Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Árni Sæberg skrifar 22. október 2025 16:14 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm Hagnaður Icelandair eftir skatta nam sjö milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi, samanborið við 8,5 milljarða hagnað á sama tímabili í fyrra. Félagið áætlar að afkoma fyrir vaxtagreiðslur og skatta árið 2025 verði neikvæð um 1,2 til 2,4 milljarða króna. Þetta kemur fram í uppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung, sem Icelandair birti eftir lokun markaða. Félagið hafði þegar birt afkomuviðvörun þar sem kom fram að kostnaður á fjórðungnum hefði verið meiri en búist var við. Í tilkynningu Icelandair má sjá helstu niðurstöður fjórðungsins. Þær eru eftirfarandi: Tekjuaukning 6%, heildartekjur 71,6 milljarðar króna (585,3 milljónir USD) Met farþegatekjur 63,8 milljarðar króna (522,1 milljón USD) og einingatekjur jukust um 4% Hagnaður eftir skatta 7,0 milljarðar króna (57,3 milljónir USD), dróst saman um 1,5 milljarða króna (11,9 milljónir USD) EBIT var 9,1 milljarður króna (74,4 milljónir USD), samanborið við 10,2 milljarða króna (83,5 milljónir) í þriðja ársfjórðungi í fyrra, en neikvæð gengisáhrif að fjárhæð 1,2 milljarðar króna (10 milljónir USD) og áhrif einstakra kostnaðarþátta höfðu áhrif á EBIT afkomu Áætlað er að hagræðingarverkefni sem ráðist hafði verið í við lok þriðja ársfjórðungs muni skila yfir 12,2 milljörðum króna (100 milljónum USD) á ársgrundvelli Farþegar voru 1,7 milljónir og fjölgaði um 2% í takt við mikla eftirspurn til og frá Íslandi Icelandair var stundvísasta flugfélag í Evrópu í júlí og september skv. Cirium Lausafjárstaða 61,3 milljarðar króna (502,8 milljónir) í lok fjórðungsins og jókst um 13,0 milljarða króna (107 milljónir USD) á milli ára Gert er ráð fyrir að EBIT fyrir árið í heild verði neikvæð sem nemur 1,2 – 2,4 milljörðum króna (10-20 milljónum USD). Áherslan skýr eftir átta ára ósjálfbæran rekstur Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að tekjur hafi aukist á milli ára þrátt fyrir þrýsting á fargjöld á Norður-Atlantshafsmarkaðnum. Fjölmargir þættir hafi haft neikvæð áhrif á kostnað. Þar af leiðandi hafi uppgjör þriðja ársfjórðungs verið undir væntingum félagsins. Stjórnendur þess sjái hins vegar jákvæða þróun þegar kemur að skilvirkni, sem hafi meðal annars endurspeglast í færri stöðugildum þrátt fyrir aukið flugframboð og í framúrskarandi stundvísi. Þá hafi fraktstarfsemi félagsins haldið áfram að þróast í jákvæða átt og leiguflugstarfsemin skilað góðri rekstrarniðurstöðu. „Eftir átta ár í ósjálfbærum rekstri er áhersla okkar skýr – að snúa rekstri félagsins við, ekki síðar en á næsta ári. Í því skyni höfum við aðlagað flugframboð okkar fyrir árið 2026 að aðstæðum, munum fækka flugvélum í farþegaleiðakerfinu um tvær og höfum ákveðið að hætta rekstri Boeing 767 breiðþotna í lok 2026. Í lok þriðja ársfjórðungs höfðum við ráðist í umbótaverkefni sem við gerum ráð fyrir að muni skila yfir 100 milljónum dala á ársgrundvelli þegar þau verða komin að fullu til framkvæmda. Við munum ekki láta staðar numið þar.“ Markmiðið að kostnaðarliðir verði samkeppnishæfir í skugga kjaraviðræðna Haft er eftir Boga Nils að markmið félagsins sé að allir kostnaðarliðir þess verði samkeppnishæfir og frekari hagræðingaraðgerðir séu þegar í pípunum. „Við erum nú að hefja mikilvægar kjaraviðræður við flugstéttirnar sem munu hafa áhrif á framtíð Icelandair. Lykilþáttur í því að félagið komist í arðbæran rekstur og geti vaxið og dafnað til framtíðar er að nýir kjarasamningar muni stuðla að samkeppnishæfni félagsins í krefjandi rekstrarumhverfi, styðja við fjárfestingar í nýjum flota og á sama tíma tryggja áfram spennandi störf og eftirsótt vinnuumhverfi.“ Tækifæri falin í falli Play Loks er haft eftir Boga Nils að þrátt fyrir krefjandi ytri aðstæður sjái félagið tækifæri í breytingum á samkeppnisumhverfinu hér á landi sem muni leiða til skynsamlegra flugframboðs til og frá Íslandi. Helstu breytingarnar sem hafa orðið á samkeppnisumhverfi flugfélaga hér á landi undanfarið er gjaldþrot Play, helsta keppinautar Icelandair. „Við þessar markaðsaðstæður er áhersla okkar fyrst og fremst á markaðina til og frá Íslandi. Þannig erum við að auka flug til Suður-Evrópu og Skandinavíu og á móti að draga úr framboði til Norður-Ameríku í ljósi aðstæðna á Norður-Atlantshafsmarkaðnum. Á sama tíma er samkeppnin við alþjóðleg flugfélög ennþá gríðarleg en yfir 20 erlend flugfélög fljúga til og frá Íslandi allt árið um kring. Þess vegna er það algjört forgangsverkefni hjá okkur að bæta samkeppnishæfni félagsins. Ég er sannfærður um að þessar skýru áherslur í rekstrinum, ásamt sterkri fjárhagsstöðu, geri okkur vel í stakk búin að snúa rekstri félagsins við og skila hagnaði á árinu 2026.“ Icelandair Fréttir af flugi Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Þetta kemur fram í uppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung, sem Icelandair birti eftir lokun markaða. Félagið hafði þegar birt afkomuviðvörun þar sem kom fram að kostnaður á fjórðungnum hefði verið meiri en búist var við. Í tilkynningu Icelandair má sjá helstu niðurstöður fjórðungsins. Þær eru eftirfarandi: Tekjuaukning 6%, heildartekjur 71,6 milljarðar króna (585,3 milljónir USD) Met farþegatekjur 63,8 milljarðar króna (522,1 milljón USD) og einingatekjur jukust um 4% Hagnaður eftir skatta 7,0 milljarðar króna (57,3 milljónir USD), dróst saman um 1,5 milljarða króna (11,9 milljónir USD) EBIT var 9,1 milljarður króna (74,4 milljónir USD), samanborið við 10,2 milljarða króna (83,5 milljónir) í þriðja ársfjórðungi í fyrra, en neikvæð gengisáhrif að fjárhæð 1,2 milljarðar króna (10 milljónir USD) og áhrif einstakra kostnaðarþátta höfðu áhrif á EBIT afkomu Áætlað er að hagræðingarverkefni sem ráðist hafði verið í við lok þriðja ársfjórðungs muni skila yfir 12,2 milljörðum króna (100 milljónum USD) á ársgrundvelli Farþegar voru 1,7 milljónir og fjölgaði um 2% í takt við mikla eftirspurn til og frá Íslandi Icelandair var stundvísasta flugfélag í Evrópu í júlí og september skv. Cirium Lausafjárstaða 61,3 milljarðar króna (502,8 milljónir) í lok fjórðungsins og jókst um 13,0 milljarða króna (107 milljónir USD) á milli ára Gert er ráð fyrir að EBIT fyrir árið í heild verði neikvæð sem nemur 1,2 – 2,4 milljörðum króna (10-20 milljónum USD). Áherslan skýr eftir átta ára ósjálfbæran rekstur Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að tekjur hafi aukist á milli ára þrátt fyrir þrýsting á fargjöld á Norður-Atlantshafsmarkaðnum. Fjölmargir þættir hafi haft neikvæð áhrif á kostnað. Þar af leiðandi hafi uppgjör þriðja ársfjórðungs verið undir væntingum félagsins. Stjórnendur þess sjái hins vegar jákvæða þróun þegar kemur að skilvirkni, sem hafi meðal annars endurspeglast í færri stöðugildum þrátt fyrir aukið flugframboð og í framúrskarandi stundvísi. Þá hafi fraktstarfsemi félagsins haldið áfram að þróast í jákvæða átt og leiguflugstarfsemin skilað góðri rekstrarniðurstöðu. „Eftir átta ár í ósjálfbærum rekstri er áhersla okkar skýr – að snúa rekstri félagsins við, ekki síðar en á næsta ári. Í því skyni höfum við aðlagað flugframboð okkar fyrir árið 2026 að aðstæðum, munum fækka flugvélum í farþegaleiðakerfinu um tvær og höfum ákveðið að hætta rekstri Boeing 767 breiðþotna í lok 2026. Í lok þriðja ársfjórðungs höfðum við ráðist í umbótaverkefni sem við gerum ráð fyrir að muni skila yfir 100 milljónum dala á ársgrundvelli þegar þau verða komin að fullu til framkvæmda. Við munum ekki láta staðar numið þar.“ Markmiðið að kostnaðarliðir verði samkeppnishæfir í skugga kjaraviðræðna Haft er eftir Boga Nils að markmið félagsins sé að allir kostnaðarliðir þess verði samkeppnishæfir og frekari hagræðingaraðgerðir séu þegar í pípunum. „Við erum nú að hefja mikilvægar kjaraviðræður við flugstéttirnar sem munu hafa áhrif á framtíð Icelandair. Lykilþáttur í því að félagið komist í arðbæran rekstur og geti vaxið og dafnað til framtíðar er að nýir kjarasamningar muni stuðla að samkeppnishæfni félagsins í krefjandi rekstrarumhverfi, styðja við fjárfestingar í nýjum flota og á sama tíma tryggja áfram spennandi störf og eftirsótt vinnuumhverfi.“ Tækifæri falin í falli Play Loks er haft eftir Boga Nils að þrátt fyrir krefjandi ytri aðstæður sjái félagið tækifæri í breytingum á samkeppnisumhverfinu hér á landi sem muni leiða til skynsamlegra flugframboðs til og frá Íslandi. Helstu breytingarnar sem hafa orðið á samkeppnisumhverfi flugfélaga hér á landi undanfarið er gjaldþrot Play, helsta keppinautar Icelandair. „Við þessar markaðsaðstæður er áhersla okkar fyrst og fremst á markaðina til og frá Íslandi. Þannig erum við að auka flug til Suður-Evrópu og Skandinavíu og á móti að draga úr framboði til Norður-Ameríku í ljósi aðstæðna á Norður-Atlantshafsmarkaðnum. Á sama tíma er samkeppnin við alþjóðleg flugfélög ennþá gríðarleg en yfir 20 erlend flugfélög fljúga til og frá Íslandi allt árið um kring. Þess vegna er það algjört forgangsverkefni hjá okkur að bæta samkeppnishæfni félagsins. Ég er sannfærður um að þessar skýru áherslur í rekstrinum, ásamt sterkri fjárhagsstöðu, geri okkur vel í stakk búin að snúa rekstri félagsins við og skila hagnaði á árinu 2026.“
Icelandair Fréttir af flugi Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira