Innlent

Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Diljá Mist óskaði eftir upplýsingum um kostnað vegna kulnunar.
Diljá Mist óskaði eftir upplýsingum um kostnað vegna kulnunar. Vísir/Vilhelm

Ekki er vitað hversu mikinn kostnað hið opinbera hefur borið af völdum kulnunar starfsfólks, þar sem skráning veikinda er almenns eðlis og ekki hægt að greina kostnað vegna kulnunar frá öðrum veikindum.

Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnhagsráðherra við fyrirspurn Diljár Mistar Einarsdóttur, þingmanns Sjálftæðisflokksins. Diljá óskaði eftir upplýsingum um kostnað vegna kulnunar og að svarið yrði sundurliðað eftir árum og greint á milli ríkis og sveitarfélaga.

Samkvæmt svörum ráðherra er, sem fyrr segir, skráning veikinda almenns eðlis í öllum viðveru- og tímaskráningarkerfum ríkisins og ekki hægt að greina kostnað vegna kulnunar sérstaklega.

Vísað er til þess að stofnunum beri að halda skrá yfir veikindadaga starfsfólks og skrá veikindafjarvistir en veikindavottorð vísi til almennra veikinda og vinnuveitendum sé ekki heimilt að óska eftir ástæðu veikinda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×