Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar 18. október 2025 08:32 Því miður eru börn, sérstaklega þau sem standa höllum fæti, oftar en ekki látin mæta afgangi í samfélaginu. Yfirvöld tala og tala en gera svo gott sem ekkert nema að ferðast erlendis vikulega og birta af sér glansmyndir á samfélagsmiðlum Nú síðast hröktust tvær mæður með lífshættulega veika syni sína alla leið til S-Afríku vegna þess að ekkert úrræði er til fyrir drengina hérlendis. Þetta eru ekki einu fjölskyldurnar sem ekki fá lífsnauðsynlega þjónustu fyrir börnin sín. Það deyja börn árlega úr fíknisjúkdómum en það virðist vera álitinn ásættanlegur fórnarkostnaður málaflokksins. Þessu mótmæli ég harðlega og segi að þetta þurfi ekki að vera svona í okkar ríka landi. Þessar hugrökku mæður sinna sinni grunnskyldu að vernda börnin sín á eigin kostnað þrátt fyrir að Í lögum um sjúkratryggingar segi: ,,Sjúkratryggingar Íslands geta greitt kostnað við nauðsynlega meðferð erlendis ef sambærileg meðferð er ekki veitt hér á landi eða ef hún er ekki tiltæk innan hæfilegs tíma.“ Hver mínúta og hver dagur skipta þessi börn og fjölskyldur þeirra öllu máli. Allir fá í magann þegar síminn hringir, er þetta tilkynningin sem fjölskyldan fær um að eitthvað hræðilegt hafi gerst í harkalegum heimi fíknarinnar? Þetta þarf ekki að vera svona. Þetta er val þeirra sem stjórna og getuleysi þeirra um að kenna. Það virðist einfaldlega skipta minna máli þegar um ákveðin börn eða sjúkdóma er að ræða eins dapurlegt og það er. Skv. umræðunni eru þetta kannski 20 drengir sem eru í stanslausri lífshættu og sjálfseyðilegginu, stúlkum er búin skárri staða. Hvers vegna er ekki hægt að koma upp amk góðu bráðabirgðaúrræði 1, 2 og 3 fyrir þennan hóp? Í Covid var hægt að hrista fram úr erminni, á10-12 dögum, sérhæfða og flókna sjúkrahúsdeild. Skv. yfirlækni deildarinnar kom fram að: ,,Framkvæmdin við deildina var mjög flókin og fordæmalaus, bæði tæknilega og skipulagslega. Þetta var eins og að byggja flugvél á meðan hún er í loftinu“ Þetta sýnir svart á hvítu að þegar pólitískur vilji og forgangsröðun eru til staðar, er allt hægt – líka að bjarga börnum. Ég er nokkuð viss um að ef það væru börn þeirra sem ráða sem væru í þessum hrikalegu aðstæðum væri verkstjórnin betri. Löngu væri búið að koma upp almennilegu úrræði eða amk að greiða götu þeirra sem þurfa á aðstoð að halda að komast í góða meðferð erlendis, eins og kveður á um í sjúkratryggingum. Fækkum ferðum, sleppum glansmyndunum og einbeitum okkur að innihaldi í stað umbúða. Sinnum okkar viðkvæmustu hópum þannig að sómi sé af. Tíma margra barna er að renna út, líf þeirra og öll framtíð eru í húfi. Gerum í stað þess að blaðra bara, það er vel hægt. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Því miður eru börn, sérstaklega þau sem standa höllum fæti, oftar en ekki látin mæta afgangi í samfélaginu. Yfirvöld tala og tala en gera svo gott sem ekkert nema að ferðast erlendis vikulega og birta af sér glansmyndir á samfélagsmiðlum Nú síðast hröktust tvær mæður með lífshættulega veika syni sína alla leið til S-Afríku vegna þess að ekkert úrræði er til fyrir drengina hérlendis. Þetta eru ekki einu fjölskyldurnar sem ekki fá lífsnauðsynlega þjónustu fyrir börnin sín. Það deyja börn árlega úr fíknisjúkdómum en það virðist vera álitinn ásættanlegur fórnarkostnaður málaflokksins. Þessu mótmæli ég harðlega og segi að þetta þurfi ekki að vera svona í okkar ríka landi. Þessar hugrökku mæður sinna sinni grunnskyldu að vernda börnin sín á eigin kostnað þrátt fyrir að Í lögum um sjúkratryggingar segi: ,,Sjúkratryggingar Íslands geta greitt kostnað við nauðsynlega meðferð erlendis ef sambærileg meðferð er ekki veitt hér á landi eða ef hún er ekki tiltæk innan hæfilegs tíma.“ Hver mínúta og hver dagur skipta þessi börn og fjölskyldur þeirra öllu máli. Allir fá í magann þegar síminn hringir, er þetta tilkynningin sem fjölskyldan fær um að eitthvað hræðilegt hafi gerst í harkalegum heimi fíknarinnar? Þetta þarf ekki að vera svona. Þetta er val þeirra sem stjórna og getuleysi þeirra um að kenna. Það virðist einfaldlega skipta minna máli þegar um ákveðin börn eða sjúkdóma er að ræða eins dapurlegt og það er. Skv. umræðunni eru þetta kannski 20 drengir sem eru í stanslausri lífshættu og sjálfseyðilegginu, stúlkum er búin skárri staða. Hvers vegna er ekki hægt að koma upp amk góðu bráðabirgðaúrræði 1, 2 og 3 fyrir þennan hóp? Í Covid var hægt að hrista fram úr erminni, á10-12 dögum, sérhæfða og flókna sjúkrahúsdeild. Skv. yfirlækni deildarinnar kom fram að: ,,Framkvæmdin við deildina var mjög flókin og fordæmalaus, bæði tæknilega og skipulagslega. Þetta var eins og að byggja flugvél á meðan hún er í loftinu“ Þetta sýnir svart á hvítu að þegar pólitískur vilji og forgangsröðun eru til staðar, er allt hægt – líka að bjarga börnum. Ég er nokkuð viss um að ef það væru börn þeirra sem ráða sem væru í þessum hrikalegu aðstæðum væri verkstjórnin betri. Löngu væri búið að koma upp almennilegu úrræði eða amk að greiða götu þeirra sem þurfa á aðstoð að halda að komast í góða meðferð erlendis, eins og kveður á um í sjúkratryggingum. Fækkum ferðum, sleppum glansmyndunum og einbeitum okkur að innihaldi í stað umbúða. Sinnum okkar viðkvæmustu hópum þannig að sómi sé af. Tíma margra barna er að renna út, líf þeirra og öll framtíð eru í húfi. Gerum í stað þess að blaðra bara, það er vel hægt. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar