Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Árni Sæberg skrifar 20. október 2025 16:48 Jón Pétur Zimsen er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Anton Brink Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að bregðast þurfi við vanda barna með fíknivanda strax, ekki bíða þangað til að unnt verður að koma á fót úrræðum. Hægt sé að taka fyrsta flug út og koma börnum í meðferð innan tveggja daga. Barnamálaráðherra segist gera allt sem í hans valdi stendur til að bregðast við ástandinu. Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, beindi fyrirspurn að Guðmundi Inga Kristinssyni, barna- og menntamálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi síðdegis og spurði hann út í stöðu barna með fíknivanda. Það gerði hann eftir að Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknar, hafði gert það sama. „Börn eru að deyja“ „Frú forseti, málið er í raun samt mjög einfalt, börn eru að deyja. Þetta er einfalt fyrir foreldra sem horfa upp á börnin sín, hingað og þangað neytandi harðra fíkniefna. Við getum ekki beðið eftir einhverjum byggingum,“ sagði hann og vísaði til stöðu meðferðarheimila. Málaflokkur barna og ungmenna með fíknivanda hefur verið í deiglunni undanfarið. Til að mynda sagði móðir drengs sem lést á Stuðlum nýverið að barnið hennar hefði látist á vakt stjórnvalda um helgina. Byggðum heila deild á tíu dögum Jón Pétur benti á að í heimsfaraldri covid-19 hefði sérhæfð og flókin þjónusta verið byggð upp á tíu dögum. „Hvers vegna í ósköpunum er ekki hægt að gera eitthvað í þessum málum núna? Er það vegna þess að við hérna, efsta lagið í samfélaginu, þingmenn, fólk í sveitarstjórnum, tengir ekki við þennan veruleika? Að eiga börn, sem fólk veit ekki hvar er á nóttunni. Að eiga börn sem þú veist ekki hvort næsta símtal sé frá sjúkrahúsi þar sem það liggur milli lífs og dauða.“ Það sé óþolandi að hlusta á það frá hæstvirtum ráðherra að bíða eigi eftir úrræðum sem eru í byggingu og að hann láti sér það í léttu rúmi liggja að hægt væri að senda börn með næsta flugi út í meðferð á einum eða tveimur dögum. „Í staðinn er þessu bara rutt á undan sér og áhyggjur foreldra, þær eru bara lönd og leið. Í boði hvers er þetta? Það er ekki hægt að horfa til baka og segja, já, þetta ástand hefur verið vont lengi. Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni? Það þarf að bregðast við þessu núna. Strax.“ Stórfjölskyldan öll undir Þá sagðist Jón Pétur vona að enginn í þingsal ætti börn með fíkniefna. Hann þekkti það úr starfi sínu í menntakerfinu að þegar svo er sé það ekki bara fjölskyldan heldur stórfjölskyldan öll sem væri undir auk vina og vandamanna. „Þannig að ég hvet ráðherra til að svara þeirri spurningu af hverju í ósköpunum er ekki löngubyrjað að byggja bráðabirgðaúrræði fyrir börn í miklum fíkni- og geðvanda og hvers vegna er ekki hægt að nýta ferðir erlendis, þar sem eru tilbúnar þjónustustofnanir.“ Vill ekki bráðabirgðalausnir erlendis Guðmundur Ingi svaraði spurningunni þannig að hann hefði þegar boðað fólk inn í ráðuneytið til þess að bregðast við vandanum. „Ég er að bregðast við en að fara að hlaupa í einhverjar bráðabirgðalausnir erlendis, ég er ekki að skoða það. Ég tel mig vera að ganga frá því þannig hér heima að einbeita mér að því hvað er hægt að gera, þannig að við komumst á þann stað að við getum sagt að við séum á réttri leið. Það er númer eitt, tvö og þrjú að koma Gunnarsholti á og það er á lokametrunum, við erum að tala um einn eða tvo mánuði.“ Þar vísar hann til langtímaúrræðis í Gunnarsholti í Mosfellsbæ, sem stefnt er að að opna í desember. Vill að fólk þurfi ekki að leita til útlanda Hann sagðist vita að þau svör dugi ekki öllum, sér í lagi þeim sem hafi þegar misst trúna á kerfinu. „En við verðum að snúa þessari þróun við svo að fólk telji sig ekki þurfa að leita til útlanda eftir þessari þjónustu og það er það sem ég er að reyna að gera, einbeita mér að númer eitt, tvö og þrjú. Það er auðvitað þyngra en tárum taki, sú aðstaða að fólk þurfi að fara erlendis með börnin sín og mér þykir það ofboðslega leitt. En þau hafa þennan rétt og eru að nýta hann. Það er þeirra ákvörðun og ég skil þau vel. Eina sem ég get gert í stöðunni er að koma hlutunum í lag hér innanlands.“ Sjálfstæðisflokkurinn Börn og uppeldi Fíkn Flokkur fólksins Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Diljá Mist Einarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins segist hafa hlustað á Bítið á Bylgjunni í morgun með tárin í augunum. Þar stigu fram tvær mæður drengja með alvarlegan vímuefnavanda sem ætla að fara með þá til Suður-Afríku í meðferð vegna úrræðaleysis. 7. október 2025 15:23 Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Mæður tveggja fjórtán ára drengja undirbúa nú að fara með þá til Suður-Afríku í meðferð vegna alvarlegs vímuefnavanda. Þær segja úrræðaleysið algjört á Íslandi og úrræðin sem séu í boði „skrípaleik og leikrit“. Börnin gangi inn og út úr meðferðarúrræðum til að ná sér í vímuefni. Þegar hafa fjögur önnur börn farið í sama meðferðarúrræði í Suður-Afríku. 7. október 2025 09:26 Mest lesið Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Sjá meira
Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, beindi fyrirspurn að Guðmundi Inga Kristinssyni, barna- og menntamálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi síðdegis og spurði hann út í stöðu barna með fíknivanda. Það gerði hann eftir að Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknar, hafði gert það sama. „Börn eru að deyja“ „Frú forseti, málið er í raun samt mjög einfalt, börn eru að deyja. Þetta er einfalt fyrir foreldra sem horfa upp á börnin sín, hingað og þangað neytandi harðra fíkniefna. Við getum ekki beðið eftir einhverjum byggingum,“ sagði hann og vísaði til stöðu meðferðarheimila. Málaflokkur barna og ungmenna með fíknivanda hefur verið í deiglunni undanfarið. Til að mynda sagði móðir drengs sem lést á Stuðlum nýverið að barnið hennar hefði látist á vakt stjórnvalda um helgina. Byggðum heila deild á tíu dögum Jón Pétur benti á að í heimsfaraldri covid-19 hefði sérhæfð og flókin þjónusta verið byggð upp á tíu dögum. „Hvers vegna í ósköpunum er ekki hægt að gera eitthvað í þessum málum núna? Er það vegna þess að við hérna, efsta lagið í samfélaginu, þingmenn, fólk í sveitarstjórnum, tengir ekki við þennan veruleika? Að eiga börn, sem fólk veit ekki hvar er á nóttunni. Að eiga börn sem þú veist ekki hvort næsta símtal sé frá sjúkrahúsi þar sem það liggur milli lífs og dauða.“ Það sé óþolandi að hlusta á það frá hæstvirtum ráðherra að bíða eigi eftir úrræðum sem eru í byggingu og að hann láti sér það í léttu rúmi liggja að hægt væri að senda börn með næsta flugi út í meðferð á einum eða tveimur dögum. „Í staðinn er þessu bara rutt á undan sér og áhyggjur foreldra, þær eru bara lönd og leið. Í boði hvers er þetta? Það er ekki hægt að horfa til baka og segja, já, þetta ástand hefur verið vont lengi. Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni? Það þarf að bregðast við þessu núna. Strax.“ Stórfjölskyldan öll undir Þá sagðist Jón Pétur vona að enginn í þingsal ætti börn með fíkniefna. Hann þekkti það úr starfi sínu í menntakerfinu að þegar svo er sé það ekki bara fjölskyldan heldur stórfjölskyldan öll sem væri undir auk vina og vandamanna. „Þannig að ég hvet ráðherra til að svara þeirri spurningu af hverju í ósköpunum er ekki löngubyrjað að byggja bráðabirgðaúrræði fyrir börn í miklum fíkni- og geðvanda og hvers vegna er ekki hægt að nýta ferðir erlendis, þar sem eru tilbúnar þjónustustofnanir.“ Vill ekki bráðabirgðalausnir erlendis Guðmundur Ingi svaraði spurningunni þannig að hann hefði þegar boðað fólk inn í ráðuneytið til þess að bregðast við vandanum. „Ég er að bregðast við en að fara að hlaupa í einhverjar bráðabirgðalausnir erlendis, ég er ekki að skoða það. Ég tel mig vera að ganga frá því þannig hér heima að einbeita mér að því hvað er hægt að gera, þannig að við komumst á þann stað að við getum sagt að við séum á réttri leið. Það er númer eitt, tvö og þrjú að koma Gunnarsholti á og það er á lokametrunum, við erum að tala um einn eða tvo mánuði.“ Þar vísar hann til langtímaúrræðis í Gunnarsholti í Mosfellsbæ, sem stefnt er að að opna í desember. Vill að fólk þurfi ekki að leita til útlanda Hann sagðist vita að þau svör dugi ekki öllum, sér í lagi þeim sem hafi þegar misst trúna á kerfinu. „En við verðum að snúa þessari þróun við svo að fólk telji sig ekki þurfa að leita til útlanda eftir þessari þjónustu og það er það sem ég er að reyna að gera, einbeita mér að númer eitt, tvö og þrjú. Það er auðvitað þyngra en tárum taki, sú aðstaða að fólk þurfi að fara erlendis með börnin sín og mér þykir það ofboðslega leitt. En þau hafa þennan rétt og eru að nýta hann. Það er þeirra ákvörðun og ég skil þau vel. Eina sem ég get gert í stöðunni er að koma hlutunum í lag hér innanlands.“
Sjálfstæðisflokkurinn Börn og uppeldi Fíkn Flokkur fólksins Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Diljá Mist Einarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins segist hafa hlustað á Bítið á Bylgjunni í morgun með tárin í augunum. Þar stigu fram tvær mæður drengja með alvarlegan vímuefnavanda sem ætla að fara með þá til Suður-Afríku í meðferð vegna úrræðaleysis. 7. október 2025 15:23 Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Mæður tveggja fjórtán ára drengja undirbúa nú að fara með þá til Suður-Afríku í meðferð vegna alvarlegs vímuefnavanda. Þær segja úrræðaleysið algjört á Íslandi og úrræðin sem séu í boði „skrípaleik og leikrit“. Börnin gangi inn og út úr meðferðarúrræðum til að ná sér í vímuefni. Þegar hafa fjögur önnur börn farið í sama meðferðarúrræði í Suður-Afríku. 7. október 2025 09:26 Mest lesið Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Sjá meira
Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Diljá Mist Einarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins segist hafa hlustað á Bítið á Bylgjunni í morgun með tárin í augunum. Þar stigu fram tvær mæður drengja með alvarlegan vímuefnavanda sem ætla að fara með þá til Suður-Afríku í meðferð vegna úrræðaleysis. 7. október 2025 15:23
Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Mæður tveggja fjórtán ára drengja undirbúa nú að fara með þá til Suður-Afríku í meðferð vegna alvarlegs vímuefnavanda. Þær segja úrræðaleysið algjört á Íslandi og úrræðin sem séu í boði „skrípaleik og leikrit“. Börnin gangi inn og út úr meðferðarúrræðum til að ná sér í vímuefni. Þegar hafa fjögur önnur börn farið í sama meðferðarúrræði í Suður-Afríku. 7. október 2025 09:26