Fótbolti

Belgarnir hennar Betu fengu skell

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stelpurnar hennar Elísabetar verða að gera betur í seinni leiknum.
Stelpurnar hennar Elísabetar verða að gera betur í seinni leiknum. vísir/getty

Belgía, undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttir, stendur illa að vígi í einvígi sínu gegn Írum í Þjóðadeildinni.

Belgar sóttu Íra heim í kvöld og máttu sætta sig við 4-2 tap. Þær eiga þó seinni leikinn heima eftir helgi.

Fyrri leikirnir í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar fóru einnig fram í kvöld og þar standa Þjóðverjar og Frakkar vel eftir kvöldið.

Þýskaland vann 1-0 sigur á Frökkum en Spánverjar flengdu Svía í hinum leiknum.

Þessi lið mætast sömuleiðis aftur eftir helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×