Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. október 2025 08:50 Áþekkt mál er til umfjöllunar fyrir dómstólum í Kansas. Getty Níu einstaklingar í Michigan í Bandaríkjunum hafa höfðað mál gegn yfirvöldum og vilja að aðstandendur þungaðra kvenna sem hlotið hafa heilaskaða og munu ekki ná sér geti tekið ákvörðun um að leyfa þeim að deyja. Bráðalæknirinn Viktoria Koskenoja er meðal sóknaraðila í málinu en hún og eiginmaður hennar hafa mælt fyrir um hvað þau vilja að gerist ef þau lenda í ofangreindum aðstæðum. Koskenkoja vill að hún fái að deyja, jafnvel þótt hún reynist ólétt þegar það gerist, en það er bannað með lögum í Michigan og um 25 öðrum ríkjum Bandaríkjanna. Það vakti mikla athygli þegar yfirvöld ákváðu í vor að meina fjölskyldu heiladauðrar, þungaðrar konu í Georgíu að leyfa henni að deyja. Konunni, Adriönu Smith, sem var komin níu vikur á leið, var þannig haldið á lífi með aðstoð tækninnar í fjóra mánuði. Þá var barnið fjarlægt með keisaraskurði. Samkvæmt lögum var læknum bannað að grípa til aðgerða sem myndu stuðla að dauða Adriönu og þar með fóstursins, þar sem þungunarrof er ólöglegt eftir að hjartsláttur hefur fundist. Þá njóta fóstur einnig réttinda á við aðrar manneskjur. Að sögn Washington Post varð Koskenkoja reið þegar hún komst að því að valkostir mannsins hennar yrðu takmarkaðir, ef eitthvað kæmi fyrir hana. Michigan sker sig út frá hinum ríkjunum þar sem þungunarrof er heimilt og reglur í kringum það fremur frjálslyndar. Koskenkoja og meðbeiðendur hennar segja fyrrnefnd lög ganga gegn hinum lögunum, með því að taka ákvörðunarvaldið um þungunarrof af konum. Meðal einstaklinga í hópnum eru fjórir læknar, sem koma bæði að umönnun sjúklinga í líknarmeðferð og þjónustu við þungaðar konur. Löggjafin í Michigan hefur verið að skoða að breyta lögunum, sem hafa einnig haft þær afleiðingar að heiladauðum óléttum konum er haldið á lífi jafnvel þótt fóstrinu sem þær bera sé ekki hugað líf. Bandaríkin Heilbrigðismál Þungunarrof Dánaraðstoð Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira
Bráðalæknirinn Viktoria Koskenoja er meðal sóknaraðila í málinu en hún og eiginmaður hennar hafa mælt fyrir um hvað þau vilja að gerist ef þau lenda í ofangreindum aðstæðum. Koskenkoja vill að hún fái að deyja, jafnvel þótt hún reynist ólétt þegar það gerist, en það er bannað með lögum í Michigan og um 25 öðrum ríkjum Bandaríkjanna. Það vakti mikla athygli þegar yfirvöld ákváðu í vor að meina fjölskyldu heiladauðrar, þungaðrar konu í Georgíu að leyfa henni að deyja. Konunni, Adriönu Smith, sem var komin níu vikur á leið, var þannig haldið á lífi með aðstoð tækninnar í fjóra mánuði. Þá var barnið fjarlægt með keisaraskurði. Samkvæmt lögum var læknum bannað að grípa til aðgerða sem myndu stuðla að dauða Adriönu og þar með fóstursins, þar sem þungunarrof er ólöglegt eftir að hjartsláttur hefur fundist. Þá njóta fóstur einnig réttinda á við aðrar manneskjur. Að sögn Washington Post varð Koskenkoja reið þegar hún komst að því að valkostir mannsins hennar yrðu takmarkaðir, ef eitthvað kæmi fyrir hana. Michigan sker sig út frá hinum ríkjunum þar sem þungunarrof er heimilt og reglur í kringum það fremur frjálslyndar. Koskenkoja og meðbeiðendur hennar segja fyrrnefnd lög ganga gegn hinum lögunum, með því að taka ákvörðunarvaldið um þungunarrof af konum. Meðal einstaklinga í hópnum eru fjórir læknar, sem koma bæði að umönnun sjúklinga í líknarmeðferð og þjónustu við þungaðar konur. Löggjafin í Michigan hefur verið að skoða að breyta lögunum, sem hafa einnig haft þær afleiðingar að heiladauðum óléttum konum er haldið á lífi jafnvel þótt fóstrinu sem þær bera sé ekki hugað líf.
Bandaríkin Heilbrigðismál Þungunarrof Dánaraðstoð Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira