Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar 21. október 2025 07:30 Ferðaþjónusta er ein öflugasta atvinnugrein heims og hefur víðtæk jákvæð áhrif á efnahag, samfélag og menningu, hún skapar störf og hvetur til nýsköpunar. Fyrir mörg samfélög er ferðaþjónusta aðal tekjulindin sem heldur uppi lífsviðurværi fólks og hvetur til verndar náttúru og menningararfs. En ferðaþjónusta hefur bæði jákvæð og neikvæð áhrif á samfélög og umhverfi og við þurfum að líta í eigin rann og skoða hvaða spor við skiljum eftir er við ferðumst. Á síðustu árum hefur vaxandi áhersla verið lögð á svokallaða samfélagsmiðaða ferðaþjónustu, þar sem markmiðið er að tryggja að ferðalög nýtist ekki aðeins ferðamönnum heldur einnig heimamönnum og vistkerfum áfangastaðanna. Huga þarf að sjálfbærni, ekki bara í tengslum við umhverfi heldur einnig í tengslum við menningu. Hvað felst í samfélagsmiðaðri ferðaþjónustu? Samfélagsmiðað ferðaþjónusta (e. community-based tourism) byggir á því að heimamenn taki virkan þátt í skipulagningu, rekstri og þróun ferðaþjónustunnar á eigin forsendum. Þetta getur verið í formi gistingar á litlum gistiheimilum í eigu heimamanna, leiðsagnar um náttúru og menningu, sala handverks eða matarupplifanir. Markmiðið er að arðurinn af starfseminni renni beint til samfélagsins og styrki þannig efnahag, menningu og náttúruvernd. Með því að huga að því hvar peningurinn endar getum við haft ótrúleg áhrif á þau samfélög sem við heimsækjum og hvernig þeim vegnar. Hver er ávinningurinn fyrir samfélögin? Efnahagslegur stuðningur: Tekjur af ferðaþjónustu nýtast til að bæta lífskjör og skapa störf á staðnum. Menning: Gestir fá tækifæri til að kynnast menningu og hefðum heimamanna á þeirra eigin forsendum, sem getur jafnframt stuðlað að varðveislu hefðbundins handverks og menningararfleifðar. Sjálfbærni og náttúruvernd: Þegar samfélög byggja afkomu sína á sjálfbærri ferðaþjónustu eykst hvatning til að vernda náttúru og vistkerfi öllum til hagsbóta. Hvað getum við gert til að hafa áhrif? Við sem gestir getum haft mikil áhrif með vali okkar: Velja þjónustu sem rekin er af heimamönnum og nærsamfélaginu. Kaupa handverk og vörur sem framleiddar eru á staðnum og eru hluti af menningararfi svæðisins, í stað fjöldaframleiðslu. Sýna virðingu fyrir siðum og menningu samfélagsins sem við heimsækjum. Ganga úr skugga um að ferðaskrifstofur vinni í anda sjálfbærni og að samstarfsaðilar þeirra séu að vinna í takt við þessa sömu hugmyndafræði. Ferðalög sem skilja eftir sig jákvæð spor og upplifun Ferðalög geta verið meira en bara upplifun fyrir ferðamanninn sjálfan, þau geta verið umbreytandi afl, bæði fyrir gesti og heimamenn. Með því að huga að því að velja samfélagsmiðaða ferðaþjónustu má stuðla að jákvæðum breytingum og styrkja efnahag, menningu eða umhverfi áfangastaðarins. Fyrir vikið geta ferðalög orðið leið til að tengjast stöðum og fólki á merkingarbæran og ábyrgari máta, við tengjumst fólki sterkari böndum, upplifum menninguna á annan hátt og snúum heim með aðra og dýpri sýn á áfangastaðinn. Skapaðu jákvæð áhrif með þínum ferðalögum! Höfundur er verkefnastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðaþjónusta Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ferðaþjónusta er ein öflugasta atvinnugrein heims og hefur víðtæk jákvæð áhrif á efnahag, samfélag og menningu, hún skapar störf og hvetur til nýsköpunar. Fyrir mörg samfélög er ferðaþjónusta aðal tekjulindin sem heldur uppi lífsviðurværi fólks og hvetur til verndar náttúru og menningararfs. En ferðaþjónusta hefur bæði jákvæð og neikvæð áhrif á samfélög og umhverfi og við þurfum að líta í eigin rann og skoða hvaða spor við skiljum eftir er við ferðumst. Á síðustu árum hefur vaxandi áhersla verið lögð á svokallaða samfélagsmiðaða ferðaþjónustu, þar sem markmiðið er að tryggja að ferðalög nýtist ekki aðeins ferðamönnum heldur einnig heimamönnum og vistkerfum áfangastaðanna. Huga þarf að sjálfbærni, ekki bara í tengslum við umhverfi heldur einnig í tengslum við menningu. Hvað felst í samfélagsmiðaðri ferðaþjónustu? Samfélagsmiðað ferðaþjónusta (e. community-based tourism) byggir á því að heimamenn taki virkan þátt í skipulagningu, rekstri og þróun ferðaþjónustunnar á eigin forsendum. Þetta getur verið í formi gistingar á litlum gistiheimilum í eigu heimamanna, leiðsagnar um náttúru og menningu, sala handverks eða matarupplifanir. Markmiðið er að arðurinn af starfseminni renni beint til samfélagsins og styrki þannig efnahag, menningu og náttúruvernd. Með því að huga að því hvar peningurinn endar getum við haft ótrúleg áhrif á þau samfélög sem við heimsækjum og hvernig þeim vegnar. Hver er ávinningurinn fyrir samfélögin? Efnahagslegur stuðningur: Tekjur af ferðaþjónustu nýtast til að bæta lífskjör og skapa störf á staðnum. Menning: Gestir fá tækifæri til að kynnast menningu og hefðum heimamanna á þeirra eigin forsendum, sem getur jafnframt stuðlað að varðveislu hefðbundins handverks og menningararfleifðar. Sjálfbærni og náttúruvernd: Þegar samfélög byggja afkomu sína á sjálfbærri ferðaþjónustu eykst hvatning til að vernda náttúru og vistkerfi öllum til hagsbóta. Hvað getum við gert til að hafa áhrif? Við sem gestir getum haft mikil áhrif með vali okkar: Velja þjónustu sem rekin er af heimamönnum og nærsamfélaginu. Kaupa handverk og vörur sem framleiddar eru á staðnum og eru hluti af menningararfi svæðisins, í stað fjöldaframleiðslu. Sýna virðingu fyrir siðum og menningu samfélagsins sem við heimsækjum. Ganga úr skugga um að ferðaskrifstofur vinni í anda sjálfbærni og að samstarfsaðilar þeirra séu að vinna í takt við þessa sömu hugmyndafræði. Ferðalög sem skilja eftir sig jákvæð spor og upplifun Ferðalög geta verið meira en bara upplifun fyrir ferðamanninn sjálfan, þau geta verið umbreytandi afl, bæði fyrir gesti og heimamenn. Með því að huga að því að velja samfélagsmiðaða ferðaþjónustu má stuðla að jákvæðum breytingum og styrkja efnahag, menningu eða umhverfi áfangastaðarins. Fyrir vikið geta ferðalög orðið leið til að tengjast stöðum og fólki á merkingarbæran og ábyrgari máta, við tengjumst fólki sterkari böndum, upplifum menninguna á annan hátt og snúum heim með aðra og dýpri sýn á áfangastaðinn. Skapaðu jákvæð áhrif með þínum ferðalögum! Höfundur er verkefnastjóri.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun