Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar 23. október 2025 13:32 Í ár fögnum við fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins sem eru stór tímamót í sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi. Við megum svo sannarlega vera stolt af því hve langt við höfum náð. Konur leiða nú ríkisstjórn Íslands, Reykjavíkurborg, forsetaembættið og kirkjuna og fleiri embætti. Þessir sigrar segja þó ekki alla söguna. Því þrátt fyrir þessa sigra eru enn greinileg merki þess að konur hafi ekki nærri því náð fullum jöfnuði á vinnumarkaði. Launamunur er enn til staðar, konur eru færri í framkvæmdastjórnum, fá minna fjármagn í frumkvöðlastarfi og eru sjaldnar í lykilhlutverkum í atvinnulífinu. Við höfum sannarlega fengið sæti við borðið en sætin okkar eru of fá. Konur sem sitja við borðið í dag bera mikla ábyrgð og þær hafa val. Þær geta valið að nota áhrif sín til að fjölga röddum, skapa rými og opna dyr fyrir aðrar konur. Sjálf hef ég tekið upp þann sið að segja alltaf já þegar mér er boðið að tala á opinberum vettvangi en jafnframt að stinga upp á annarri konu með mér eða í staðinn fyrir mig ef svo ber undir að ég komist ekki. Það eru ótal margar leiðir til að lyfta konum upp. Það er hægt að stinga upp á konum þegar leitað er að sérfræðingi, stjórnarmanni eða ræðumanni og deila sviðinu og nota athygli sína til að draga aðra fram í sviðsljósið. Bjóða ungri konu að fylgja sér á fund eða í verkefni til þess að miðla reynslu eða opna dyr. Mæla með konum opinberlega fyrir verkefni eða stöður í stað þess að hrósa þeim (oftar en ekki í hljóði). Spyrja af hverju engin kona sé boðuð þegar hópurinn við borðið er einsleitur. Og að muna að það sem kann að virðast lítið tækifæri fyrir þig getur verið stórt skref fyrir aðra konu. Ég er alls ekki að firra karlmenn ábyrgð, því jafnrétti er sameiginlegt verkefni okkar allra. En þegar boða þarf breytingar og kveikja nýja bylgju jafnréttis hafa konur sögulega sýnt að þær leiða slíkar byltingar best. Þær vita hvernig það er að þurfa að berjast fyrir plássi og þær vita líka nákvæmlega hvað þarf að gera til skapa það fyrir aðra. Við erum sannarlega mættar en okkur þarf að fjölga í efstu stöðum í atvinnulífinu. Kvennafrídagurinn minnir okkur á að jafnrétti er ekki áfangastaður heldur ferli. Við eigum ekki aðeins að mæta þegar röðin kemur að okkur, heldur verðum við að beita okkur fyrir því að fá fleiri konur við borðið. En þori ég, vil ég, get ég. Já ég þori get og vil. Höfundur er fyrrum stjórnarmaður WomenTechIceland og stjórnarformaður Rafal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Í ár fögnum við fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins sem eru stór tímamót í sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi. Við megum svo sannarlega vera stolt af því hve langt við höfum náð. Konur leiða nú ríkisstjórn Íslands, Reykjavíkurborg, forsetaembættið og kirkjuna og fleiri embætti. Þessir sigrar segja þó ekki alla söguna. Því þrátt fyrir þessa sigra eru enn greinileg merki þess að konur hafi ekki nærri því náð fullum jöfnuði á vinnumarkaði. Launamunur er enn til staðar, konur eru færri í framkvæmdastjórnum, fá minna fjármagn í frumkvöðlastarfi og eru sjaldnar í lykilhlutverkum í atvinnulífinu. Við höfum sannarlega fengið sæti við borðið en sætin okkar eru of fá. Konur sem sitja við borðið í dag bera mikla ábyrgð og þær hafa val. Þær geta valið að nota áhrif sín til að fjölga röddum, skapa rými og opna dyr fyrir aðrar konur. Sjálf hef ég tekið upp þann sið að segja alltaf já þegar mér er boðið að tala á opinberum vettvangi en jafnframt að stinga upp á annarri konu með mér eða í staðinn fyrir mig ef svo ber undir að ég komist ekki. Það eru ótal margar leiðir til að lyfta konum upp. Það er hægt að stinga upp á konum þegar leitað er að sérfræðingi, stjórnarmanni eða ræðumanni og deila sviðinu og nota athygli sína til að draga aðra fram í sviðsljósið. Bjóða ungri konu að fylgja sér á fund eða í verkefni til þess að miðla reynslu eða opna dyr. Mæla með konum opinberlega fyrir verkefni eða stöður í stað þess að hrósa þeim (oftar en ekki í hljóði). Spyrja af hverju engin kona sé boðuð þegar hópurinn við borðið er einsleitur. Og að muna að það sem kann að virðast lítið tækifæri fyrir þig getur verið stórt skref fyrir aðra konu. Ég er alls ekki að firra karlmenn ábyrgð, því jafnrétti er sameiginlegt verkefni okkar allra. En þegar boða þarf breytingar og kveikja nýja bylgju jafnréttis hafa konur sögulega sýnt að þær leiða slíkar byltingar best. Þær vita hvernig það er að þurfa að berjast fyrir plássi og þær vita líka nákvæmlega hvað þarf að gera til skapa það fyrir aðra. Við erum sannarlega mættar en okkur þarf að fjölga í efstu stöðum í atvinnulífinu. Kvennafrídagurinn minnir okkur á að jafnrétti er ekki áfangastaður heldur ferli. Við eigum ekki aðeins að mæta þegar röðin kemur að okkur, heldur verðum við að beita okkur fyrir því að fá fleiri konur við borðið. En þori ég, vil ég, get ég. Já ég þori get og vil. Höfundur er fyrrum stjórnarmaður WomenTechIceland og stjórnarformaður Rafal.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun