Neita öllum ásökunum um samráð Smári Jökull Jónsson skrifar 24. október 2025 12:06 Fyrirtækin Terra og Kubbur eru grunuð um samráð. Terra/Kubbur Staðfest er að sex voru handteknir en síðan sleppt eftir skýrslutöku vegna meintra brota fyrirtækjanna Terra og Kubbs á samkeppnislögum. Forráðamenn Kubbs hafna öllum ásökunum. Samkeppniseftirlitið birti í gær tilkynningu á vef sínum þar sem greint var frá að embætti héraðssaksóknara hefði framkvæmt húsleitir og aðrar aðgerðir til að afla gagna og upplýsinga vegna meints samráðs fyrirtækjanna Terra og Kubbs. Bæði fyrirtækin sjá um sorphirðu og endurvinnslu úrgangs. Alls tóku þrjátíu starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, héraðssaksóknara og Samkeppniseftirlitsins þátt í aðgerðunum. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari gat ekki veitt viðtal þegar fréttastofa falaðist eftir því en staðfesti að sex hafi verið handteknir en sleppt að lokinni skýrslutöku. Kubbur birti tilkynningu á vef sínum í morgun þar sem fyrirtækið hafnar öllum ásökunum. Þar er húsleit hjá fyrirtækinu staðfest sem og að stjórnendur Kubbs hafi verið yfirheyrðir. Þá gaf Terra út tilkynningu í gær þar sem kom fram að málið kæmi þeim á óvart en bæði fyrirtæki segjast vinna með yfirvöldum að því að upplýsa málið. Framkvæmdastjóri Kubbs vildi ekki veita fréttastofu viðtal í morgun og þá hefur ekki náðst í forráðamenn Terra. Einar Örn stærsti einstaki hluthafinn Fyrirtækið Terra, sem áður hét Gámaþjónustan, er með starfsstöðvar á átta stöðum um allt land og sér meðal annars um sorphirðu í Vestmannaeyjum og Akureyri og rekur endurvinnslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Fyrirtækið er í eigu fjölda lífeyrissjóða og þá er Einar Örn Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Play, stærsti einstaki hluthafinn í gegnum félagið GÞ Holding. Fyrirtækið Kubbur er með bækistöðvar sínar á Ísafirði og sinnir sorphirðu víða á Vestfjörðum, Múlaþingi og í Fjarðabyggð. Þá tók Kubbur við sorpþjónustu í Kópavogi á síðsta ári. Veistu meira um málið? Sendu línu á ritstjorn@visir.is eða hafðu samband á visir.is/frettaskot. Fullum trúnaði heitið. Sorphirða Samkeppnismál Lögreglumál Grunur um samráð í sorphirðu Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Sjá meira
Samkeppniseftirlitið birti í gær tilkynningu á vef sínum þar sem greint var frá að embætti héraðssaksóknara hefði framkvæmt húsleitir og aðrar aðgerðir til að afla gagna og upplýsinga vegna meints samráðs fyrirtækjanna Terra og Kubbs. Bæði fyrirtækin sjá um sorphirðu og endurvinnslu úrgangs. Alls tóku þrjátíu starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, héraðssaksóknara og Samkeppniseftirlitsins þátt í aðgerðunum. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari gat ekki veitt viðtal þegar fréttastofa falaðist eftir því en staðfesti að sex hafi verið handteknir en sleppt að lokinni skýrslutöku. Kubbur birti tilkynningu á vef sínum í morgun þar sem fyrirtækið hafnar öllum ásökunum. Þar er húsleit hjá fyrirtækinu staðfest sem og að stjórnendur Kubbs hafi verið yfirheyrðir. Þá gaf Terra út tilkynningu í gær þar sem kom fram að málið kæmi þeim á óvart en bæði fyrirtæki segjast vinna með yfirvöldum að því að upplýsa málið. Framkvæmdastjóri Kubbs vildi ekki veita fréttastofu viðtal í morgun og þá hefur ekki náðst í forráðamenn Terra. Einar Örn stærsti einstaki hluthafinn Fyrirtækið Terra, sem áður hét Gámaþjónustan, er með starfsstöðvar á átta stöðum um allt land og sér meðal annars um sorphirðu í Vestmannaeyjum og Akureyri og rekur endurvinnslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Fyrirtækið er í eigu fjölda lífeyrissjóða og þá er Einar Örn Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Play, stærsti einstaki hluthafinn í gegnum félagið GÞ Holding. Fyrirtækið Kubbur er með bækistöðvar sínar á Ísafirði og sinnir sorphirðu víða á Vestfjörðum, Múlaþingi og í Fjarðabyggð. Þá tók Kubbur við sorpþjónustu í Kópavogi á síðsta ári. Veistu meira um málið? Sendu línu á ritstjorn@visir.is eða hafðu samband á visir.is/frettaskot. Fullum trúnaði heitið.
Veistu meira um málið? Sendu línu á ritstjorn@visir.is eða hafðu samband á visir.is/frettaskot. Fullum trúnaði heitið.
Sorphirða Samkeppnismál Lögreglumál Grunur um samráð í sorphirðu Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Sjá meira