Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2025 18:39 Victor Osimhen fagnar öðru marka sinna fyrir Galatasaray í kvöld en þau áttu að vera miklu fleiri miðað við færin sem hann fékk. EPA/TOLGA BOZOGLU Norsku meistararnir í Bodö/Glimt lentu í erfiðum og krefjandi aðstæðum í kvöld í 3-1 tapi á móti Galatasaray á útivelli í Meistaradeildinni. Þeir sluppu vel miðað við færi heimamanna sem fóru mörg í súginn. Þetta var annar sigur Galatasaray í röð í Meistaradeildinni en liðið vann Liverpool á sama stað í leiknum á undan. Liverpool stóðst ekki pressuna og ekki heldur norsku meistararnir. Gælunafn Galatasaray er Ljónin frá Istanbul og stuðningsmennirnir létu Norðmennina finna vel fyrir sér með því að búa til gríðarlegan hávaða þegar norska liðið reyndi að halda boltanum. Bodö byrjuðu leikinn skelfilega og gátu þakkað fyrir að fá ekki mörg mörk á sig í upphafi leiksins. Victor Osimhen kom Galatasaray í 1-0 eftir aðeins þrjár mínútur og hálftíma síðar skoraði hann aftur. Seinna markið var algjör gjöf eftir að Osimhen komst inn í sendingu til markvarðar. Norðmennirnir fengu fínt undir lok hálfleiksins og gekk síðan aðeins betur í síðari hálfleiknum. Galatasaray gat samt skorað miklu fleiri mörk og þá ekki síst Osimhen sem var mjög nálægt því að ná þrennunni. Hann reyndi og reyndi en þriðja markið datt ekki inn hjá honum. Þriðja mark liðsins kom aftur á móti á 60. mínútu eftir enn ein varnarmistök hjá Norðmönnunum en það mark skoraði Yunus Akgün. Bodö/Glimt tókst síðan að minnka muninn í lokin þegar Andreas Helmersen skoraði með skalla af stuttu færi eftir fyrirgjöf Fredrik André Björkan. Athletic Club Bilbao skoraði tvö mörk í lokin og vann 3-1 heimasigur á Qarabag. Bilbao hafði tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í Meistaradeildinni og þessi sigur var því bæði langþráður og nauðsynlegur. Robert Navarro kom Athletic í 2-1 á 70. mínútu og Gorka Guruzeta innsiglaði sigurinn á 88. mínútu með sínu öðru marki í leiknum. Leandro Andrade hafði komið Qarabag óvænt yfir á fyrstu mínútu leiksins en Guruzeta jafnaði metin á 40. mínútu. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Sáru töpin sitja í okkur“ Kýldi mótherja eftir tap í úrslitaleik Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur „Hræddir erum við ekki“ Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City Sjá meira
Þetta var annar sigur Galatasaray í röð í Meistaradeildinni en liðið vann Liverpool á sama stað í leiknum á undan. Liverpool stóðst ekki pressuna og ekki heldur norsku meistararnir. Gælunafn Galatasaray er Ljónin frá Istanbul og stuðningsmennirnir létu Norðmennina finna vel fyrir sér með því að búa til gríðarlegan hávaða þegar norska liðið reyndi að halda boltanum. Bodö byrjuðu leikinn skelfilega og gátu þakkað fyrir að fá ekki mörg mörk á sig í upphafi leiksins. Victor Osimhen kom Galatasaray í 1-0 eftir aðeins þrjár mínútur og hálftíma síðar skoraði hann aftur. Seinna markið var algjör gjöf eftir að Osimhen komst inn í sendingu til markvarðar. Norðmennirnir fengu fínt undir lok hálfleiksins og gekk síðan aðeins betur í síðari hálfleiknum. Galatasaray gat samt skorað miklu fleiri mörk og þá ekki síst Osimhen sem var mjög nálægt því að ná þrennunni. Hann reyndi og reyndi en þriðja markið datt ekki inn hjá honum. Þriðja mark liðsins kom aftur á móti á 60. mínútu eftir enn ein varnarmistök hjá Norðmönnunum en það mark skoraði Yunus Akgün. Bodö/Glimt tókst síðan að minnka muninn í lokin þegar Andreas Helmersen skoraði með skalla af stuttu færi eftir fyrirgjöf Fredrik André Björkan. Athletic Club Bilbao skoraði tvö mörk í lokin og vann 3-1 heimasigur á Qarabag. Bilbao hafði tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í Meistaradeildinni og þessi sigur var því bæði langþráður og nauðsynlegur. Robert Navarro kom Athletic í 2-1 á 70. mínútu og Gorka Guruzeta innsiglaði sigurinn á 88. mínútu með sínu öðru marki í leiknum. Leandro Andrade hafði komið Qarabag óvænt yfir á fyrstu mínútu leiksins en Guruzeta jafnaði metin á 40. mínútu.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Sáru töpin sitja í okkur“ Kýldi mótherja eftir tap í úrslitaleik Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur „Hræddir erum við ekki“ Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City Sjá meira