Handbolti

Eins marks sigur Eyja­manna í Mos­fells­bænum

Siggeir Ævarsson skrifar
Sveinn José Rivera skoraði átta mörk fyrir Eyjamenn í dag
Sveinn José Rivera skoraði átta mörk fyrir Eyjamenn í dag Vísir/Jón Gautur

Eyjamenn gerðu góða ferð í Mosfellsbæinn í dag þegar liðið lagði Aftureldingu 33-34 en sigurinn lyftir Eyjamönnum í 5. sæti Olís-deildarinnar.

Gestirnir leiddu með tveimur mörkum í hálfleik og náðu upp sex marka forskoti í seinni hálfleik. Þeir virtust vera nokkurn veginn með sigurinn í höndunum þegar Elís Þór Aðalsteinsson skoraði sitt fimmtánda mark í leiknum og kom Eyjamönnum 30-33 yfir og um tvær og hálf mínúta eftir.

Afturelding skoraði í kjölfarið síðustu tvö síðustu mörk leiksins en 32. markið kom ekki fyrr en rúmar tíu sekúndur voru á klukkunni og tíminn hlaupinn frá heimamönnum.

Elís Þór fór hamförum í liði ÍBV í dag og skoraði tæplega helming marka liðsins eða 15 mörk alls. Sveinn José Rivera kom næstur með átta.

Hjá heimamönnum var Árni Bragi Eyjólfsson markahæstur með tíu mörk og Stefán Magni Hjartarson skoraði sex.

Eyjamenn fara eins og áður sagði upp í fimmta sæti en Afturelding er áfram í öðru sæti, tveimur stigum á undan ÍBV og tveimur stigum á eftir Haukum sem tróna á toppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×