ári. Vörugjald á almennar fólksbifreiðar hækkar úr fimm prósentum í fimmtán með breytingunum. Auk þess á að herða losunarviðmið útblástur ökutækja sem losa koltvísýring. Metanbílar falla ekki undir það þótt þeir losi koltvísýring. Fyrir bifreiðar sem ganga að öllu leyti eða að hluta fyrir jarðefnaeldsneyti og báru áður þrettán prósent vörugjald hækkar það upp í tuttugu prósent samkvæmt tillögu fjármálaráðherra. Í þessum flokki eru einkum vinnuvélar og ökutæki til sérhæfðra nota, að því er segir í tilkynningu ráðuneytis hans. Vörugjald af ökutækjum sem bera nú þrjátíu prósent gjald á að hækka í fjörutíu prósent. Þar undir eru minni hópferðabifreiðar, bifhjól og fjórhjól. Færri ívilnanir og undanþágur Breytingarnar á vörugjaldi á bifreiðar eiga að skila ríkissjóði 7,5 milljarða króna í auknar tekjur á næsta ári. Náist markmiði þeirra um að vistvænni ökutækjum fjölgi á kostnað jarðefnaeldsneytisökutækja ættu tekjurnar að lækka á næstu árum. Engu að síður eiga breytingarnar ekki að hafa mikil áhrif á almenning og verðbólgu í ljósi þess að aðeins um fimmtungur nýskráðra bíla hafi verið dísil- eða bensínbílar á undanförnum árum. Meiri en helmingur nýskráðra bíla einstaklinga hafi verið rafbílar. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra vill einfalda hvata til orkuskipta. Breytingar sem hann leggur til hygla bifreiðum sem ganga fyrir rafmagni, metani eða vetni sem er framleitt á Íslandi.Vísir/Einar Þá er markmið breytinganna sagt að einfalda stjórnsýslu og auka skilvirkni hennar með því að fækka sértækum ívilnunum og undanþágum. Í stað upptalningar á tilteknum tegundum ökutækja í lögunum er lagt til að undanþága frá vörugjöldum taki til allra vélknúinna ökutækja, eins og þau eru skilgreind í umferðarlögum, sem ganga fyrir metani, rafmagni eða vetni. Með því að setja eina meginreglu þar sem að ökutæki sem ganga fyrir rafmagni greiði ekki vörugjöld eru lögin einfölduð og ýmis sérákvæði felld brott. Önnur breytingin á jafnmörgum árum Töluvert hringl hefur verið með ívilnanir til rafbílakaupa á Íslandi undanfarin ár. Þeir voru til nokkurra ára undanþegnir virðisaukaskatti en sú undanþága var felld niður í fyrra. Þá voru í staðinn veittir beinir styrkir til rafbílakaupa sem kaupendur þurftu að sækja um í Orkusjóð. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, gagnrýndi að ívilanir til rafbílakaupa hefðu fyrst og fremst runnið til tekjuhærri einstaklinga til þessa og boðaði breytingar á stuðningi stjórnvalda við orkuskipti í samgöngum fyrr á þessu ári. Leigubílar, ferðamannarútur og fornbílar fá gjald Sérstök undanþága fyrir sérsmíðaðar keppnisbifreiðar og keppnisbifhjól er felld brott með breytingunum sem fjármálaráðherra leggur til. Slík ökutæki eru því felld undir almennu regluna um vörugjöld. Sérákvæði varðandi leigubíla, ökukennslu og sérútbúnar bifreiðar til fólksflutninga ferðamanna eiga einnig að falla út. Þannig taki vörugjöld mið af bifreiðinni sjálfri en ekki notanda hennar. Ökutæki eldri en fjörutíu ára, þ.e. fornbílar sem fluttir eru til landsins til nýskráningar, greiða nú 13% vörugjald en munu með breytingunni falla undir almennu regluna óháð aldri. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vistvænir bílar Bílar Orkuskipti Fjárlagafrumvarp 2026 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Loftslagsmál Skattar og tollar Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira