Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 24. október 2025 07:03 Í dag 24. október 2025 er hálf öld liðin frá því að íslenskar konur lögðu niður störf og vöktu athygli á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Þessi viðburður er ljóslifandi í hugum margra en fyrir þau okkar sem upplifðu hann ekki er þessi dagur í sögulegu samhengi baðaður ljóma. Þúsundir kvenna stóðu á Arnarhóli og mótmæltu margvíslegri mismunun gagnvart konum. En á sama tíma er birtan sem stafar af þessari minningu áminning um að láta ekki deigan síga og halda baráttunni áfram. Þegar litið er til baka þessi 50 ár er hægt að segja að margt hafi áunnist, breytingar og jafnvel byltingar í jafnréttismálum á Íslandi. Ýmsar áskoranir blasa þó við, m.a. óþolandi kynbundinn launamunur og rótgróið kynbundið ofbeldi sem vinna þarf að á öllum vígstöðvum. Staðreyndin um kynbundinn launamunur er meinsemd í íslensku samfélagi og meginástæða hans er kynskiptur vinnumarkaður og vanmat á störfum kvenna. Virði kvennastarfa Til að útrýma þessum launamun þarf markvissar aðgerðir. Í nýlegri rannsókn á launamun karla og kvenna frá Hagstofunni segir: „Kynbundin skipting vinnumarkaðarins í störf og atvinnugreinar skýrir að miklu leyti þann launamun sem enn er til staðar.“ Laun eru almennt lægri í störfum sem konur gegna að miklum meirihluta, líkt og í heilbrigðisþjónustu, við menntun og félagsþjónustu, en störfum þar sem karlar eru í meirihluta. Það eru liðin meira en 60 ár síðan launajafnrétti var leitt í lög á Íslandi og sem ráðherra jafnréttismála ætla ég ekki að bíða eftir launajafnrétti heldur ráðast í markvissar aðgerðir. Nú er í gangi vinna sem leidd er af dómsmálaráðuneytinu um virðismat starfa sem ég bind miklar vonir við að geti fleytt okkur fram á við þegar kemur að því að meta störf hefðbundinna kvennastétta til launa. Ofbeldi gegn konum En jafnrétti er ekki bara launatékki. Kynbundið ofbeldi er samfélagsmein. Ekki bara í útlöndum eins og sumir vilja halda, heldur líka hér heima. Við megum ekki gefast upp á að berjast gegn því. Þann tíma sem ég gegni embætti mun ég setja af stað aðgerðir, meðal annars með nýrri landsáætlun um aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi gegn konum. Einnig með heildstæðri endurskoðun á löggjöf og framkvæmd um nálgunarbann og umsáturseinelti, með sérstakri áherslu á notkun ökklabanda vegna brota gegn nálgunarbanni. Ég vil taka markviss skref til að tryggja öryggi þolenda og vil veita lögreglu þau verkfæri sem hún þarf. Heimilisofbeldi og umsátur er ekki einkamál heldur mál sem varðar samfélagið í heild. Við höldum áfram Að 50 árum liðnum fögnum við góðum árangri og sterkri stöðu kvenna á Íslandi. Við eigum að vera stolt af því að jafnréttismál skipta okkur máli. Við erum á sama tíma meðvituð um að við erum ekki komin að landi. Og markviss í því að halda áfram. Höfundur er dómsmálaráðherra og ráðherra jafnréttismála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Í dag 24. október 2025 er hálf öld liðin frá því að íslenskar konur lögðu niður störf og vöktu athygli á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Þessi viðburður er ljóslifandi í hugum margra en fyrir þau okkar sem upplifðu hann ekki er þessi dagur í sögulegu samhengi baðaður ljóma. Þúsundir kvenna stóðu á Arnarhóli og mótmæltu margvíslegri mismunun gagnvart konum. En á sama tíma er birtan sem stafar af þessari minningu áminning um að láta ekki deigan síga og halda baráttunni áfram. Þegar litið er til baka þessi 50 ár er hægt að segja að margt hafi áunnist, breytingar og jafnvel byltingar í jafnréttismálum á Íslandi. Ýmsar áskoranir blasa þó við, m.a. óþolandi kynbundinn launamunur og rótgróið kynbundið ofbeldi sem vinna þarf að á öllum vígstöðvum. Staðreyndin um kynbundinn launamunur er meinsemd í íslensku samfélagi og meginástæða hans er kynskiptur vinnumarkaður og vanmat á störfum kvenna. Virði kvennastarfa Til að útrýma þessum launamun þarf markvissar aðgerðir. Í nýlegri rannsókn á launamun karla og kvenna frá Hagstofunni segir: „Kynbundin skipting vinnumarkaðarins í störf og atvinnugreinar skýrir að miklu leyti þann launamun sem enn er til staðar.“ Laun eru almennt lægri í störfum sem konur gegna að miklum meirihluta, líkt og í heilbrigðisþjónustu, við menntun og félagsþjónustu, en störfum þar sem karlar eru í meirihluta. Það eru liðin meira en 60 ár síðan launajafnrétti var leitt í lög á Íslandi og sem ráðherra jafnréttismála ætla ég ekki að bíða eftir launajafnrétti heldur ráðast í markvissar aðgerðir. Nú er í gangi vinna sem leidd er af dómsmálaráðuneytinu um virðismat starfa sem ég bind miklar vonir við að geti fleytt okkur fram á við þegar kemur að því að meta störf hefðbundinna kvennastétta til launa. Ofbeldi gegn konum En jafnrétti er ekki bara launatékki. Kynbundið ofbeldi er samfélagsmein. Ekki bara í útlöndum eins og sumir vilja halda, heldur líka hér heima. Við megum ekki gefast upp á að berjast gegn því. Þann tíma sem ég gegni embætti mun ég setja af stað aðgerðir, meðal annars með nýrri landsáætlun um aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi gegn konum. Einnig með heildstæðri endurskoðun á löggjöf og framkvæmd um nálgunarbann og umsáturseinelti, með sérstakri áherslu á notkun ökklabanda vegna brota gegn nálgunarbanni. Ég vil taka markviss skref til að tryggja öryggi þolenda og vil veita lögreglu þau verkfæri sem hún þarf. Heimilisofbeldi og umsátur er ekki einkamál heldur mál sem varðar samfélagið í heild. Við höldum áfram Að 50 árum liðnum fögnum við góðum árangri og sterkri stöðu kvenna á Íslandi. Við eigum að vera stolt af því að jafnréttismál skipta okkur máli. Við erum á sama tíma meðvituð um að við erum ekki komin að landi. Og markviss í því að halda áfram. Höfundur er dómsmálaráðherra og ráðherra jafnréttismála.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun