Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. október 2025 12:14 Arnar Hjálmsson er formaður Félags flugumferðarstjóra. Vísir/Vilhelm Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilu flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. Fyrstu verkfallsaðgerðir hófust í gærkvöldi og eru frekari aðgerðir boðaðar í nótt. Verkfall flugumferðarstjóra hófst klukkan tíu í gærkvöldi og stóð til klukkan þrjú í nótt. Lágmarksmönnun var þó á vöktum og sjúkra- og neyðarflugi áfram sinnt, sem og flugi Landhelgisgæslunnar. Kunnuglegt stef Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir að ekki hafi enn verið boðað til nýs fundar með Samtökum atvinnulífsins. Hann geri þó ráð fyrir að fundur verði boðaður í dag. Í viðtali í gær sagði Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, að flugumferðarstjórar fengju ekki meiri hækkanir en samið hefði verið um við aðrar stéttir. Þá sagði hún að um væri að ræða hálaunastétt í skæruverkföllum. „Þetta er svo sem allt mjög kunnuglegt stef. Hálaunastétt og ekki hálaunastétt. Við erum ekki með hærri grunlaun en það að lægstu þrep töflunnar okkar myndu taka krónutöluhækkun ef við myndum taka sömu samninga og gerðir voru fyrir ári síðan,“ segir Arnar. Leiða hafi verið leitað til þess að komast út úr launalið og launaþróunartengingu, en hún ekki fundist enn. Önnur vinnustöðvun í nótt Arnar segir ekki langt á milli samningsaðila. „Við þurfum bara að finna þessa leið sem einhvers staðar liggur, sem báðir aðilar eru sáttir við.“ Náist samningar ekki er næsta vinnustöðvun boðuð í nótt, frá klukkan þrjú til sjö. Hún mun gilda fyrir hluta þess alþjóðaflugstjórnarsvæði sem stjórnað er frá Íslandi, og liggur yfir Grænlandi. Sú vinnustöðvun hefði því ekki bein áhrif hér á landi. „Ekki nema fyrir fyrirtækin sem slík, því vélar sem myndu alla jafna fljúga í gegnum þetta svæði þurfa þá að fara fram hjá því.“ Horfir til lausnar í vikunni Fleiri vinnustöðvanir eru á teikniborðinu, á fimmtudag, föstudag og laugardag. „Á fimmtudaginn yrði það á Keflavíkurflugvelli, Reykjavíkurflugvelli á föstudaginn og svo á laugardaginn yrði aftur sambærileg þeirri sem var í nótt.“ Arnar er bjartsýnn á að lausn finnist fljótlega. „Við hljótum að finna einhverja lausn í þessari viku. Ég læt yfirlýsingar framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins ekki hafa áhrif á það samtal sem er við samningaborðið. Hún er ekki við samningaborðið sjálf, allavega,“ sagði Arnar Hjálmsson. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Fréttir af flugi Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Verkfall flugumferðarstjóra hófst klukkan tíu í gærkvöldi og stóð til klukkan þrjú í nótt. Lágmarksmönnun var þó á vöktum og sjúkra- og neyðarflugi áfram sinnt, sem og flugi Landhelgisgæslunnar. Kunnuglegt stef Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir að ekki hafi enn verið boðað til nýs fundar með Samtökum atvinnulífsins. Hann geri þó ráð fyrir að fundur verði boðaður í dag. Í viðtali í gær sagði Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, að flugumferðarstjórar fengju ekki meiri hækkanir en samið hefði verið um við aðrar stéttir. Þá sagði hún að um væri að ræða hálaunastétt í skæruverkföllum. „Þetta er svo sem allt mjög kunnuglegt stef. Hálaunastétt og ekki hálaunastétt. Við erum ekki með hærri grunlaun en það að lægstu þrep töflunnar okkar myndu taka krónutöluhækkun ef við myndum taka sömu samninga og gerðir voru fyrir ári síðan,“ segir Arnar. Leiða hafi verið leitað til þess að komast út úr launalið og launaþróunartengingu, en hún ekki fundist enn. Önnur vinnustöðvun í nótt Arnar segir ekki langt á milli samningsaðila. „Við þurfum bara að finna þessa leið sem einhvers staðar liggur, sem báðir aðilar eru sáttir við.“ Náist samningar ekki er næsta vinnustöðvun boðuð í nótt, frá klukkan þrjú til sjö. Hún mun gilda fyrir hluta þess alþjóðaflugstjórnarsvæði sem stjórnað er frá Íslandi, og liggur yfir Grænlandi. Sú vinnustöðvun hefði því ekki bein áhrif hér á landi. „Ekki nema fyrir fyrirtækin sem slík, því vélar sem myndu alla jafna fljúga í gegnum þetta svæði þurfa þá að fara fram hjá því.“ Horfir til lausnar í vikunni Fleiri vinnustöðvanir eru á teikniborðinu, á fimmtudag, föstudag og laugardag. „Á fimmtudaginn yrði það á Keflavíkurflugvelli, Reykjavíkurflugvelli á föstudaginn og svo á laugardaginn yrði aftur sambærileg þeirri sem var í nótt.“ Arnar er bjartsýnn á að lausn finnist fljótlega. „Við hljótum að finna einhverja lausn í þessari viku. Ég læt yfirlýsingar framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins ekki hafa áhrif á það samtal sem er við samningaborðið. Hún er ekki við samningaborðið sjálf, allavega,“ sagði Arnar Hjálmsson.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Fréttir af flugi Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira