Fótbolti

Newcastle burstaði Mourinho, Napoli stein­lá og meistararnir skoruðu sjö

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anthony Gordon fagnar marki sínu fyrir Newcastle í kvöld.
Anthony Gordon fagnar marki sínu fyrir Newcastle í kvöld. EPA/ADAM VAUGHAN

Stuðningsmenn Newcastle skemmtu sér vel á St. James´s Park í kvöld þegar Newcastle fagnaði sigri í Meistaradeildinni. Evrópumeistarar Paris Saint Germain skoruðu sjö mörk í sínum sigri og PSV Eindhoven skellti óvænt Napoli.

Jose Mourinho mætti með sína menn í Benfica til Newcastle en heimamenn unnu leikinn 3-0.

Anthony Gordon skoraði fyrra markið á 32. mínútu eftir laglega sókn og sendingu Jacob Murphy en Harvey Barnes bætti við öðru marki á 71. mínútu eftir sendingu markvarðarins Nick Pope.

Barnes var ekki hættur og bætti við öðru marki sínu á 83. mínútu eftir stoðsendingu frá Anthony Gordon.

Það var mikið um að vera í leik Bayer Leverkusen og Paris Saint Germain. Átta mörk, tvö rauð spjöld og vítaklúður. Evrópumeistarar PSG unnu leikinn 7-2 á útivelli.

Robert Andrich hjá Leverkusen fékk rautt spjald á 33. mínútu en PSG maðurinn Ilya Zabarnyi fór sömu leið á 37. mínútu. Aleix Garcia jafnaði metin úr vítinu sem var dæmt á Zabarnyi en Parísarmenn fóru í mikið stuð manni færri og röðuðu inn mörkum fram að hálfleik.

Désiré Doué skoraði tvö mörk fyrir PSG en hin mörkin skoruðu Willian Pacho, Khvicha Kvaratskhelia, Nuno Mendes, Ousmane Dembélé og Vitinha. Garcia minnkaði muninn í 5-2 með sínu öðru marki.

PSV Eindhoven vann óvæntan 6-2 sigur á Napoli. Scott McTominay skoraði tvívegis fyrir Napoli og kom liðinu í 1-0 en það dugði skammt.

Alessandro Buongiorno jafnaði metin með sjálfsmarki og Ismael Saibari kom PSV yfir í 2-1. Dennis Man skoraði tvö mörk í seinni hálfleiknum og þeir Ricardo Pepi og Couhaib Driouech kórónuðu niðurlægingu ítalska liðsins undir lokin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×