Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar 18. október 2025 14:01 Flugumferðarstjórar hafa boðað fimm skæruverkföll frá og með morgundeginum sunnudaginn 19. október til laugardagsins 25. október. Verkföllin munu hafa áhrif á flugrekstur á Keflavíkurflugvelli, Reykjavíkurflugvelli og yfirflug á íslenska flugstjórnarsvæðinu. Verkföllin munu trufla ferðalög og valda íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum miklu fjárhagstjóni. Verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra eru fastir liðir eins og venjulega, flugumferðarstjórar láta hvorki heimsfaraldur, náttúrhamfarir né gjaldþrot íslenskra flugfélaga hafa áhrif á sig við samningaborðið. Forysta flugumferðarstjóra hefur fengið skýr skilaboð frá Samtökum atvinnulífsins um að ekki verður samið um launahækkanir umfram aðrar stéttir. Meginmarkmið gildandi kjarasamninga við allan vinnumarkaðinn var að ná efnahagslegum stöðugleika en flugumferðarstjórar telja sig undanskilda í krafti þess að þeir geta lokað flugsamgöngum til og frá landinu, á landinu og yfir landið. Samningaviðræður við forystu flugumferðarstjóra hafa staðið yfir sleitulaust allt árið. Áhrif verkfallsaðgerða flugumferðarstjóra eru mikil þrátt fyrir að stéttin sé fámenn. Ætla má að beinn kostnaður hagkerfisins af völdum algerrar stöðvunar flugsamgangna í einn dag nemi um 1,5 milljörðum. Hagkerfið verður af tekjum vegna minni neyslu ferðamanna þegar truflun verður á flugsamgöngum auk þess verður verulegt annars konar beint tjón sem flugfélög verða fyrir af völdum vinnustöðvunar. Fjárhagslegt tjón til skemmri tíma er eitt en til lengri tíma hafa aðgerðirnar slæm áhrif á ímynd Íslands sem áfangastaðar og draga úr trúverðugleika íslenskrar flugleiðsöguþjónustu. Auk þess er mikilvægt að líta til þess að öfugt við flest önnur nágrannaríki er flug til og frá landinu eina tenging okkar við útlönd, af því leiðir að tjón vegna stöðvunar flugsamgangna er umtalsvert meira en mælist í hagtölum. Fyrirhuguð verkföll sem hafa verið boðuð eru einungis fyrsta hrinan, í kjölfarið verður væntanlega boðað til fleiri verkfalla sem munu standa yfir á komandi vikum og mánuðum. Aðgerðir flugumferðarstjóra munu bitna á fjölda venjulegs fólks og þær munu bitna á fyrirtækjum í íslenskri ferðaþjónustu, draga þrótt úr útflutningsfyrirtækjum sem við byggjum okkar lífskjör á. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Margrét Oddsdóttir Kjaramál Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Flugumferðarstjórar hafa boðað fimm skæruverkföll frá og með morgundeginum sunnudaginn 19. október til laugardagsins 25. október. Verkföllin munu hafa áhrif á flugrekstur á Keflavíkurflugvelli, Reykjavíkurflugvelli og yfirflug á íslenska flugstjórnarsvæðinu. Verkföllin munu trufla ferðalög og valda íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum miklu fjárhagstjóni. Verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra eru fastir liðir eins og venjulega, flugumferðarstjórar láta hvorki heimsfaraldur, náttúrhamfarir né gjaldþrot íslenskra flugfélaga hafa áhrif á sig við samningaborðið. Forysta flugumferðarstjóra hefur fengið skýr skilaboð frá Samtökum atvinnulífsins um að ekki verður samið um launahækkanir umfram aðrar stéttir. Meginmarkmið gildandi kjarasamninga við allan vinnumarkaðinn var að ná efnahagslegum stöðugleika en flugumferðarstjórar telja sig undanskilda í krafti þess að þeir geta lokað flugsamgöngum til og frá landinu, á landinu og yfir landið. Samningaviðræður við forystu flugumferðarstjóra hafa staðið yfir sleitulaust allt árið. Áhrif verkfallsaðgerða flugumferðarstjóra eru mikil þrátt fyrir að stéttin sé fámenn. Ætla má að beinn kostnaður hagkerfisins af völdum algerrar stöðvunar flugsamgangna í einn dag nemi um 1,5 milljörðum. Hagkerfið verður af tekjum vegna minni neyslu ferðamanna þegar truflun verður á flugsamgöngum auk þess verður verulegt annars konar beint tjón sem flugfélög verða fyrir af völdum vinnustöðvunar. Fjárhagslegt tjón til skemmri tíma er eitt en til lengri tíma hafa aðgerðirnar slæm áhrif á ímynd Íslands sem áfangastaðar og draga úr trúverðugleika íslenskrar flugleiðsöguþjónustu. Auk þess er mikilvægt að líta til þess að öfugt við flest önnur nágrannaríki er flug til og frá landinu eina tenging okkar við útlönd, af því leiðir að tjón vegna stöðvunar flugsamgangna er umtalsvert meira en mælist í hagtölum. Fyrirhuguð verkföll sem hafa verið boðuð eru einungis fyrsta hrinan, í kjölfarið verður væntanlega boðað til fleiri verkfalla sem munu standa yfir á komandi vikum og mánuðum. Aðgerðir flugumferðarstjóra munu bitna á fjölda venjulegs fólks og þær munu bitna á fyrirtækjum í íslenskri ferðaþjónustu, draga þrótt úr útflutningsfyrirtækjum sem við byggjum okkar lífskjör á. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar