Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir, Katrín Sigurðardóttir, Laufey Elísabet Gissurardóttir, Steinunn Bergmann og Þóra Leósdóttir skrifa 23. október 2025 13:00 Stundin er runnin upp! Þann 24. október eru 50 ár liðin frá kvennafrídeginum 1975 en þá þustu konur þessa lands út á göturnar, kröfðust launajafnréttis og að störf þeirra, launuð jafnt sem ólaunuð yrðu metin að verðleikum. Hvaða árangur hefur náðst? Konur hafa að jafnaði 20% minni tekjur en karlar og þær eru líklegri til að vera í hlutastörfum til að geta sinnt ólaunuðum og ósýnilegum heimilis- og umönnunarstörfum innan fjölskyldunnar. Ævitekjur kvenna eru því mun minni en karla – þar munar um tugi milljóna króna. Heilbrigðisstéttir innan BHM hafa alla jafna 4-6 ára háskólamenntun að baki. Verulegur hluti námsins er verklegur og fer fram á vettvangi stofnana og fyrirtækja sem sinna félags- og heilbrigðisþjónustu. Að loknu námi er krafist starfsleyfis frá Embætti landlæknis og um heilbrigðisstarfsfólk gilda sérstök lög ólíkt mörgum öðrum fagstéttum. Það má því segja að heilbrigðisstéttir hafi ríkari skyldur í störfum sínum en almennt gerist – og þó nú væri. Nýleg skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, um virði háskólamenntunar sýnir, svo ekki verður um villst að fagfólk í heilbrigðisgreinum fær ekki laun í samræmi við menntun. Þetta er gömul saga og ný. Gömlu fréttirnar eru líka þær að kvennastéttirnar, svonefndar einkeypisstéttir fá lægstu launin. Þar virka engin markaðslögmál og lítið sem ekkert hefur breyst. Það að launa hefðbundnar kvennastéttir til jafns á við karlastéttir er pólitísk ákvörðun og tæknileg útfærsla. Viðhorfin virðast vega þungt í þessum efnum – er það þess vegna sem leiðrétting launa gengur svona hægt? Háskólamenntaðar konur þéna almennt á við karla með stúdentspróf yfir starfsævina, sem endurspeglar vanmat á námi og mikilvægi starfanna sem um ræðir. Kvennastéttirnar halda nefnilega uppi velferðarkerfunum! Afleiðingin er sú að ungt fólk sér ekki hag í að mennta sig til starfa í félags- og heilbrigðiskerfinu. Það er skortur á fagmenntuðu heilbrigðisstarfsfólki og með hækkandi aldri þjóðarinnar mun eftirspurnin aukast til muna. Það er ekki nóg að innleiða fjarheilbrigðisþjónustu og aðrar tæknilausnir til að svara þjónustuþörfinni – það hefur nefnilega sýnt sig að mannlegi þátturinn og fagmennskan þarf að fylgja. Þetta sýna rannsóknir, til dæmis þegar um ýmis konar velferðartækni er að ræða. Kerfin okkar eru ósjálfbær eins og staðan er í dag. Við erum stödd í velferðarkreppu og við vitum það öll, stjórnvöld vita það líka en virðast loka augum og eyrum. Hvað hyggjast stjórnvöld gera til að auka aðsókn í nám í heilbrigðisgreinum? Það er bæði mönnunarvandi og nýliðunarvandi í mörgum af þessum fagstéttum. Það er deginum ljósara að laun og kjör þurfa að endurspegla ábyrgð, álag og ríkar kröfur um faglega færni. Þekkt er að stöðug upplifun af vanmati á virði starfa heilbrigðisstarfsfólks eykur hættu á heilsubresti og kulnun í vinnunni. Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir formaður Félags lífeindafræðinga Katrín Sigurðardóttir formaður Félags geislafræðinga Laufey Elísabet Gissurardóttir formaður Þroskaþjálfafélags Íslands Steinunn Bergmann formaður Félagsráðgjafafélags Íslands Þóra Leósdóttir formaður Iðjuþjálfafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Stundin er runnin upp! Þann 24. október eru 50 ár liðin frá kvennafrídeginum 1975 en þá þustu konur þessa lands út á göturnar, kröfðust launajafnréttis og að störf þeirra, launuð jafnt sem ólaunuð yrðu metin að verðleikum. Hvaða árangur hefur náðst? Konur hafa að jafnaði 20% minni tekjur en karlar og þær eru líklegri til að vera í hlutastörfum til að geta sinnt ólaunuðum og ósýnilegum heimilis- og umönnunarstörfum innan fjölskyldunnar. Ævitekjur kvenna eru því mun minni en karla – þar munar um tugi milljóna króna. Heilbrigðisstéttir innan BHM hafa alla jafna 4-6 ára háskólamenntun að baki. Verulegur hluti námsins er verklegur og fer fram á vettvangi stofnana og fyrirtækja sem sinna félags- og heilbrigðisþjónustu. Að loknu námi er krafist starfsleyfis frá Embætti landlæknis og um heilbrigðisstarfsfólk gilda sérstök lög ólíkt mörgum öðrum fagstéttum. Það má því segja að heilbrigðisstéttir hafi ríkari skyldur í störfum sínum en almennt gerist – og þó nú væri. Nýleg skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, um virði háskólamenntunar sýnir, svo ekki verður um villst að fagfólk í heilbrigðisgreinum fær ekki laun í samræmi við menntun. Þetta er gömul saga og ný. Gömlu fréttirnar eru líka þær að kvennastéttirnar, svonefndar einkeypisstéttir fá lægstu launin. Þar virka engin markaðslögmál og lítið sem ekkert hefur breyst. Það að launa hefðbundnar kvennastéttir til jafns á við karlastéttir er pólitísk ákvörðun og tæknileg útfærsla. Viðhorfin virðast vega þungt í þessum efnum – er það þess vegna sem leiðrétting launa gengur svona hægt? Háskólamenntaðar konur þéna almennt á við karla með stúdentspróf yfir starfsævina, sem endurspeglar vanmat á námi og mikilvægi starfanna sem um ræðir. Kvennastéttirnar halda nefnilega uppi velferðarkerfunum! Afleiðingin er sú að ungt fólk sér ekki hag í að mennta sig til starfa í félags- og heilbrigðiskerfinu. Það er skortur á fagmenntuðu heilbrigðisstarfsfólki og með hækkandi aldri þjóðarinnar mun eftirspurnin aukast til muna. Það er ekki nóg að innleiða fjarheilbrigðisþjónustu og aðrar tæknilausnir til að svara þjónustuþörfinni – það hefur nefnilega sýnt sig að mannlegi þátturinn og fagmennskan þarf að fylgja. Þetta sýna rannsóknir, til dæmis þegar um ýmis konar velferðartækni er að ræða. Kerfin okkar eru ósjálfbær eins og staðan er í dag. Við erum stödd í velferðarkreppu og við vitum það öll, stjórnvöld vita það líka en virðast loka augum og eyrum. Hvað hyggjast stjórnvöld gera til að auka aðsókn í nám í heilbrigðisgreinum? Það er bæði mönnunarvandi og nýliðunarvandi í mörgum af þessum fagstéttum. Það er deginum ljósara að laun og kjör þurfa að endurspegla ábyrgð, álag og ríkar kröfur um faglega færni. Þekkt er að stöðug upplifun af vanmati á virði starfa heilbrigðisstarfsfólks eykur hættu á heilsubresti og kulnun í vinnunni. Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir formaður Félags lífeindafræðinga Katrín Sigurðardóttir formaður Félags geislafræðinga Laufey Elísabet Gissurardóttir formaður Þroskaþjálfafélags Íslands Steinunn Bergmann formaður Félagsráðgjafafélags Íslands Þóra Leósdóttir formaður Iðjuþjálfafélags Íslands
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar