Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Lovísa Arnardóttir skrifar 21. október 2025 20:14 Drykkjarfernur verða framvegis ekki flokkaðar sérstaklega frá pappír sem er sendur erlendis til endurvinnslu. Vísir/Vilhelm Úrvinnslusjóður segir í tilkynningu að gjaldskrá þeirra sé opinber og aðgengileg öllum samningsaðilum. Það hafi því alveg átt að vera Sorpu ljóst að eitt gjald væri fyrir pappa- og pappírsumbúðir og að ekki væri gert ráð fyrir sérmeðhöndlun á drykkjarfernum. Sorpu hefði átt að vera kunnugt um það. Tilkynning Úrvinnslusjóðs er í tilefni af því að Sorpa greindi frá því í dag að drykkjarfernur yrðu framvegis ekki flokkaðar sérstaklega frá pappír sem er sendur erlendis til endurvinnslu. Sorpa sagði ástæðuna þá að flokkunin skilaði afar litlum árangri og yki losun koltvísýrings. Sérflokkunin kostaði þar að auki um sjötíu milljónir króna á ári. Í ljósi þess að Úrvinnslusjóður hefði hafnað kröfu Sorpu um að greiða þann kostnað legðist hann ofan á sorphirðugjöld sem heimilin á höfuðborgarsvæðinu greiddu. Í tilkynningu Úrvinnslusjóðs er áréttað að Sorpa hafi tilkynnt þann 7. júní 2023 um breyttar vinnsluaðferðir á drykkjarfernum og að það myndi fela í sér 75 milljóna króna kostnaðarauka. Sjóðurinn segir það alfarið á ábyrgð Sorpu. „Í tilkynningu Sorpu frá í dag er látið að því liggja að í upphafi hafi verið áformað að Úrvinnslusjóður greiddi þennan kostnaðarauka, en að því hafi svo verið hafnað. Hið rétta er að engin beiðni barst Úrvinnslusjóði á þessum tímapunkti um að breyta gjaldskrá vegna pappa- og pappírsumbúða. Sorpa fór fyrst fram á umræddar greiðslur í febrúar 2024, og þá afturvirkt vegna ársins 2023. Stjórn Úrvinnslusjóðs tók erindið til umfjöllunar og hafnaði því, þar sem ekki lá fyrir greining á umhverfislegum ávinningi vinnslunnar. Í kjölfarið samdi Úrvinnslusjóður við Hagfræðistofnun HÍ um að gera kostnaðar- og ábatagreiningu á sérvinnslu drykkjarferna, með hliðsjón af umhverfislegum ávinningi. Niðurstaða þeirrar greiningar lá fyrir í september 2025 og svo virðist sem Sorpa hafi nú ákveðið á grundvelli hennar að falla frá sérvinnslu fernanna,“ segir í tilkynningunni. Sorpa Sorphirða Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Tilkynning Úrvinnslusjóðs er í tilefni af því að Sorpa greindi frá því í dag að drykkjarfernur yrðu framvegis ekki flokkaðar sérstaklega frá pappír sem er sendur erlendis til endurvinnslu. Sorpa sagði ástæðuna þá að flokkunin skilaði afar litlum árangri og yki losun koltvísýrings. Sérflokkunin kostaði þar að auki um sjötíu milljónir króna á ári. Í ljósi þess að Úrvinnslusjóður hefði hafnað kröfu Sorpu um að greiða þann kostnað legðist hann ofan á sorphirðugjöld sem heimilin á höfuðborgarsvæðinu greiddu. Í tilkynningu Úrvinnslusjóðs er áréttað að Sorpa hafi tilkynnt þann 7. júní 2023 um breyttar vinnsluaðferðir á drykkjarfernum og að það myndi fela í sér 75 milljóna króna kostnaðarauka. Sjóðurinn segir það alfarið á ábyrgð Sorpu. „Í tilkynningu Sorpu frá í dag er látið að því liggja að í upphafi hafi verið áformað að Úrvinnslusjóður greiddi þennan kostnaðarauka, en að því hafi svo verið hafnað. Hið rétta er að engin beiðni barst Úrvinnslusjóði á þessum tímapunkti um að breyta gjaldskrá vegna pappa- og pappírsumbúða. Sorpa fór fyrst fram á umræddar greiðslur í febrúar 2024, og þá afturvirkt vegna ársins 2023. Stjórn Úrvinnslusjóðs tók erindið til umfjöllunar og hafnaði því, þar sem ekki lá fyrir greining á umhverfislegum ávinningi vinnslunnar. Í kjölfarið samdi Úrvinnslusjóður við Hagfræðistofnun HÍ um að gera kostnaðar- og ábatagreiningu á sérvinnslu drykkjarferna, með hliðsjón af umhverfislegum ávinningi. Niðurstaða þeirrar greiningar lá fyrir í september 2025 og svo virðist sem Sorpa hafi nú ákveðið á grundvelli hennar að falla frá sérvinnslu fernanna,“ segir í tilkynningunni.
Sorpa Sorphirða Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira