Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar 18. október 2025 08:00 Væru það kjarakaup ef viðkomandi væri að versla sér í matinn? Eitthvað segir mér að svo sé ekki. Af einhverjum ástæðum er það samt raunveruleikinn sem Reykjavíkurborg vill bjóða nemendum í grunnskólum upp á. Því þegar nemendur fara upp í unglingadeild er þeim boðið upp á að fá hálft ár í sundi í 8. og 9. bekk. En eiga að komast yfir námsefni sem spannar þriggja ára skólagöngu. Samkvæmt aðalnámskrá er gert ráð fyrir að nemendur í unglingadeild fái 120 mínútur af skipulagðri kennslu í skólaíþróttum. Tveimur í skólaíþróttum og einum í skólasundi. Er sanngjarnt að gera sömu kröfur til nemenda sem fá eitt skólaár af kennslu sem átti að taka þrjú? Er þá nokkuð að undra fyrst sífellt sé verið að slá af kröfum um hæfni. Röksemdafærslan sem lagt var upp með var sú að nemendur upplifðu sig vera búinn að læra nóg og væru orðin flugsynd eftir miðstig. Einnig var bent á að nemendur gætu þá fengið annan hreyfitíma á móti. Fyrir þorra nemenda heldur hvorug fullyrðing vatni. Margir hverjir ráða ekki við gömlu sundstigin og það eru algjör undantekning ef þau fá leikfimitíma á móti, það er nánast óheyrt. Þau eru að tapa tímum í báða enda. Svo verið er að þverbrjóta lög um grunnskóla hvernig sem á málið er litið. Mögulega til þess að spara. En hvert fóru peningarnir sem spöruðust á því að slá af sundkennslunni? Allavega ekki til að auka vægi hreyfináms á öðrum vígstöðvum grunnskólanna svo mikið er víst. Önnur röksemdafærsla var hversu berskjaldaður viðkomandi er í klefanum, því þar geta orðið árekstrar. Að fara nakin í sturtu og þrífa sig fyrir framan aðra. En hvað sem því líður er þetta sennilega síðasta vígið þar sem þau fá raunhæfa mynda af mannslíkamanum. Ekki finna ungmennin okkar það á samfélagsmiðlum þar sem unnar myndir og eitthvað þaðan af verra er í boði. Er það í alvöru álitamál hvort hollt sé fyrir nemendur að sleppa því sem er erfitt og kvíðavaldandi, því þannig getur lífið verið. Er ekki skólans að undirbúa nemendur fyrir lífið? En svo er auðvitað lokahnykkurinn, Íslendingar hafa frá landnámi háð harða baráttu við hafið. Það er tiltölulega stutt síðan þorri landsmanna þekkti einhvern sem hefur drukknað. Ef haldið er áfram á sömu braut gæti það veruleikinn á ný. Það er ekki framtíð sem nokkrum ætti að hugnast. Höfundur er kennari og hreyfináms lobbíisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Már Sigurðsson Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Væru það kjarakaup ef viðkomandi væri að versla sér í matinn? Eitthvað segir mér að svo sé ekki. Af einhverjum ástæðum er það samt raunveruleikinn sem Reykjavíkurborg vill bjóða nemendum í grunnskólum upp á. Því þegar nemendur fara upp í unglingadeild er þeim boðið upp á að fá hálft ár í sundi í 8. og 9. bekk. En eiga að komast yfir námsefni sem spannar þriggja ára skólagöngu. Samkvæmt aðalnámskrá er gert ráð fyrir að nemendur í unglingadeild fái 120 mínútur af skipulagðri kennslu í skólaíþróttum. Tveimur í skólaíþróttum og einum í skólasundi. Er sanngjarnt að gera sömu kröfur til nemenda sem fá eitt skólaár af kennslu sem átti að taka þrjú? Er þá nokkuð að undra fyrst sífellt sé verið að slá af kröfum um hæfni. Röksemdafærslan sem lagt var upp með var sú að nemendur upplifðu sig vera búinn að læra nóg og væru orðin flugsynd eftir miðstig. Einnig var bent á að nemendur gætu þá fengið annan hreyfitíma á móti. Fyrir þorra nemenda heldur hvorug fullyrðing vatni. Margir hverjir ráða ekki við gömlu sundstigin og það eru algjör undantekning ef þau fá leikfimitíma á móti, það er nánast óheyrt. Þau eru að tapa tímum í báða enda. Svo verið er að þverbrjóta lög um grunnskóla hvernig sem á málið er litið. Mögulega til þess að spara. En hvert fóru peningarnir sem spöruðust á því að slá af sundkennslunni? Allavega ekki til að auka vægi hreyfináms á öðrum vígstöðvum grunnskólanna svo mikið er víst. Önnur röksemdafærsla var hversu berskjaldaður viðkomandi er í klefanum, því þar geta orðið árekstrar. Að fara nakin í sturtu og þrífa sig fyrir framan aðra. En hvað sem því líður er þetta sennilega síðasta vígið þar sem þau fá raunhæfa mynda af mannslíkamanum. Ekki finna ungmennin okkar það á samfélagsmiðlum þar sem unnar myndir og eitthvað þaðan af verra er í boði. Er það í alvöru álitamál hvort hollt sé fyrir nemendur að sleppa því sem er erfitt og kvíðavaldandi, því þannig getur lífið verið. Er ekki skólans að undirbúa nemendur fyrir lífið? En svo er auðvitað lokahnykkurinn, Íslendingar hafa frá landnámi háð harða baráttu við hafið. Það er tiltölulega stutt síðan þorri landsmanna þekkti einhvern sem hefur drukknað. Ef haldið er áfram á sömu braut gæti það veruleikinn á ný. Það er ekki framtíð sem nokkrum ætti að hugnast. Höfundur er kennari og hreyfináms lobbíisti.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun