Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2025 07:31 Norskir skíðaskotfimimenn mæta á keppnistaðinn í Þýskalandi með þyrlu sem þykir mjög óvenjulegt. EPA/HANNIBAL HANSCHKE Norskir skíðaskotfimimenn hafa tekið þá sérstöku ákvörðun að fljúga með einkaþyrlu á næstu keppni sína. Um helgina fer fram sýningarmótið „Loop One“ í fyrsta sinn en það verður haldið í Ólympíugarðinum í München. Tímabilið byrjar vanalega ekki svo snemma hjá bestu skíðaskotfimimönnum heims og norska ríkisútvarpið segir að það séu ekki allir ánægðir með þessa nýjung Alþjóðaskíðaskotfimissambandsins (IBU). Keppnin rekst meðal annars á við háfjallaæfingabúðir norska landsliðsins í Lavazè þar sem undirbúningurinn fyrir Vetrarólympíuleikana er þegar hafinn. „Það verður svolítið erfitt að gera hvort tveggja. En svo hafa stjórnendurnir fundið lausn sem er eins hagkvæm og mögulegt er, sem er kannski ekki það sem við viljum standa fyrir hvað varðar sjálfbærni,“ sagði Sturla Holm Lægreid við NRK. Þar vísar hann í átak hjá skíðagöngumönnunum að minnka losun gróðurhúsalofttegunda var nefnt af Norska skíðaskotfimissambandinu sem eitt af þremur mikilvægum málum fyrir sambandið undir þemanu sjálfbærni. Þeir hafa sett sér það undirmarkmið að minnka kolefnisspor sitt fyrir árið 2026. Lausnin er því ekki hagkvæm fyrir umhverfið en hún er sú að norsku skíðaskotfimistjörnurnar munu taka þyrlu frá Norður-Ítalíu til Þýskalands, ferð sem tekur eina klukkustund en þetta eru um tvö hundruð kílómetrar í beinni loftlínu. Sama vegalengd myndi taka um fimm klukkustundir í bíl. Þyrluflugið kostar fjórtán þúsund evrur fram og til baka, sem eru tæplega tvær milljónir í íslenskum krónum. Að sögn Per Arne Botnan, íþróttastjóra hjá Norska skíðaskotfimissambandinu, stefna þeir nú á að taka tvær þyrlur til að koma öllum keppendum og þjálfurum frá Lavazè. „Þetta er ekki eitthvað sem ég vildi í upphafi, en svo koma Ólympíuleikarnir og þetta er eitthvað sem við teljum okkur neydd til af IBU. Þetta var eina leiðin til að takmarka skaðann af háfjalladvölinni,“ sagði Lægreid. Skíðaíþróttir Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira
Um helgina fer fram sýningarmótið „Loop One“ í fyrsta sinn en það verður haldið í Ólympíugarðinum í München. Tímabilið byrjar vanalega ekki svo snemma hjá bestu skíðaskotfimimönnum heims og norska ríkisútvarpið segir að það séu ekki allir ánægðir með þessa nýjung Alþjóðaskíðaskotfimissambandsins (IBU). Keppnin rekst meðal annars á við háfjallaæfingabúðir norska landsliðsins í Lavazè þar sem undirbúningurinn fyrir Vetrarólympíuleikana er þegar hafinn. „Það verður svolítið erfitt að gera hvort tveggja. En svo hafa stjórnendurnir fundið lausn sem er eins hagkvæm og mögulegt er, sem er kannski ekki það sem við viljum standa fyrir hvað varðar sjálfbærni,“ sagði Sturla Holm Lægreid við NRK. Þar vísar hann í átak hjá skíðagöngumönnunum að minnka losun gróðurhúsalofttegunda var nefnt af Norska skíðaskotfimissambandinu sem eitt af þremur mikilvægum málum fyrir sambandið undir þemanu sjálfbærni. Þeir hafa sett sér það undirmarkmið að minnka kolefnisspor sitt fyrir árið 2026. Lausnin er því ekki hagkvæm fyrir umhverfið en hún er sú að norsku skíðaskotfimistjörnurnar munu taka þyrlu frá Norður-Ítalíu til Þýskalands, ferð sem tekur eina klukkustund en þetta eru um tvö hundruð kílómetrar í beinni loftlínu. Sama vegalengd myndi taka um fimm klukkustundir í bíl. Þyrluflugið kostar fjórtán þúsund evrur fram og til baka, sem eru tæplega tvær milljónir í íslenskum krónum. Að sögn Per Arne Botnan, íþróttastjóra hjá Norska skíðaskotfimissambandinu, stefna þeir nú á að taka tvær þyrlur til að koma öllum keppendum og þjálfurum frá Lavazè. „Þetta er ekki eitthvað sem ég vildi í upphafi, en svo koma Ólympíuleikarnir og þetta er eitthvað sem við teljum okkur neydd til af IBU. Þetta var eina leiðin til að takmarka skaðann af háfjalladvölinni,“ sagði Lægreid.
Skíðaíþróttir Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira