Fótbolti

Viktor Bjarki skoraði í Meistara­deildinni í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Viktor Bjarki Daðason átti frábæra innkomu í lið FC Kaupmannahöfn í kvöld.
Viktor Bjarki Daðason átti frábæra innkomu í lið FC Kaupmannahöfn í kvöld. EPA/Liselotte Sabroe

Viktor Bjarki Daðason hélt upp á fyrsta leikinn sinn í Meistaradeildinni í kvöld með marki. Það dugði þó ekki danska liðiunu FC Kaupmannahöfn

FCK varð að sætta sig við 4-2 tap á heimavelli á móti þýska liðinu Borussia Dortmund.

Viktor Bjarki var í hóp í fyrsta sinn í Meistaradeildinni eftir að hafa komið inn á og lagt upp mark í dönsku deildinni um helgina.

Hann gerði gott betur í kvöld.

Viktor Bjarki kom inn á sem varamaður á 74. mínútu og minnkaði síðan muninn með laglegu skallamarki á 90. mínútu.

Fékk fyrigjöf frá Junnosuke Suzuki og sýndi styrk sinn í teignum. Markvörðurinn reyndi að verja en boltinn var kominn inn fyrir línuna.

Viktor Bjarki er aðeins sautján ára gamall en hann kom til FCK frá Fram þar sem hann er uppalinn.

Þetta er mögnuð byrjun hjá stórefnilegum knattspyrnumanni sem var fljótur að skapa sér nafn á stærsta sviði evrópska fótboltans.

Felix Nmecha skoraði tvö mörk fyrir Dortmund en hin mörkin skoruðu þeir Fabio Silva og Ramy Bensebaini úr víti. Fyrra mark FCK var sjálfsmark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×