Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar 24. október 2025 07:47 „Af hverju eruð þið alltaf að tala um karlastörf og kvennastörf? Er ekki starf bara starf?“ spurði þátttakandi á námskeiði um starfagreiningar og virðismat starfa. Spurningin kemur reglulega upp og er fullkomlega skiljanleg. Á yfirborðinu virðist kyn ekki eiga að skipta máli í samfélagi þar sem ábyrgð, skyldur og kröfur til fólks í starfi eru í dag sambærilegar, óháð kyni. En þrátt fyrir miklar framfarir erum við ekki enn komin á þann stað að kyn skipti engu máli þegar kemur að launum. Kynbundinn launamunur, konum í óhag, er enn til staðar, hvort sem litið er til atvinnutekna, óleiðréttra eða leiðréttra launa. Rannsóknir sýna jafnframt að þegar konur verða meirihluti í ákveðinni starfstétt lækkar virði hennar og þar með launin. Launamunur kynjanna tengist því ekki einstaklingunum sjálfum eða eðli starfa, heldur samfélagslegu virðismati á störfum eftir kyni. Virðismat samfélagsins Hagstofa Íslands hefur bent á að kynskiptur vinnumarkaður sé meginorsök kynbundins launamunar, að karlar og konur starfa að jafnaði í ólíkum störfum og atvinnugreinum, og þau störf sem konur sinna eru almennt metin lægra. Á Íslandi höfum við þó löngum verið sammála um og lögfest meginregluna, að greiða skuli jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf. En þá vaknar spurningin: Hvernig vitum við hvaða störf eru jafn verðmæt? Það kann að virðast flókið, en það er hægt. Virðismat starfa felst í því að greina hvaða kröfur starf gerir til starfsfólks, til dæmis um þekkingu, ábyrgð, álag og vinnuumhverfi, og meta þær með hlutlægum og málefnalegum viðmiðum sem hafa verið þróuð með hliðsjón af jafnrétti og fjölbreytileika á vinnumarkaði. Þannig má bera saman störf á sanngjarnan hátt og tryggja að laun endurspegli raunverulegt virði, ekki kynbundin viðhorf. Slíkt matskerfi hefur verið notað hér á landi um áratuga skeið, meðal annars hjá sveitarfélögum, og Alþjóðavinnumálastofnunin hefur sett fram skýrar leiðbeiningar til að styðja við framkvæmdina. Baráttan heldur áfram Jafnlaunastofa vinnur daglega að því að styðja vinnuveitendur í þessari vinnu – með fræðslu, þróun virðismatskerfa og ráðgjöf um virðismat starfa í þágu launajafnréttis. Í dag, þegar fimmtíu ár eru liðin frá Kvennafrídeginum þar sem konur á Íslandi lögðu niður störf til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags síns, er mikilvægt að draga fram hvernig hægt sé að vinna gegn kynbundnum launamun. Á Jafnlaunastofu reynum við að draga fram áður ósýnilega þætti og meta. Því það sem mælist ekki, breytist ekki. Virðismat starfa gerir okkur kleift að sjá hið ósýnilega, að meta störf á sanngjarnan hátt og tryggja að laun séu byggð á verðmæti, ekki kyni. Við á Jafnlaunastofu ætlum ekki að gefast upp fyrr en jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf eru ekki lengur baráttumál heldur sjálfsögð staðreynd. Höfundar eru starfsfólk Jafnlaunastofu og er greinin skrifuð í tilefni 50 ára afmælis Kvennafrídagsins. Alma Mjöll Ómarsdóttir Auður Lilja Erlingsdóttir Bjarni Þóroddsson Bryndís Guðmundsdóttir Daníel E. Arnarsson Helena Björk Bjarkadóttir Helga Björg O. Ragnarsdóttir Isabel Alejandra Díaz María Björk Lárusdóttir Ragnheiður Davíðsdóttir Rósa Björk Bergþórsdóttir Sigríður Finnbogadóttir Silja Snædal Steinvör Laufey Jónsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Sjá meira
„Af hverju eruð þið alltaf að tala um karlastörf og kvennastörf? Er ekki starf bara starf?“ spurði þátttakandi á námskeiði um starfagreiningar og virðismat starfa. Spurningin kemur reglulega upp og er fullkomlega skiljanleg. Á yfirborðinu virðist kyn ekki eiga að skipta máli í samfélagi þar sem ábyrgð, skyldur og kröfur til fólks í starfi eru í dag sambærilegar, óháð kyni. En þrátt fyrir miklar framfarir erum við ekki enn komin á þann stað að kyn skipti engu máli þegar kemur að launum. Kynbundinn launamunur, konum í óhag, er enn til staðar, hvort sem litið er til atvinnutekna, óleiðréttra eða leiðréttra launa. Rannsóknir sýna jafnframt að þegar konur verða meirihluti í ákveðinni starfstétt lækkar virði hennar og þar með launin. Launamunur kynjanna tengist því ekki einstaklingunum sjálfum eða eðli starfa, heldur samfélagslegu virðismati á störfum eftir kyni. Virðismat samfélagsins Hagstofa Íslands hefur bent á að kynskiptur vinnumarkaður sé meginorsök kynbundins launamunar, að karlar og konur starfa að jafnaði í ólíkum störfum og atvinnugreinum, og þau störf sem konur sinna eru almennt metin lægra. Á Íslandi höfum við þó löngum verið sammála um og lögfest meginregluna, að greiða skuli jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf. En þá vaknar spurningin: Hvernig vitum við hvaða störf eru jafn verðmæt? Það kann að virðast flókið, en það er hægt. Virðismat starfa felst í því að greina hvaða kröfur starf gerir til starfsfólks, til dæmis um þekkingu, ábyrgð, álag og vinnuumhverfi, og meta þær með hlutlægum og málefnalegum viðmiðum sem hafa verið þróuð með hliðsjón af jafnrétti og fjölbreytileika á vinnumarkaði. Þannig má bera saman störf á sanngjarnan hátt og tryggja að laun endurspegli raunverulegt virði, ekki kynbundin viðhorf. Slíkt matskerfi hefur verið notað hér á landi um áratuga skeið, meðal annars hjá sveitarfélögum, og Alþjóðavinnumálastofnunin hefur sett fram skýrar leiðbeiningar til að styðja við framkvæmdina. Baráttan heldur áfram Jafnlaunastofa vinnur daglega að því að styðja vinnuveitendur í þessari vinnu – með fræðslu, þróun virðismatskerfa og ráðgjöf um virðismat starfa í þágu launajafnréttis. Í dag, þegar fimmtíu ár eru liðin frá Kvennafrídeginum þar sem konur á Íslandi lögðu niður störf til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags síns, er mikilvægt að draga fram hvernig hægt sé að vinna gegn kynbundnum launamun. Á Jafnlaunastofu reynum við að draga fram áður ósýnilega þætti og meta. Því það sem mælist ekki, breytist ekki. Virðismat starfa gerir okkur kleift að sjá hið ósýnilega, að meta störf á sanngjarnan hátt og tryggja að laun séu byggð á verðmæti, ekki kyni. Við á Jafnlaunastofu ætlum ekki að gefast upp fyrr en jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf eru ekki lengur baráttumál heldur sjálfsögð staðreynd. Höfundar eru starfsfólk Jafnlaunastofu og er greinin skrifuð í tilefni 50 ára afmælis Kvennafrídagsins. Alma Mjöll Ómarsdóttir Auður Lilja Erlingsdóttir Bjarni Þóroddsson Bryndís Guðmundsdóttir Daníel E. Arnarsson Helena Björk Bjarkadóttir Helga Björg O. Ragnarsdóttir Isabel Alejandra Díaz María Björk Lárusdóttir Ragnheiður Davíðsdóttir Rósa Björk Bergþórsdóttir Sigríður Finnbogadóttir Silja Snædal Steinvör Laufey Jónsdóttir
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun