Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Smári Jökull Jónsson skrifar 24. október 2025 20:02 Grunur um meint samráð snýr að útboðum vegna sorphirðu sveitarfélaga. Vísir/Vilhelm Samkomulag um þátttöku í útboðum og skipting á landssvæðum er á meðal þess sem samkeppniseftirlitið og héraðssaksóknari eru með til rannsóknar í samráðsmáli Terra og Kubbs. Formaður bæjarráðs Vestmannaeyja segir mikið undir en Vestmannaeyjabær bauð út sorphirðumál sveitarfélagsins á síðasta ári. Terra er á meðal umfangsmestu fyrirtækja í úrgangsþjónustu hér á landi. Terra rekur starfsstöðvar og endurvinnsluþjónustu víðsvegar um land og sinnir sorphirðu heimila og fyrirtækja. Þá hefur Kubbur haslað sér völl á síðustu árum en það var stofnað á Ísafirði árið 2006. Fyrirtækin eru með starfsmi víða um land, bæði stærri starfsstöðvar sem og minni endurvinnslustöðvar.Vísir Samkeppniseftirlitið tilkynnti um aðgerðir sínar í gær og voru sex manns handteknir en öllum var þeim sleppt eftir skýrslutöku. Terra gaf út yfirlýsingu þar sem greint var frá húsleit í húsakynnum fyrirtækisins og í morgun staðfesti Kubbur hið sama og að stjórnendur fyrirtækisins hafi verið yfirheyrðir. Rannsókn málsins beinist að útboðum sveitarfélaga á sorphirðu og hefur fréttastofa fengið ábendingar um útboð sem gætu verið til skoðunar. Í Hrunamannahreppi fór fram útboð árið 2021 þar sem Kubbur átti lægsta tilboðið. Fyrirtækið sagði sig hins vegar frá tilboðinu og í kjölfarið var samið við Terra. Svipað var uppi í Vestmannaeyjum á síðasta ári þar sem Terra, Kubbur og Íslenska gámafélagið tóku þátt í útboði. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti Kubbur lægsta tilboðið en tilboð þeirra var dæmt ógilt og því var tilboði Terra tekið en það var næstlægst. Samkvæmt heimildum fréttastofu vantaði grundvallarupplýsingar í tilboð Kubbs og heimildamenn fréttastofu segja það sérstakt að reynslumikið fyrirtæki hafi gert slík mistök og oft sé hægt að leiðrétta slíkt eftirá svo tilboð teljist gilt. Svo var hins vegar ekki gert. „Það er mikið undir“ Formaður bæjarráðs í Vestmannaeyjum segir Eyjamenn bíða spaka eftir því hvað gerist í framhaldinu. „Auðvitað hugsar maður eftir á kannski þegar maður sá þessi tíðindi þa´kemur þetta spánskt fyrir sjónir og er svolítið sérstakt þegar það vantar sovna lykilatriði inn í þegar fyrirtæki er að skila svona tilboði,“ sagði Njáll Ragnarsson formaður bæjarráðs Vestmannaeyja í samtali við fréttastofu Sýnar. „Ég geri ráð fyrir að þetta sé víðtæk og mikil rannsókn sem núna fer í gang. Svo kemur það bara í ljós hvað kemur út úr því, það er mikið undir.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu eru fleiri mál sem orka tvímælis þar sem Terra og Kubbur koma við sögu. Þau snúa meðal annars að félögin hafi skipst á landssvæðum og meintu samráði um þátttöku í útboðum. Héraðssaksóknari vildi ekki veita viðtal vegna málsins í dag og þá vildu hvorki forráðamenn Terra né Kubbs tjá sig þegar falast var eftir viðbrögðum. Sorphirða Samkeppnismál Grunur um samráð í sorphirðu Lögreglumál Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Náðu manninum úr sjónum Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Terra er á meðal umfangsmestu fyrirtækja í úrgangsþjónustu hér á landi. Terra rekur starfsstöðvar og endurvinnsluþjónustu víðsvegar um land og sinnir sorphirðu heimila og fyrirtækja. Þá hefur Kubbur haslað sér völl á síðustu árum en það var stofnað á Ísafirði árið 2006. Fyrirtækin eru með starfsmi víða um land, bæði stærri starfsstöðvar sem og minni endurvinnslustöðvar.Vísir Samkeppniseftirlitið tilkynnti um aðgerðir sínar í gær og voru sex manns handteknir en öllum var þeim sleppt eftir skýrslutöku. Terra gaf út yfirlýsingu þar sem greint var frá húsleit í húsakynnum fyrirtækisins og í morgun staðfesti Kubbur hið sama og að stjórnendur fyrirtækisins hafi verið yfirheyrðir. Rannsókn málsins beinist að útboðum sveitarfélaga á sorphirðu og hefur fréttastofa fengið ábendingar um útboð sem gætu verið til skoðunar. Í Hrunamannahreppi fór fram útboð árið 2021 þar sem Kubbur átti lægsta tilboðið. Fyrirtækið sagði sig hins vegar frá tilboðinu og í kjölfarið var samið við Terra. Svipað var uppi í Vestmannaeyjum á síðasta ári þar sem Terra, Kubbur og Íslenska gámafélagið tóku þátt í útboði. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti Kubbur lægsta tilboðið en tilboð þeirra var dæmt ógilt og því var tilboði Terra tekið en það var næstlægst. Samkvæmt heimildum fréttastofu vantaði grundvallarupplýsingar í tilboð Kubbs og heimildamenn fréttastofu segja það sérstakt að reynslumikið fyrirtæki hafi gert slík mistök og oft sé hægt að leiðrétta slíkt eftirá svo tilboð teljist gilt. Svo var hins vegar ekki gert. „Það er mikið undir“ Formaður bæjarráðs í Vestmannaeyjum segir Eyjamenn bíða spaka eftir því hvað gerist í framhaldinu. „Auðvitað hugsar maður eftir á kannski þegar maður sá þessi tíðindi þa´kemur þetta spánskt fyrir sjónir og er svolítið sérstakt þegar það vantar sovna lykilatriði inn í þegar fyrirtæki er að skila svona tilboði,“ sagði Njáll Ragnarsson formaður bæjarráðs Vestmannaeyja í samtali við fréttastofu Sýnar. „Ég geri ráð fyrir að þetta sé víðtæk og mikil rannsókn sem núna fer í gang. Svo kemur það bara í ljós hvað kemur út úr því, það er mikið undir.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu eru fleiri mál sem orka tvímælis þar sem Terra og Kubbur koma við sögu. Þau snúa meðal annars að félögin hafi skipst á landssvæðum og meintu samráði um þátttöku í útboðum. Héraðssaksóknari vildi ekki veita viðtal vegna málsins í dag og þá vildu hvorki forráðamenn Terra né Kubbs tjá sig þegar falast var eftir viðbrögðum.
Sorphirða Samkeppnismál Grunur um samráð í sorphirðu Lögreglumál Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Náðu manninum úr sjónum Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira