„Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Siggeir Ævarsson skrifar 23. október 2025 21:22 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með sigurinn en fátt annað í leik Grindavíkur í kvöld. Vísir/Pawel Grindavík vann tæpan sigur á KR í Bónus-deild karla í kvöld, 78-77, en Arnór Tristan Helgason tryggði Grindavík sigurinn í lokin með laglegu einstaklingsframtaki. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, tók undir að þetta hefði sloppið fyrir horn í þetta skiptið. „Það er óhætt að segja það. Þetta var svolítið skrítinn leikur. Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu, sérstaklega á sóknarhelmingi. En við kreistum þetta út. Við vorum komnir held ég fimm undir þegar það var ein og hálf eftir en gerum síðustu sex stigin.“ „Bara ánægður með sigurinn því við erum þunnskipaðir. Hrós á þá drengi sem stigu upp og skiluðu flottum mínútum.“ Grindvíkingar hófu leik án DeAndre Kane og þá meiddist Khalil Shabazz í 2. leikhluta. Jóhann þurfti því að setja mikið traust á reynsluminni menn í kvöld. „Svona spilast þetta stundum og eins og við höfum verið að impra frá því við byrjuðum, í september sennilega þegar við komum loksins saman, að menn þurfa að standa klárir og taka þær mínútur sem gefast. Ánægður með þá sem að fengu stærra hlutverk í kvöld og skiluðu því frábærlega.“ Arnór Tristan tryggði Grindvíkingum sigurinn þegar sex sekúndur voru eftir og staðan 75-78. Hann keyrði á körfuna og sótti villu og körfu góða. Jóhann sagði að þetta hefði ekki verið endilega það sem hann teiknaði upp. „Við ætluðum að setja bara boltaskrín og hann nær að snúa hornið og fer af stað. Þetta er ungur og efnilegur strákur og ég held að hann hafi aldrei fengið svona stórt hlutverk. Hefur staðið sig frábærlega vel í haust í þessum fyrstu fjórum leikjum. Hann er bara að læra og lifa og þetta kemur til með að nýtast honum í næstu leikjum, alveg pottþétt.“ Arnór tók eina hressilega troðslu í hraðaupphlaupi í kvöld og fór eflaust um marga í ljósi sögunnar en Arnór lenti á báðum fótum áfallalaust í þetta skiptið. Jóhann sagði að samherjar hans væru búnir að fara vandlega yfir troðslunatæknina með honum á æfingum. „Þeir eru búnir að vera að fara yfir þetta með honum á æfingum. Þú átt bara að leggja hann í, þú átt ekki að hanga í hringnum þegar þú ert á svona mikilli ferð. Hann er held ég bara farinn að hlusta á það drengurinn. Ég á ekkert í því, ekki neitt, þeir strákarnir, Drey og Daniel. Það verður ekkert meira svona.“ Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfubolti Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, tók undir að þetta hefði sloppið fyrir horn í þetta skiptið. „Það er óhætt að segja það. Þetta var svolítið skrítinn leikur. Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu, sérstaklega á sóknarhelmingi. En við kreistum þetta út. Við vorum komnir held ég fimm undir þegar það var ein og hálf eftir en gerum síðustu sex stigin.“ „Bara ánægður með sigurinn því við erum þunnskipaðir. Hrós á þá drengi sem stigu upp og skiluðu flottum mínútum.“ Grindvíkingar hófu leik án DeAndre Kane og þá meiddist Khalil Shabazz í 2. leikhluta. Jóhann þurfti því að setja mikið traust á reynsluminni menn í kvöld. „Svona spilast þetta stundum og eins og við höfum verið að impra frá því við byrjuðum, í september sennilega þegar við komum loksins saman, að menn þurfa að standa klárir og taka þær mínútur sem gefast. Ánægður með þá sem að fengu stærra hlutverk í kvöld og skiluðu því frábærlega.“ Arnór Tristan tryggði Grindvíkingum sigurinn þegar sex sekúndur voru eftir og staðan 75-78. Hann keyrði á körfuna og sótti villu og körfu góða. Jóhann sagði að þetta hefði ekki verið endilega það sem hann teiknaði upp. „Við ætluðum að setja bara boltaskrín og hann nær að snúa hornið og fer af stað. Þetta er ungur og efnilegur strákur og ég held að hann hafi aldrei fengið svona stórt hlutverk. Hefur staðið sig frábærlega vel í haust í þessum fyrstu fjórum leikjum. Hann er bara að læra og lifa og þetta kemur til með að nýtast honum í næstu leikjum, alveg pottþétt.“ Arnór tók eina hressilega troðslu í hraðaupphlaupi í kvöld og fór eflaust um marga í ljósi sögunnar en Arnór lenti á báðum fótum áfallalaust í þetta skiptið. Jóhann sagði að samherjar hans væru búnir að fara vandlega yfir troðslunatæknina með honum á æfingum. „Þeir eru búnir að vera að fara yfir þetta með honum á æfingum. Þú átt bara að leggja hann í, þú átt ekki að hanga í hringnum þegar þú ert á svona mikilli ferð. Hann er held ég bara farinn að hlusta á það drengurinn. Ég á ekkert í því, ekki neitt, þeir strákarnir, Drey og Daniel. Það verður ekkert meira svona.“
Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfubolti Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira