Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar 23. október 2025 08:31 Á opnum fundi í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sagði seðlabankastjóri að væru menn ósáttur við lög og reglur varðandi verðbólgumarkmið Seðlabankans, þyrfti Alþingi að breyta lögunum. Þetta kann að vera rétt. En áður en til þess kemur er rétt að vekja athygli á að í fjölda ríkja Evrópu er verðbólga er á svipuðu róli og hér og jafnvel meiri, m.a. í Litháen, Lettland, Slóvakía og Bretlandi. Holland og Noregur eru síðan ekki langt undan. Í engu þessara landa eru stýrivextir nærri þeim 7,5 prósentum sem vextirnir eru hér. Það er áhugavert að bera saman Ísland og Bretlandi þar sem verðbólga er svipuðu. Engu að síður eru stýrivextir 88 prósentum hærri hér en í Bretlandi. Seðlabankinn virðist því beita öfgakenndari vaxtahækkunum en þekkist á öðru byggðu bóli í Evrópu ef frá eru talin stríðshrjáð ríki. Vaxtaokrið hefur afleiðingar Hér hafa minni fyrirtæki þurft að greiða ríflega tíu prósenta vexti svo árum skiptir. Þau hafa engin úrræði önnur en hleypa kostnaðinum út í verðlagið. Það ætti því ekki að koma neinum jarðtengdum fjármálasérfræðingi á óvart að vaxtastefnan nær ekki tilætluðum árangri. Það blasir við að verðbólgan hér er að mestu drifin áfram af skorti á húsnæði og samkeppni. Hún verður varla kveðin niður með því að leggja stein í götu í byggingu húsnæðis með miklum vaxtakostnaði. Það er engu líkara en að peningastefnunefnd hafi misst allt jarðsamband. Í dag er ferðaþjónustudagurinn. Ef allt væri með felldu stæði ferðaþjónustan, sem er útflutningsgrein, í miklum blóma. En þrátt fyrir mikinn fjölda ferðamanna um allt land, grefur vaxtastefnan augljóslega undan gróskumiklum rekstrinum og kemur sömuleiðis í veg fyrir frekari fjárfestingar. Fjárfesting dagsins i dag markar lífskjör framtíðarinnar Háir vextir hvetja ekki til þess að fjármagn leiti til framtíðarávöxtunar í innviðum, húsnæðisuppbyggingu né til uppbyggingar í atvinnurekstri sem skilar ávöxtun til framtíðar. Óbreytt séríslensk vaxtastefna er komin í óefni. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Sigurjón Þórðarson Efnahagsmál Verðlag Fjármál heimilisins Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Á opnum fundi í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sagði seðlabankastjóri að væru menn ósáttur við lög og reglur varðandi verðbólgumarkmið Seðlabankans, þyrfti Alþingi að breyta lögunum. Þetta kann að vera rétt. En áður en til þess kemur er rétt að vekja athygli á að í fjölda ríkja Evrópu er verðbólga er á svipuðu róli og hér og jafnvel meiri, m.a. í Litháen, Lettland, Slóvakía og Bretlandi. Holland og Noregur eru síðan ekki langt undan. Í engu þessara landa eru stýrivextir nærri þeim 7,5 prósentum sem vextirnir eru hér. Það er áhugavert að bera saman Ísland og Bretlandi þar sem verðbólga er svipuðu. Engu að síður eru stýrivextir 88 prósentum hærri hér en í Bretlandi. Seðlabankinn virðist því beita öfgakenndari vaxtahækkunum en þekkist á öðru byggðu bóli í Evrópu ef frá eru talin stríðshrjáð ríki. Vaxtaokrið hefur afleiðingar Hér hafa minni fyrirtæki þurft að greiða ríflega tíu prósenta vexti svo árum skiptir. Þau hafa engin úrræði önnur en hleypa kostnaðinum út í verðlagið. Það ætti því ekki að koma neinum jarðtengdum fjármálasérfræðingi á óvart að vaxtastefnan nær ekki tilætluðum árangri. Það blasir við að verðbólgan hér er að mestu drifin áfram af skorti á húsnæði og samkeppni. Hún verður varla kveðin niður með því að leggja stein í götu í byggingu húsnæðis með miklum vaxtakostnaði. Það er engu líkara en að peningastefnunefnd hafi misst allt jarðsamband. Í dag er ferðaþjónustudagurinn. Ef allt væri með felldu stæði ferðaþjónustan, sem er útflutningsgrein, í miklum blóma. En þrátt fyrir mikinn fjölda ferðamanna um allt land, grefur vaxtastefnan augljóslega undan gróskumiklum rekstrinum og kemur sömuleiðis í veg fyrir frekari fjárfestingar. Fjárfesting dagsins i dag markar lífskjör framtíðarinnar Háir vextir hvetja ekki til þess að fjármagn leiti til framtíðarávöxtunar í innviðum, húsnæðisuppbyggingu né til uppbyggingar í atvinnurekstri sem skilar ávöxtun til framtíðar. Óbreytt séríslensk vaxtastefna er komin í óefni. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun