Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar 24. október 2025 06:48 Fyrir 111 árum, þann 25. október 1914, komu konur í Reykjavík saman og stofnuðu verkakvennafélagið Framsókn. Hugmyndin um sérstakt stéttarfélag fyrir konur spratt úr kvenréttindahreyfingunni, sem lagði áherslu á að fjárhagslegt sjálfstæði og mannsæmandi vinnuaðstæður væru forsenda borgaralegra réttinda kvenna og jafnréttis kynjanna. Baráttan fyrir kjarajafnrétti og öryggi á vinnustað hefur því frá upphafi verið samfléttuð baráttunni fyrir kvenfrelsi og jafnrétti. Það var krafan um jöfn laun sem fékk konur á Íslandi til að ganga út af vinnustöðum og heimilum á kvennafrídegi 1975. Og það er krafan um jöfn laun og frelsi frá ofbeldi, hvort sem er á vinnustað eða utan, sem hefur verið drifkraftur kvennaverkfalla á Íslandi síðan þá. Ofbeldi og áreitni er landlægt í samfélaginu Við höfum náð langt síðustu áratugina við að tryggja sjálfsögð mannréttindi og kjör kvenna, en við eigum þó enn töluvert í land til að ná fullu jafnrétti kynjanna. Ein stærsta meinsemdin í samfélaginu er ofbeldi gegn konum, ofbeldi sem á sér stað ekki aðeins innan veggja heimilanna eða í myrkum skuggasundum, heldur einnig á björtum vinnustöðum. Einelti og áreitni er landlægt á íslenskum vinnumarkaði. #MeToo-byltingin árið 2018 afhjúpaði skelfilegar frásagnir af ofbeldi og áreitni sem konur hafa orðið fyrir í vinnunni, frásagnir sem því miður eru ekki einsdæmi. Í rannsókn sem Félagsmálaráðuneytið lét gera á umfangi eineltis, kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni á vinnumarkaði árið 2020 kom fram að rúmlega 20% launafólks hefur á starfsferli sínum orðið fyrir einelti á vinnustað, 16% hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni og um 10% hefur orðið fyrir kynbundinni áreitni. Hlutfall kvenna sem hafa orðið fyrir áreitni á vinnustað er hærra, en í rannsókninni Áfallasögu kvenna við Háskóla Íslands kemur fram að 32% kvenna hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað einhvern tímann á lífsleiðinni. Ísland uppfyllir ekki alþjóðlegar skuldbindingar um að uppræta ofbeldi Árið 2019 samþykkti Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO) samþykkt sem tekur á ofbeldi og áreitni á vinnustað – Samþykkt ILO nr. 190, aðgerðir gegn ofbeldi og áreitni á vinnustöðum. Samþykktin skuldbindur aðildarríki til að grípa til forvarna og aðgerða gegn áreitni og ofbeldi í vinnuumhverfinu og kallar á virkar aðgerðir atvinnurekenda og stjórnvalda til að koma í veg fyrir og bregðast við slíkum brotum. Ekki er enn búið að fullgilda þennan sáttmála hér á Íslandi. Erum við þar eftirbátar norrænu frændþjóða, en Noregur fullgilti sáttmálann árið 2023 og Danmörk og Finnland árið 2024. Minnumst baráttu formæðra okkar Í ár minnumst við þess að fimmtíu ár eru liðin frá því að konur fóru fyrst í verkfall og sameinuðust í kröfu um jöfn kjör á vinnumarkaði. Við minnumst einnig þess að 140 ár eru liðin frá upphafi skipulagðrar kvenréttindabaráttu á Íslandi, þegar Bríet Bjarnhéðinsdóttir birti grein í tímaritinu Fjallkonunni og tók þannig til máls um kvenréttindi og stöðu kvenna, fyrst kvenna á Íslandi. Þrátt fyrir þrotlausa baráttu Bríetar og allra þeirra kvenna, karla og kvára sem hafa fylgt í hennar spor, höfum við ekki enn náð að tryggja fullt jafnrétti kynjanna, hvorki á vinnumarkaði né í samfélaginu í heild. Skref í rétta átt væri að fullgilda samþykkt ILO nr. 190 og tryggja þannig að atvinnurekendur og stjórnvöld beri ábyrgð á að koma í veg fyrir ofbeldi á vinnustöðum og styðja þolendur. Viska hvetur íslensk stjórnvöld til að fullgilda samþykkt ILO nr. 190 um aðgerðir gegn ofbeldi og áreitni á vinnustöðum tafarlaust. Höfundur er formaður Visku – stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Sjá meira
Fyrir 111 árum, þann 25. október 1914, komu konur í Reykjavík saman og stofnuðu verkakvennafélagið Framsókn. Hugmyndin um sérstakt stéttarfélag fyrir konur spratt úr kvenréttindahreyfingunni, sem lagði áherslu á að fjárhagslegt sjálfstæði og mannsæmandi vinnuaðstæður væru forsenda borgaralegra réttinda kvenna og jafnréttis kynjanna. Baráttan fyrir kjarajafnrétti og öryggi á vinnustað hefur því frá upphafi verið samfléttuð baráttunni fyrir kvenfrelsi og jafnrétti. Það var krafan um jöfn laun sem fékk konur á Íslandi til að ganga út af vinnustöðum og heimilum á kvennafrídegi 1975. Og það er krafan um jöfn laun og frelsi frá ofbeldi, hvort sem er á vinnustað eða utan, sem hefur verið drifkraftur kvennaverkfalla á Íslandi síðan þá. Ofbeldi og áreitni er landlægt í samfélaginu Við höfum náð langt síðustu áratugina við að tryggja sjálfsögð mannréttindi og kjör kvenna, en við eigum þó enn töluvert í land til að ná fullu jafnrétti kynjanna. Ein stærsta meinsemdin í samfélaginu er ofbeldi gegn konum, ofbeldi sem á sér stað ekki aðeins innan veggja heimilanna eða í myrkum skuggasundum, heldur einnig á björtum vinnustöðum. Einelti og áreitni er landlægt á íslenskum vinnumarkaði. #MeToo-byltingin árið 2018 afhjúpaði skelfilegar frásagnir af ofbeldi og áreitni sem konur hafa orðið fyrir í vinnunni, frásagnir sem því miður eru ekki einsdæmi. Í rannsókn sem Félagsmálaráðuneytið lét gera á umfangi eineltis, kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni á vinnumarkaði árið 2020 kom fram að rúmlega 20% launafólks hefur á starfsferli sínum orðið fyrir einelti á vinnustað, 16% hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni og um 10% hefur orðið fyrir kynbundinni áreitni. Hlutfall kvenna sem hafa orðið fyrir áreitni á vinnustað er hærra, en í rannsókninni Áfallasögu kvenna við Háskóla Íslands kemur fram að 32% kvenna hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað einhvern tímann á lífsleiðinni. Ísland uppfyllir ekki alþjóðlegar skuldbindingar um að uppræta ofbeldi Árið 2019 samþykkti Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO) samþykkt sem tekur á ofbeldi og áreitni á vinnustað – Samþykkt ILO nr. 190, aðgerðir gegn ofbeldi og áreitni á vinnustöðum. Samþykktin skuldbindur aðildarríki til að grípa til forvarna og aðgerða gegn áreitni og ofbeldi í vinnuumhverfinu og kallar á virkar aðgerðir atvinnurekenda og stjórnvalda til að koma í veg fyrir og bregðast við slíkum brotum. Ekki er enn búið að fullgilda þennan sáttmála hér á Íslandi. Erum við þar eftirbátar norrænu frændþjóða, en Noregur fullgilti sáttmálann árið 2023 og Danmörk og Finnland árið 2024. Minnumst baráttu formæðra okkar Í ár minnumst við þess að fimmtíu ár eru liðin frá því að konur fóru fyrst í verkfall og sameinuðust í kröfu um jöfn kjör á vinnumarkaði. Við minnumst einnig þess að 140 ár eru liðin frá upphafi skipulagðrar kvenréttindabaráttu á Íslandi, þegar Bríet Bjarnhéðinsdóttir birti grein í tímaritinu Fjallkonunni og tók þannig til máls um kvenréttindi og stöðu kvenna, fyrst kvenna á Íslandi. Þrátt fyrir þrotlausa baráttu Bríetar og allra þeirra kvenna, karla og kvára sem hafa fylgt í hennar spor, höfum við ekki enn náð að tryggja fullt jafnrétti kynjanna, hvorki á vinnumarkaði né í samfélaginu í heild. Skref í rétta átt væri að fullgilda samþykkt ILO nr. 190 og tryggja þannig að atvinnurekendur og stjórnvöld beri ábyrgð á að koma í veg fyrir ofbeldi á vinnustöðum og styðja þolendur. Viska hvetur íslensk stjórnvöld til að fullgilda samþykkt ILO nr. 190 um aðgerðir gegn ofbeldi og áreitni á vinnustöðum tafarlaust. Höfundur er formaður Visku – stéttarfélags.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar